Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 32

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 32
DULRÆN MÁLEFNI viö vissar kringumstæður. Síðast en ekki síst eru of- skynjanir fylgikvillar ýmissa lyfja. Af öllum þessum þess- um ástæðum liggur beint við að nota vísindin til að skýra flesta hluti, því stundum getur fólk ekki treyst skynjun sinni. Hér á eftir kemur saga þar sem vísindin voru notuð til að afhjúpa hið yfirskilvitlega. Ein þekktasta draugasaga ■ Ein þekktasta draugasaga á seinni hluta þessar- ar aldar er drauga- gangurinn á Saur- um á Skagaströnd. Upp úr 1960 kom upp sú sögusögn að þar væru miklir reimleikar. á seinni hluta þessarar aldar er draugagangurinn á Saur- um á Skagaströnd. Upp úr 1960 kom upp sú sögusögn að þar væru miklir reimleik- ar. Hjónin á bænum höfðu fundið fyrir hristingi og skjálfta í húsinu. Borð á milli rúma hjónanna fór að hrist- ast um miðjar nætur, auk þess sem myndir höfðu dott- ■ Hinar vísinda- legu rannsóknar- aðferðir eru viður- kenndar í okkar samfélagi. En aðr- ir telja að ekki sé hægt að nota þó aðferð til að skýra alla flóru mann- heima. ið niður af veggjum. Miðlar voru fengnir til að athuga hvað væri á seyði en bónd- inn vildi fá vísindamenn til liðs við sig og veraldlega skýringu á draugagangnum. Tengdasonur bóndans fékk ungan verkfræðing til að koma með sér á bæinn til að athuga málið. Þeir fóru þangað ásamt öðrum verk- fræðingi og eðlisfræðingi. Mennirnir komu þangað um hánótt og inni í baðstofunni var rökkur og þungt loft. Þeir félagar höfðu tekið með sér jarðskjálftamæli, innrauðan kíki til að nota í myrkri, ef brögð skyldu vera í tafli, áttavita og svo bjuggu þeir til pendúl til að athuga þyngdarsviðið. Daginn eftir komust þeir að því að gólfið í húsinu hallaði talsvert og því var skrftin tilfinning að vera þar inni í myrkrinu kvöldið áður. Bærinn stóð á malar- kambi við sjávarströnd og var grunnurinn gerður af rekaviðardrumbum sem lágu þvert á malarkambinn. Einn- ig voru holrými víða undir bænum. Félagarnir komust að þeirri niðurstöðu að lík- legasta skýringin á látunum væri sú að bærinn væri smám saman að síga í átt- ina til sjávar. Við það mynd- aðist spenna í rekaviðar- drumbunum. Spennan myndi losna í höggum þegar hún yfirynni mótstöðuna. Því gátu myndir hrokkið niður af þiljum sem hölluðu tvær til þrjár gráður. Spennan gat líka gert það að verkum að titringur myndaðist sem olli því að hlutir gátu farið að hristast. Þeir félagar voru aðeins tvo daga á bænum og á þeim tíma gerðist ekk- ert. Greinilegt er af framan- sögðu að margar mismun- andi skoðanir og skýringar eru á hinu yfirskilvitlega meðal fólks. Hinar vísinda- legu rannsóknaraðferðir eru viðurkenndar í okkar samfé- lagi. En aðrir telja að ekki sé hægt að nota þá aðferð til að skýra alla flóru mannheima. Flestir eru sammála um það að í nútima samfélagi sé far- sælast að byrja á því að úti- loka alla utanaðkomandi, veraldlega þætti þegar furðulegir atburðir eiga sér stað. Þegar það hefur verið gert er rétt að spyrja sig hvort eitthvað sé að eiga sér stað sem vísindin geta ekki skýrt. Það er ekki til svar við öllu sem gerist í okkar heimi og því má segja að ekki sé allt sem sýnist og sumir sjá meira en aðrir. NÚTÍMA FRÁSÖGN í húsi nokkru í Reykjavík býr maður sem þurfti að leita til miðils. Við skulum kalla hann Sigurð. „Ég hef aldrei verið opinn fyrir yfirskilvitlegum hlutum. En af einhverjum ástæðum fór ég og konan mín að skynja furðuleg fyrirbæri. Ég sá meira en konan mín en hún heyrði meira en ég. Þetta fór svo að ágerast og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við.“ Sigurður segist hafa kynnt sér þessi mál eftir að hann varð fyrir fyrstu reynslu sinni og segist í dag skilja að þetta hafi ekki verið draugagangur í þeirri merkingu að um svipi eða framliðna hafi verið að ræða. „Það sem gerðist heima hjá mér var að reiði birtist í orku sem var hrein illska. Þetta kom fram á ýmsan hátt. Til að byrja með kom svo skært Ijós að ég hrökk aftur en þegar ég fór að kynna mér þessi mál kom orkan í sinni réttu mynd. Hún gat birst mér í ýmsum myndum og af þessu stafaði gífurlegur kuldi og vanlíðan. Birtist þetta f margbreytilegri lögun og gátu komið eldglæringar sem stungu. Þegar á leið fékk ég stór sár um líkam- ann sem ekki hurfu.“ Sigurð- ur telur að slík neikvæð orka geti haft veruleg áhrif á and- lega og líkamlega líðan fólks. Fólk geti jafnvel magn- að upp slíka orku sjálft. Hjá honum kom þetta fram í allri íbúðinni en mest í svefnher- berginu áður en hann fór að sofa. Alls kyns áþreifanlegir hlutir fóru einnig að haga sér skringilega. Að lokum ákváðu þau hjónin að leita sér hjálpar. Til þeirra kom miðill sem rak orkuna út úr hverju herbergi fyrir sig en alls tók þetta um þrjár klukkustundir. Á meðan miðillinn rak út úr stofunni sátu hjónin í eldhúsinu. Þau heyrðu svo mikinn hávaða úr stofunni að það var eins og fjöldi manna væri að rífast. íbúðin, sem venjulega var mjög köld, varð skyndilega svo heit að það var eins og skrúfað væri frá öllum ofnum í húsinu. Sigurður segir enn- fremur að á meðan á bur- trekstrinum stóð hafi mátt sjá eldglæringar sem lýstu sér í litlum Ijósögnum sem söfn- uðust saman í ský. Það dansaði eins og norðurljós um alla íbúðina meðan á að- gerðunum stóð. Þegar þessu öllu var lokið voru þau öll mjög þreytt. Miðlinum tókst að hreinsa íbúðina og eftir þetta hafa hjónin ekki orðið vör við neitt af þessu tagi. DRAUGASAGA FRÁ ÚTLÖNDUM Kona, sem við skulum kalla Jónu, segist hafa orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu fyrir nokkrum árum þegar hún bjó í stórborg á megin- landi Evrópu. Jóna leigði íbúð í fjölbýlishúsi með konu sem var kaþólsk. í íbúð við hliðina á þeim bjuggu tvær stúlkur sem kvörtuðu mikið „Ég hef aldrei verið opinn fyrir yf- irskilvitlegum hlutum. En af ein- hverjum ástseðum fór ég og konan mín að skynja furðuleg fyrirbæri. Ég sá meira en konan min en hún heyrði meira en ég. Þetta fór svo að ágerast og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við." ■ Um klukkustund efftir að hún sofn- aði vaknaði hún við geysilegan skjálfta. Hún fann hvernig einhver nálgaðist rúmið hennar og sá óljósan skugga í myrkrinu. Djúp, rám karl- mannsrödd ávarpaði hana og sagðist setja brennandi hönd sína á bakið á henni. 32 VIKAN 4. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.