Vikan


Vikan - 17.12.1998, Qupperneq 34

Vikan - 17.12.1998, Qupperneq 34
. Jr JF w * ' ' 'fir; Að þessu sinni er hátíðarrétt- ur uppskrift Vikunnar. Dóróthea Einarsdóttir sendir okkur uppskrift sína að ístertu og við sendum henni konfekt- kassa frá Nóa Síríus að laun- um. Þetta er spennandi upp- skrift og um að gera að prófa hana fyrir jólin. ísterta 5 eggjahvítur 2 dl strásykur og flórsykur (blandað til helminga) 1/2 tsk. cream of tartar súkkulaði eftir smekk (brytj- að smátt saman við) Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með sykrinum og cream of tartar blandað saman við. Súkkulaði bætt í eftir smekk. Bökunarpappír er breiddur á ofnplötu og á hann eru teiknaðir 2 hringir. Deiginu eru sprautað á eða skipt í tvö tertuform. Bakast við 100-125 gráðu hita í 35 mínútur. (Setj- ið deigið inn í heitan ofninn) 5 eggjarauður legg 70 g strásykur 100 g súkkulaði, brætt 1 dl Bailey's Irish cream 1 dós blandaðir ávextir (stappaðir og síaðir) 1/2 lítri rjómi Eggjarauður, egg og sykur er þeytt saman. Brædda súkkulað- inu, líkjörnum og stöppuðum ávöxtunum bætt saman við. Rjóminn er þeyttur og öllu hrært varlega saman. Blandan er sett ofan á botnana og fryst. Skreytt með súkkulaði og kirsuberjum áður en tertan er borin frarn. Hvernig vœri að gauka gómsœtri uppskrift að okkur á Vikunni og við sendum tveggja hœða konfektkassa frá Nóa Síríus um hœl, sem þakklœtisvott fyrir þœr uppskriftir sem birtast. Best væri efmynd af réttinum fylgdi með og nafnið á þeim sem á að fá glaðninginn. Get égfengið uppskriftina? Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík”.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.