Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 33

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 33
um reimleika- hjá sér. Það endaði svo með því að þær þoldu ekki við og fluttu úr íbúðinni. Stuttu seinna fór sambýliskona Jónu í frí. Það kvöld fór Jónu að líða mjög einkennilega. Hún reyndi að hrista tilfinninguna af sér og gekk til náða. Um klukku- stund eftir að hún sofnaði vaknaði hún við geysilegan skjálfta. Henni brá mjög og hugsaði með sér að hún hefði aldrei vitað til að jarð- skjálfti væri á þessu land- svæði. Gluggatjöldin blöktu í glugganum og ákvað hún að reisa sig upp en gat sig hvergi hreyft. Hún fann hvernig einhver nálgaðist rúmið hennar og sá óljósan skugga í myrkrinu. Djúp, rám karlmannsrödd ávarpaði hana og sagðist setja brenn- andi hönd sína á bakið á henni. Hún fann hvernig hönd var þrýst niður af mikl- um þunga á bak hennar. Hún var nær sturluð af skelf- ingu og sá sér engan veg færan. Titringurinn hélt áfram og skyndilega heyrði hún skerandi barnsgrát inni í íbúðinni. Það var eins og barnið gréti af miklum sárs- auka og gráturinn var óstöðvandi. Jóna fór að biðja. Hún bað mikið á með- an á þessu stóð og smám saman hvarf þetta. Þá spratt hún á fætur, flýtti sér út og fékk griðastað hjá vinkonu í nágrenninnu. Daginn eftir talaði Jóna við eigandann. Hann var gyðingur og hafði strax samband við rabbína sem hafði fengist við svona hluti. „Ástæðan fyrir því að ég var ekki álitin vera tauga- veikluð kona sem hafði séð ofsjónir var að ég var með áverka eftir nóttina. Vinkona mín skoðaði á mér bakið, því ég var helaum. Á bakinu mátti sjá greinilegt rautt far eftir hönd." Rabbíninn hreinsaði íbúðina og sagði við mig að hann hefði aldrei orðið vitni að eins mögnuð- um svartagaldri. Húsinu var lokað og þurftu allir íbúarnir að flytja út. Hún gat ekki far- ið þarna inn aftur og skildi eftir það sem hún átti í íbúð- inni. Konan segist hafa verið nokkuð lengi að jafna sig og fengið hræðsluköst nokkrum sinnum á eftir. Hún fluttist úr borginni nokkru síðar, þar sem hún gat ekki hugsað sér að vera þar lengur. HEIMSÓKN í HÚS Miklar sögusagnir hafa gengið um reimleika í íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hefur stutt þær sögu- sagnir er að íbúðin hefur staðið auð mjög lengi auk þess sem fólk, sem þarna þekkti til, hafði bent á íbúð- ina. Sagt hefur verið að hver sem hafi reynt að búa þar hafi hrakist út vegna yfirskil- vitlegra fyrirbæra og íbúðin hafi lengi verið á sölu. Grein- arhöfundar heimsóttu húsið til að reyna að fá sögusagn- irnar staðfestar. Það sem blasti við var tóm íbúð á neðstu hæð hússins, al- myrkvuð, og inn um glugg- ana sást hvernig allt var á rúi og stúi. íbúðin var hreinlega tilbúin undir tréverk. Hringt var á bjöllu íbúðarinnar fyrir ofan og sá sem kom til dyra var spurður hvort það væri draugagangur á neðstu hæð hússins. Það kom fljótt í Ijós að þetta var eigandi íbúðar- innar. Hann sagði að það væri tóm þvæla og að dóttir hans ætlaði að flytjast þar inn eftir skamman tíma. Hann sagðist fá að meðaltali eina heimsókn á dag þar sem hann væri spurður um draugaganginn og var bersýnilega orðinn þreyttur á þessu. Greinarhöfundar snéru við, sannfærðir um að þarna væri enn ein sagan um reimleika í íbúð sem reynt væri að þagga niður. Því staðreyndin er sú að enginn vill gera það opinbert að hann hafi orðið var við eitthvað sem ekki er hægt að skýra. □ Nflltt Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe Vera þegar þú getur fengið tvöfalt meira magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á aðeins 1000kr.? Hvers vegna að bera á sig 2% af þráavarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá Banana Boat? Biddu um Banana Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe Vera gel á 40-60% lægra verði. Það er alltaf ferskt (framleitt eftir pöntun), án spírulínu, án kemískra lyktar- efna eða annarra ertandi of- næmisvalda og fæst í 6 mismun andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum. Þú flnnur engan mun á því að bera ferska, 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða útbrot. Prófaðu líka Banana Boat E-gelið á sölustöðum Banana Boat (fæst einnig ( 3 stærðum hjá Samtökum psori- asis- og exemsjúklinga), hrukkuhindrandi og húðmýkjandi Banana Boat A-gel, baugaeyðandi og húðstyrkjandi Banana Boat kollagen gel, hraðgræðandi Banana Boat varasalvann með sólarvörn #21, græðandi, mýkjandi og rakagefandi Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni, húðnærandi og öldrunarhindrandi Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir Ijósaböð, Banana Boat sólmarg- faldarann sem milljónfaldar sólar- Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól- varnarkremið með hæsta sólvarnar- stuðulinn á markaðnum, #50, næringar- kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3 gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá, Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita- lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur. Bíddu um Banana Boat i apotekum, á sólbaðsstotum, í snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur og í Heilsuvali, Barónsstíg 20, 626275 4.TBL.1995 VIKAN 33 DULRÆN MÁLEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.