Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 34

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 34
ÞRIEYKIJÖKULS OG JÓHÖNNU eru málaðar gylltar stjörnur og fyrir neðan stendur stór- um stöfum: „Mundu töfrana". Stofan er lítil; þar rúmast píanó, blár sófi, stólar, bóka- hillur og borð. Jólaljós eru ennþá í öðrum glugganum þar sem Júní situr og horfir hugsandi út. Elísabet situr í öðrum gamla stólnum í stof- unni og tekur sér tíma í að svara. „Ég var alltaf að passa bræður mína. Ég ætti kannski að fara að biðja þá um að passa fyrir mig.“ Sem krakki var Hrafn yfir- leitt glaður, hann var alltaf brosandi og sískríkjandi. Á tímabili breyttist brosið í glott en hann er farinn að brosa á ný. „Ég tók það yfirleitt að mér að svæfa hann og segja honum sögur sem ég bullaði upp úr mér. Við lllugi þvæld- umst með hann um allt. Um leið og hann hafði aldur til fékk hann hlutverk í leikjum okkar. Við lllugi vorum í Batman og Superman leikj- um og við vissum aldrei al- mennilega hvað Hrafn átti að vera. Hann var alltaf að. Þegar hann hafði ekkert að gera reif hann í sundur fata- skápa og byggði úr þeim kofa. Hann var alltaf að byggja og búa eitthvað til. Hann var líka snemma dug- legur í að stjórna. Þegar hann var sjö ára fór hann í kröfugöngu um hverfið. Hann var í fararbroddi með gjallar- horn. Eitt það skemmtileg- asta sem ég man eftir, var þegar mér tókst að plata Hrafn og leika fyrir hann jóla- svein þegar hann var sjö ára. Ég er ennþá hissa að hann hafi trúað því að ég væri jólasveinn." Sex ára gamall var hann orðinn læs. Hann las dagblöðin og ræddi um gang mála. Litli bróðirinn var mikill prakkari og hann var ekki eins mikið í eigin heimi eins og lllugi. Dag einn, þegar hann var sjö ára, var hann sendur til að vekja systur sína. Hann gerði það á held- ur óskemmtilegan og rudda- I legan hátt. Hann pissaði á I hana. „Hann gat oft verið ófyrirleitinn," segir systir hans rúmum tuttugu ár- um seinna og minnist enn með hryllingi þessa morguns þegar hún vaknaði upp við vondan draum. „Hrafn er hins vegar sá níu og ellefu ára. Elísabet byrjaði á því og fljótlega fór lllugi að dæmi hennar. Þau þvældust eitthvað um í stað- inn fyrir að hlusta á speki kennarans. „Við vorum þá í nýjum skóla og þekktum engan sem kannski hefur átt sinn þátt í þessu. Þetta vatt upp á sig smátt og smátt þangað til við vorum farin að skrópa oft og lengi. Ég held að við höfum bæði verið dauðfegin því þegar þetta komst upp og okkur var skip- að að hætta þessu. Þá var mamma í útlöndum og við vorum í pössun hjá afa og ömmu. Afi Kristjón vildi ekki skamma okkur mikið fyrir þetta og þegar mamma kom heim var búið að ganga frá því að hún gerði það ekki heldur." Elísabet var lengi mjög óráðin á unglingsárunum. Bróðir hennar segir að gelgju- skeiðið hafi verið henni erfitt. „Hún fór að yrkja viðkvæmn- isleg Ijóð um lítil blóm og svoleiðis en uppreisnarand- inn var líka samur við sig. Hún vissi ekki hvað hún vildi og mjög ung eignaðist hún sitt fyrsta barn.“ lllugi segir að í dag sé hún, líkt og í bernsku, mjög drífandi manneskja og dugleg en um leið íhugul og opinská. Hún vinnur heima við skriftir auk þess sem hún hefur fengist við blaðamennsku og út- varpsþáttagerð. VIÐKVÆMT KVIKINDI Elísabet býr í gömlu, litlu húsi vestast í Vesturbænum. Þar býr hún ásamt tvíburun- um Garpi og Jökli og köttun- um Aprfl og Júní. Á ein- um vegg í hús- inu FRH. AF BLS. 21 hreyfði engum mótmæl- um. Mamma hafði lagt sig en í miðju afmælinu kom hún fram, tók sínalkó-flösk- urnar og hunangskökuna, sem við höfðum keypt, og leysti afmælið upp. Ég man að ég fékk vörubíl frá strákn- um í platafmælisgjöf og það var ekkert gaman að leika sér að honum. Ég held að ég hafi passað upp á að týna honum fljótlega." Illugi segir að Elísabet hafi verið talin villingur af sumum foreldrum í hverfinu. „Við vorum dálítið sér á báti þarna og sumir foreldrarnir bönnuðu krökkunum sínum að vera með okkur.“ En Elísabet var einnig mjög framtakssöm, úrræðagóð og skemmtileg. „Hún var stjórn- andinn. Ég gerði ekki margt af sjálfsdáðum og ef mér datt eitthvað í hug reyndi ég yfirleitt að koma því svo fyrir að hún héldi að hún hefði átt hugmyndina. Ég var heldur feiminn og hlédrægur og gerði oftast það sem mér var sagt. Hún var miklu ófeimn- ari en ég. Hún var í rauninni bölvuð frekja sem ráðskaðist með litla bróður sinn. En ekki kvartaði ég. Ég vissi líka það sem enginn annar vissi en það var að þetta hug- umstóra hörkutól var á kvöldin dauðhrætt um að það væri ísbjörn undir rúm- inu, að það mundi kvikna í og svo framvegis. Á sumum sviðum var hún nefnilega miklu viðkvæmari og hör- undsárari en ég, þrátt fyrir alla mína feirnni." Einn veturinn tóku syst- kinin upp á því að skrópa í skólanum. Þau hafa þá verið maður sem hefur stutt mig mest og hvatt mig á rithöf- undabrautinni. Ef til vill er hann að bæta fyrir þetta glappaskot." í æsku ætlaði Hrafn að sigra heiminn. Elísabet og III- ugi ætluðu að gera hann að forsætisráðherra eða seðla- bankastjóra vegna þess að hann pældi svo mikið í pen- ingum. Hann var alltaf að safna peningum og átti alltaf peninga. Sjálfur sagðist hann eitt sinn ætla að verða api þegar hann yrði stór. Svo ákvað hann að verða bóndi. „Hrafn hefur mikla hæfileika. Hann gæti orðið prestur, leikari, stjórnmálamaður, Ijóðskáld eða leikstjóri." Það, sem Hrafn, sem er tuttugu og níu ára, hefur hingað til fengist við, eru gjaldkerast- örf f banka, blaðamennska á Þjóðviljanum, Ijóðagerð, bókaútgáfa, byggingarvinna og sjómennska. Hrafn er frekur. Elísabet segist líka geta verið frek, „en sem betur fer erum við öll skemmtilega frek. Hann er góður í sér og má ekkert aumt sjá. Hann myndi klifra upp í Ijósastaur til að bjarga ketti. En það er erfitt að komast að honum. Hann er eini maðurinn sem ég get rif- ist við og við getum orðið mjög sár út í hvort annað. En ég get hringt daginn eftir og beðist fyrirgefningar. Kannski er ég líkari honum en llluga. Líka í útliti. Við lllugi rifumst eins og hundur og köttur þegar við vorum lítil en við erum eiginlega hætt því. Við Hrafn höfum hins vegar oft rifist þannig að það gneist- ar á milli okkar en við höfum alltaf getað sæst aftur. Hann getur verið kvikindislegur og hrokafullur og þá þýðir ekkert annað en að vera svolítið kvikindislegur á móti.“ Bræðurnir eru báðir uppá- haldsbræður Elísabetar. Þeg- ar þau hittust á böllum hér áður fyrr voru þeir oft að stríða henni á því hve hún væri mikil tilfinningavera. „Ég hitti kannski llluga á balli, faðmaði hann, sagði hvað mér þætti vænt um hann og að hann væri uppá- haldsbróðir minn. Svo hitti ég Hrafn á sama balli og sagði það sama við hann. Þeir komust einu sinni að þessu og síðan þá segi ég að þeir séu báðir uppáhalds- bræðumir rnínir." □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.