Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 21
r AFSTRESSUN MEÐ ^ RETTU MATARÆÐI Það er reyndar til heilmikið af „ró- Þér er illa við að festast í vanaverkum og þú verður óþolinmóður ef ekki gerist eitthvað nýtt í lífi þínu vikulega. Þú ert áhugasam- ur um ný verkefni í byrjun en þreytist fljótt á þeim og ert með mörg ólokin verk- efni í kjölfarinu. ÞRJÚ TIL FIMM B: Streita er í meðallagi hjá þér. Þú leggur hart að þér í starfi vegna þess að þú vilt ekki missa vinnuna en ekki vegna þess að þú sért streitufíkill. Þú vilt sofa út um helgar og þér leið- ist sjaldan, en leið- indin reka oft streitufíklana áfram. Það getur þó verið að þú forðist nauðsynlega áhættu og streitu við vissar kringum- stæður vegna þess að þú trúir ekki á að þú ráðir við streituna. TVÖ B EÐA FÆRRI: Þú ert svo lítið stressuð/ stressaður að það kem ur á óvart að þú skulir hafa haft fyrir því að taka þetta próf! Þú ert á þeirri skoð- un að streita sé til- gangslaus og hana beri að forðast en þessi skoðun gæti líka haldið aftur af þér í starfi. Þú hefur tilhneig- ingu til að fara var- lega í alla ákvarðana- töku sem þýðir að þú hefur sloppið við alls kyns hörmungar sem dunið hafa yfir þá vini þína sem leita uppi streitu en þessi varkárni gerir að verkum að þú hefur ekki náð eins langt og þú gætir. --- ----, ‘ —---------* ~ vínber. Leitaðu uppi mat sem inniheldur snefilefnið selen - sem getur haft góð áhrif á skapið. Selen er m.a. að finna í túnfiski, lauk, tómötum og spergli og þeg- ar mikið streituálag er, er ágætt að bæta við sig hunangi og engifer, en hvorutveggja er talið hafa róandi áhrif á heilann. Grænt, laufgað grænmeti, hvítlaukur, steinselja og fennikka hafa svipuð áhrif. SNÆDDU í ÞIG ORKU Ef þú þarfnast hámarksorku fyrir eitthvert sér- stakt verkefni er mælt með því að þú veliir fæðu tegundir sem auka snerpu, svo sem máltíð sem inniheldur mikið af eggjahvítuefnum og lítið af kolvetnum og fitu. Eggjahvíturíkur matur ( á borð við fisk, ost, jógurt og kjöt) dregur úr róandi áhrifum kol- vetnanna. Til þess að hugurinn starfi sem best er ráðlegt að halda sig við ávexti og hnetur sem innihalda snefilefnið bór sem styrkir heilastarfsemi. FARÐU I GONGUFERÐ Allt mælir með stuttum og rösklegum gönguferð- um á streitutímabilum til þess að koma reglu á öndunina og draga úr vöðvaspennu. Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum benda líka til þess að tíu mínútna gönguferð geti aukið orku og gert okkur bjartsýnni í allt að tvær klukku- stundir. LEGGSTU ÚT í SÓLINA Rannsóknir sýna að rafljós getur aukið streituhormóna með því að minnka næmi heilaköngulsins, en hann mynd- ar hormónið er stýrir dægursveiflum og þar með „innri klukkunni“. Án dagsbirtu finnur líkaminn enn meira fyrir streitu. Til þess að halda heilsunni sem bestri mæla læknar með því að við fáum a.m.k. hálftíma dagsbirtu á dag (og muna svo að bera á sig sól- arkrem til að verja sig fyrir útfjólublá um geislum ef sólin er sterk...) OG STUNDAÐU LÍKAMS- RÆKT Tíu til tutttugu mínútna léttar æfingar þrisvar í viku eru eitt besta afstressunarlyf sem fyrirfinnst, fyrir nú utan að þær brenna líka fitu og bæta hjarta- og æðakerfið. Léttar og reglulegar æfingar hvetja líkamann til þess að veita spennulosandi endorfíni inn í heil- ann og veita adrenalíni í blóðrásina svo ork- an eykst og blóðstreymi batnar. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.