Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 54
n Hver er saaa 9 Monicu Lewinsky c Monica borðar (il art Imgga sjáU'a sig og svcltir si)> til að {•eðjasl (iðriiin. og áhrifum alls þessa á Monicu og fjölskyldu henn- ar. Morton segir að móðir hennar rnuni t.d. aldrei jafna sig á að hafa þurft að bera vitni gegn dóttur sinni. Linda Tripp fær það óþveg- ið og er henni lýst sem hinni verstu norn. Hún hafi allt frá því Monica byrjaði að vinna í dómsmálaráðuneyt- inu skynjað að þar kæmist hún í feitt og unnið að því leynt og ljóst að fá hana til Þótt búning- urinn klæði Monicu ágæt- lega var hún aldrci fyrir íþróttir. Hún var þybbin krakki og meira þarf ekki til að vera útskúf- aður í Beverly Hills. Monica og móðir hennar eru nijög nánar og það erfiðasta scni Marcia hefur nokkru sinni þurft að gera er að bera vitni gegn dóttur sinni. Hér er hún á leið úr réttar- salnum. k að opna sig. í bókinni er lýst mörgum atriðum sem sýna slæj>ð Tripp og vægðarleysi. Astæðu þess að hann hóf að skrifa bókina segir Morton vera þá að bresku slúðurblöðin hafi birt þá frétt að hann væri þegar far- inn að skrifa slíka bók. Ric- hard Hofstetter, lögfræðing- ur Monicu, hafi í kjölfarið F1 hringt í hann og spurt hvort hann myndihafa áhuga á að hitta Monicu og taka verkið að sér. Þau hittust síðan, Monica og Andrew Morton, og segist hann strax hafa fengið áhuga á þessari stúlku því hún hafi verið svo gerólík því sent hann hafi gert sér í hugarlund fyr- irfram. Hún hafi hins vegar ekkert vitað um hann og ekki lesið bók hans um Díönu prinsessu. Stúlka með gott skopskyn Andrew Morton virðist hafa lært að bera virðingu fyrir þessari stúlku meðan á gerð bókarinnar stóð og segir m.a. frá því að þegar til stóð að hún færi fyrir „The Grand Jury“ hafi hún reynt að undirbúa sig með að hlusta á vitnisburð sinn fyrir þingnefndinni á spólu. Hún hafi viljað vera eins staðföst í fram- burði sínum og hægt var. Daginn eftir hafi hún játað fyrir Morton að hafa hvað eftir ánnað sofnað og sagt honum að ekkert væri betur til þess fallið að svæfa mann en manns eigin vitnis- burður. Þessar og fleiri frásagnir, sem sýna leiftrandi kírnni Monicu, koma lesandanum mest á óvart. Hún segir einnig frá því þegar hún borðaði með móður sinni og stjúpföður á veitingastað í New York og blaðasnáp- arnir biðu þeirra æstir fyrir utan. Þau brutust gegnum þvöguna undir orrahríð ókvæðisorða frá óprúttnum fjölmiðlamönnum sem gerðu allt til að vekja við- brögð. Umrenningur kom þeinr til hjálpar og Mon- ica hefur fært honum matarbita síðan hvenær sem færi hefur gefist. Þegar þau loks voru komin inn í bílinn eftir ntikinn barning stundi Monica: „Það var eins gott að þið fóruð ekki með mig í vindlabúð.“ Morton varð skotspónn stríðni hennar eitt sinn þegar hann hringdi í hana vegna bókarinnar og slúðurblöðin voru ný- búin að flytja af því fregnir að hún væri ófrísk. Langur listi yfir hugsanlega feður fylgdi og Monica sagði við Morton: „Mér þykir það leitt, Andrew, en þú ert ekki á listanum.“ Bókin er vel skrifuð en ber þess greinileg rnerki að höfundur er blaðamaður. Hann byggir nær eingöngu á frásögnum annarra og hefur gjarnan eftir fólki frá- sagnir af atvikum sem hann telur að muni varpa Ijósi á persónu Monicu. Bókin verður að surnu leyti óper- sónulegri fyrir vikið því hinn alntenni lesandi hefði örugglega komist nær aðal- persónunni ef Andrew hefði valið þá leið að sviðsetja sum þessara atvika þannig að lesandinn hefði náð að upplifa atvikið og andrúms- loftið í huganum. Monica er augljóslega nokkuð fljótfær og lætur til- finningarnar frekar stjórna lífi sínu en skynsemina. Hún á þó tæplega skilið að hafa þurft að ganga í gegn- um þær hremmingar sem á hana voru lagðar af banda- ríska dómskerfinu. Hún og fjölskylda hennar voru mán- uðum saman einangruð, fengu ekki að tala saman eða hitta utanaðkomandi. Þau urðu að treysta í einu og öllu á lögfræðinga sína og því er lýst á mjög áhrifa- ríkan hátt í bókinni hvernig Monica var háð ákvörðun- um Bills Ginsbergs í rnáli hennar þótt margar þeirra hafi verið henni þvert um geð og henni ekki fallið við hann. Það að hafa ekki lengur stjórn á lífi sínu, reka með straumnum án þess að fá neitt við ráðið er erfið reynsla og því tekst Andrew Morton að lýsa mjög vel. I bókarlok segir Monica að „Myndarlegur“ (Hand- some),eins og hún kallar Clinton, muni ævinlega eiga ákveðinn stað í hjarta sínu. Hún sé hætt að líta á hann sem mann og forseta eins og áður, enda sjái hún ekki annað en pólitíkusinn núorðið. Andrew Morton klikkir út með að benda á að vitnisburður Monicu hafi ekki verið sú sprengja sem grandaði forsetanum líkt og repúblikanar vonuðust eftir og þrátt fyrir allt skilji málið ekki eftir verri gárur en stormur í vatnsglasi. Allar niyndirnar eru úr nýju bókinni uni Monicu en hún fæst í niörgum íslenskum bókaverslumini. 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.