Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 82

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 82
ÚTIVIST NESJAVELUR í SÓL OG SNJÓ TEXTI: RUT HELGADÓTTIR MYNDIR: HREINN HREINSSON Glaövær stund á Nesja- völlum. Menn mis- mun- andi mikið klæddir eftir at- vikum. Þaö er örstutt í ísdorg á Þing- valla- vatni. Víða á okkar ísa köldu landi er að finna sannar náttúruperlur. Þeim, sem búa á höfuðborg- arsvæðinu, finnst þeir þó oft þurfa að hafa meira fyrir því að heimsækja falleg útivist- arsvæði sem ekki eru alveg við túnfótinn, ef svo má að orði komast. Þó eru þær nokkrar perlurnar í kringum höfuðborgarsvæðið sem hægt er að heimsækja sum- ar sem vetur og dvelja dag- langt við náttúruskoðun og leik án sérstakrar fyrirhafnar og útbúnaðar. Það tekur t.d. um tuttugu mínútur að aka á venjulegum fólksbíl að Nesjavöllum yfir sumar- tímann ef ekið er eftir Nesja- vallaæðinni. Nesjavallavirkjun sinnir að mestu leyti orkuþörf höfuð- borgarsvæðisins en virkjunin var tekin í notkun í septem- ber 1990. Virkjunarhúsnæðið er allt hið glæsilegasta og mjög fullkomið og hægt er að skoða virkjunina með leiðsögumanni eftir pöntun. Nágrenni Nesjavalla er fal- legt, sumar sem vetur, og kjörið til útivistar. Með til- komu vegarins um Dyrafjöll opnast ný leið í dali norðan Hengils. Frá Hengli er mjög víðsýnt en sagt er að þaðan sjáist fjórðungur íslands á heiðskírum degi. Nesbúð var byggð á Nesjavallasvæðinu 1988 eða á meðan virkjunin var í byggingu og hýsti þá sem unnu á svæðinu. í maí 1993 var Nesbúð opnuð sem gisti- hús með veitingum. Guð- mundur Halldórsson rekur Nesbúð ásamt fjölskyldu sinni og hefur gert frá opnun staðarins. í Nesbúð er gisti- rými fyrir 150 manns, flest eru herbergin tveggja manna, lítil en afar vistleg og snyrtileg. Nesbúð er opin allt árið og er gisting og matur Á Nesjavöllum er hægt aö leigja snjósleöa og er þaö óspart notaó. þar á sanngjörnu verði. Á sunnudögum er þar oft kaffi- hlaðborð, þá sérstaklega á sumrin þegar umferð um Nesjavelli er mikil. Undanfar- Guömundur ásamt lista- kokki staóarins. in ár hefur það aukist að fé- laga- eða starfsmannahópar haldi þar fundi, árshátíðir og afmælisveislur. Á sumrin er hægt að ganga eftir 130 km merktri gönguleið með leið- sögumanni og er þá nánast hver helgi bókuð. Á veturna er ekki síður hægt að gera sér dagamun á Nesjavöllum þar er m.a. vélsleðaleiga og einnig er hægt að dorga í gegnum ís á Þingvallavatni. Lionsklúbbur Bessa- staðahrepps hélt árshátíð á Nesjavöllum og dvaldi þar í góðu yfirlæti í sólarhring í yndislegu vetrarveðri. Flest var skoðað sem í boði var, m.a. virkjunin, ekið á vél- sleðum um fjöll og firnindi, dorgað í gegnum ís og legið í bleyti í heita pottinum sem er fyrir utan gistiskálann. Árshátíðin sjálf var svo hald- in í veitingasal staðarins og þóttist takast með ágætum. Ljósmyndari Vikunnar var með í för og við látum mynd- irnar tala sínu máli. □ FRH. AF BLS. 81 3. Stundaðu líkamsrækt reglulega svo sem eins og í 30 mínútur 4-5 sinnum í viku. Susan Powter byrjaði á því að koma börnunum sínum fyrir undir tré í garðinum og gekk svo eins hratt og hún gat upp og niður götuna áður en börnin náðu að skríða í burtu. Svo tók hún sitthvort barnið í fangið og gekk með þau upp og niður götuna þar til hálftími var liðinn. 4. Settu þér ákveðið markmið. Til dæmis geturðu ákveðið að þú ætlir að geta gengið upp tröppurnar heima hjá þér án þess að mæðast. 5. Þú ræður hvað þú missir mörg kíló og þar af leiðandi hvað þú ferð geyst í æfingarnar. Ef þú velur að stunda eróbikk skaltu fylgja eigin hraða og breyta æfing- unum ef þær eru of erfiðar. Það er engin ástæða til að verða lafmóður eða verkja í líkamann til að fá eitthvað út úr æfingunum. Það mikil- vægasta er að hafa gaman af því að gera æfingarnar. 6. Gleymdu öllu því sem þú hefur heyrt um að blóð- þrýstingurinn verður að kom- ast upp í ákveðið hámark áð- ur en þú ferð að brenna fitu. Það er alls ekki rétt. Hafðu það eitt í huga að þú verður grennri við hverja aukahreyf- ingu sem þú gerir til viðbótar þeim sem þú ert vanur. 7. Gerðu styrktaræfingar á borð við uþþsetur rétt. Susan segir marga leiðbein- endur í líkamræktarstöðvun- um ekki nenna því og því gera nemendur þeirra þær heldur ekki rétt. Þeir vita ekki hvernig vöðvarnir starfa og hvernig best sé að æfa þá. Hverja styrktaræfingu á að gera hægt og yfirvegað. 8. Vendu þig á að anda djúpt meðan þú gerir æfing- arnar. Susan mælir með því að fólk fylli lungun af lofti og láti það svo líða hægt út. 9. Gerðu þér í hugarlund hvað þú getur gert þegar þú hefur misst aukakílóin. Sjáðu til dæmis fyrir þér upplitið á vinum þínum þegar þú ferð í bíkini í fyrsta sinn. Það, sem dreif Susan áfram, var hefnd á fyrrverandi eiginmanni sín- um. Þegar hún leit loks betur út en hin unga kærasta hans sýndi hún fram á að kona gefur ekki upp andann þótt eiginmaðurinn láti sig hverfa. 82 VIKAN 4. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.