Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 12

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 12
FOSTURLAT TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Hver er tíðni fósturláta? Hvers vegna eiga þau sér stað? Hvernig líður for- eldrunum andlega þegar þeir hafa misst bamið - sem aldrei fœddist? VIK- AN leitaði svara hjá Jóni Hilmari Alfreðssyni, yfir- lœkni á kvennadeild Landspítalans, og séra Braga Skúlasyni sjúkra- húspresti. Talið er að um það bil 25-30% af öllum þung- unum endi í fósturláti eftir eina til tvær vikur frá getnaði. Af þeim þungunum sem hafa verið staðfestar enda um það bil 10-15% í fósturláti. Þær konur sem missa fóstur á fyrstu vikun- um geta farið nokkra daga fram yfir áætlaðan dag sem tíðablæðingar áttu að hefj- ast. Þeim líður öðruvísi en vanalega og þegar blæðing- arnar hefjast eru þær aðeins meiri en vanalega og fósturvísir- inn skolast burtu. Ef kona missir hins vegar fóstur eftir að hafa gengið með ( meira en sex vikur er hreinsað úr leginu á sjúkrahúsi þar sem hætta er á að eitthvað verði eftir. LITNINGAGALLAR, VEIRUSÝKINGAR OG HORMÓNA- SJÚKDÓMAR Aðalástæða fósturláta er að samruni sæðis- og eggfrumunnar heppnast ekki sem skyldi. í fósturvísinum er galli og hann er því dæmdur til glötunar í upp- hafi. Þrátt fyrir það missir konan oft og tíðum ekki fóstrið fyrr en á öðrum eða þriðja mánuði meðgöngunn- ar. Náttúran hefur einfald- lega þann háttinn á. Nokk- urra ára gömul rannsókn sýnir fram á að um það bil 65% allra fósturláta stafa af litningagöllum. Margar aðrar ástæður geta valdið fóstur- láti. Breytingar í leginu, sem stafa af sjúkdómum, geta gert það að verkum að erfið- ara er að halda fóstrinu. Leghálsinn getur líka bilað þannig að hann gefur sig. Hormónasjúkdómar geta valdið fósturláti. Sömu sögu er að segja um veiru- og bakteríusýkingar en þær gera það að verkum að fósturlát verður oft ekki fyrr en eftir þriggja eða fjögurra mánaða með- göngu. Ýmsar sýkingar sem geta valdið fósturláti eru ekki algengar hér á landi. Til dæmis sýkingar sem eru algengar á meg- inlandi Evrópu þar sem fólk borðar meira hrá- meti. Hér á landi hafa konur hins vegar misst fóstur vegna listeríu en þaö er baktería sem berst úr jarðvegi og með húsdýrum. Sérstaklega köttum. Tíðni fósturláta fer vax- andi með aldrinum þannig að meira er um að fertugar konur missi fóstur en þær tvítugu. „Þetta getur haldist í hendur við það að frjósemi kvenna, eða færnin til að ganga með og ala barn, fer lækkandi með aldrinum,“ segir Jón. „Um það bil 30% þungana sem hafa verið staðfestar hjá konum yfir fer- tugu enda í fósturláti. Legið hjá fertugum konum hefur stundum breyst, hormóna- búskapurinn er ekki eins sterkur og hann var og ójafn- vægi í hormónum getur haft áhrif." UTANLEGSFÓSTUR Ef frjóvgaða eggið kemst ekki niður í legiö situr það oftast í öðrum hvorum eggjaleiðaranum. Fóstrið deyr mjög snemma og þess vegna eru yfirleitt engin fóst- ur í utanlegsfóstrum heldur fylgjuvefur sem situr fastur í eggjaleiðaranum. Hann dregur til sín næringu úr blóði móðurinnar og gefur frá sér hormón þannig að þungunarpróf verður já- kvætt. „Þaö blæðir oft í kringum þennan köggul þannig að hann og slímhúð- in í kring verða gegndreþa af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.