Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 29
manninn
miklum tíma þau eyddu
saman. Þau fóru í göngu-
túra og oft litu þau við á
einhverjum barnum á heim-
leiðinni. Ég var afbrýðisöm
og fannst þau skilja mig út-
undan. En ég lét ekki á
neinu bera fyrr en kvöldið
sem ég kom heim og sá
Gunnu liggja í sófanum
með höfuðið í fanginu á
Jóa. Þeim brá þegar ég
kveikti ljósið. „Það er al-
deilis að þið hafið það nota-
legt,“ sagði ég reiðilega.
„Halló, Jóna mín,“ sagði
Jói. „Ég áttaði mig ekki á
því að klukkan væri orðin
svona margt. Hvernig gekk
í skólanum?“
„Vel,“ svaraði ég.
„Gunna, það er orðið
framorðið. Það er kominn
tími til að þú farir að koma
þér heirn."
„Er þér ekki sama þótt ég
sofi hér á sófanum í nótt?“
spurði hún syfjulega.
„Satt að segja vil ég frek-
ar að þú sofir heima hjá
þér,“ svaraði ég ákveðin.
Ég var satt að segja að
vona að þau spyrðu mig af
hverju ég léti svona, ein-
hvern veginn hefði mér þá
liðið betur. En þau sögðu
ekkert og Gunna tók tösk-
una sína og flýtti sér út.
Ég sagði Jóa að mér lík-
aði ekki hvað hann eyddi
miklum tíma í félagsskap
Gunnu. „Hvað meinarðu?"
spurði hann.
„Ég er búin að fá leið á
því að koma að ykkur
tveimur saman í hvert sinn
sem ég kem heim. Þú eyðir
meiri tíma með henni held-
ur en mér.“
„Það er rétt,“ viður-
kenndi hann. „En hvernig á
annað að vera þegar þú ert
í skólanum þrjú kvöld í
viku. Auk þess var það þín
mtnn
hugmynd að ég færi út með
Gunnu og hjálpaði henni
meðan hún væri að koma
undir sig fótunum á nýjan
leik. Annars nenni ég ekki
að tala um þetta. Ég er
þreyttur og ætla að fara að
sofa.“
„Gott og vel,“ sagði ég
við sjálfa mig. „Ég fékk það
sem ég bað um; Gunnu líð-
ur betur en nú er það ég
sem er miður mín.“
Daginn eftir sagði ég
Gunnu hreinskilnislega
hvernig mér leið. Hún sór
og sárt við lagði að þau Jói
væri ekkert annað en góðir
vinir og að aldrei myndi
hún gera nokkuð það sem
ógnaði vináttu okkar
tveggja. Ég trúði henni en
kannski hefði ég ekki átt að
gera það.
Gunna kemur sjaldnar
heim til okkar, en þau Jói
eru ennþá mjög náin og
reyna ekki að fela það fyrir
mér. Ég þori ekkert að
segja af ótta við að hljóma
eins og afbrýðisöm nöldur-
skjóða. Mér finnst þetta
ömurleg aðstaða en geri
mér grein fyrir því að þetta
er allt saman mér að kenna.
Ég vildi óska þess að ég
hefði einhvern til þess að
tala við en ég er í þeirri að-
stöðu að geta hvorki trúað
eiginmanni mínum né bestu
vinkonu fyrir raunum mín-
um. Ég vildi óska þess að ég
vissi hvað væri best fyrir
mig að gera.“
lesandi segir
Þórunni
Stefánsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinnl
með okkur? Er eitthvað
sem hefur haft mikil áhrif M ,
á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Þér er velkomið ^ '
að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu f:
nafnleyndar.
Heiniilisfangið er: Vikan
- „Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2,
101 Reykjavík,
Netfang: vikan@frodi.is
fe
HVAÐ A JONA AÐ GERA?
Hjördís Jóhannsdóttir hjúkrunarfrœðingur:
Ég hef alltaf haldið því fram að afbrýðisemi
þurfi ekki eingöngu að vera af hinu vonda og
það finnst mér sannast í þessu tilfelli. Ég get
alveg ímyndað mér hvernig Jónu líður en verð
að segja eins og er að mér finnst hún geta
sjálfri sér um kennt og hefur, að mínu mati,
ekki raðað hlutunum í forgangsröð. Ef hún vill
hjálpa vinkonu sinni þýðir ekki að fela sig á
bak við eigið annríki. I stað þess að bókstaf-
lega henda vinkonu sinni í fangið á eiginmanni sínum hefði
hún átt að taka sér frí frá skólanum við og við til þess að fara
út með Gunnu og létta henni lífið.
Mér sýnist samband Gunnu og Jóa vera komið á hættulegt
stig. Það er ekki þar með sagt að Gunna sé endilega ástfangin
af Jóa. Konur sem lenda í erfiðum skilnaði eru í sárum og
gera þá hluti sem þær gerðu ekki undir eðlilegum kringum-
stæðum. En samband hennar við Jóa eins og það er í dag gæti
auðveldlega eyðilagt hjónaband Jóa og Jónu. Jóna verður að
taka strax í taumana.
Mitt ráð til Jónu er að taka sér frí frá skólanum í tvær til
þrjár vikur, verja tímanum með manninum sínum og tala
hreinskilnislega út um hlutina. Skólinn hleypur ekki í burtu
frá henni. Ég held að hjónaband hennar hafi verið á hálum ís
áður en Gunna kom svona sterkt inn í myndina. í dagsins önn
gleymum við oft því sem er mikilvægast; að rækta hjónaband-
ið og vináttuna. Mikilvægast er að þau geti talað saman og
haldi Gunnu í hæfilegri fjarlægð, a.m.k. um stundarsakir. Jóna
á ekki að vera hrædd um að vera kölluð afbrýðsöm nöldur-
skjóða, hún hefur fullan rétt á að tjá tilfinningar sínar.
Þórdís Bára Hannsdóttir félagsráðgjafi:
Ef Jóna kæmi til mín til þess að fá faglega
ráðgjöf myndi ég byrja á því að reyna að átta
mig á sálarástandi hennar. Reyna að komast
að því hvort hún væri í ójafnvægi út af ein-
hverju öðru en sambandi Jóa og Gunnu. Það
gæti hugsanlega verið eitthvað annað sem
angrar hana, einhverjir brestir í hjónabandinu
gætu verið undirliggjandi. Ef ég kæmist að
þeirri niðurstöðu að ekki væri um annað djúp-
stætt vandamál að ræða þá mundi ég ræða við
hana um þá möguleika sem koma til greina til
þess að leysa vandamálið varðandi samband Gunnu og Jóa.
Hún er búin að segja þeim að henni líki ekki þetta samband
en það hafði engin áhrif. Ef hún vill ekki búa við óbreytt
ástand verður hún að vera ákveðin og láta þau vita að hún
sætti sig ekki við þetta. Ef það dugar ekki mundi ég vilja fá
þau til mín í fjölskylduráðgjöf og leitast við að hjálpa þeim til
að leysa málið. Ég mundi höfða til Jóa og reyna að sýna hon-
um fram á að samband hans og Gunnu geti orðið að djúp-
stæðu vandamáli og gæti jafnvel eyðilagt hjónaband þeirra.
Ég mundi reyna að sýna honum fram á hvað Jónu líður illa.
Svona í lokin: Ég mundi biðja Jónu að skoða hug sinn vel
og rækilega. Er hún e.t.v. að fela annað vandamál? Kannski
er hún að gefast upp á náminu og notar „sambandið“ sem
afsökun til þess að hætta í skólanum.
Vikan 29