Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 6
stúlkuna! Fegurðardrottning Norð- urlands verður krýnd í Sjallanum á Akureyri 9. apríl nk. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru ellefu talsins, á aldrinum 17 til 21 árs, þær koma víða að af Norðurlandi og eru allar búsettar á Akureyri þar sem þær sækja skóla. Lesendum Vikunnar gefst nú kostur á að láta álit sitt í Ijós og velja Vikustúlkuna úr hinum föngulega hópi. Til að taka þátt í valinu þarf einungis að hringja í síma 905-2500 og greiða fallegustu stúlkunni atkvæði. Mín- útan kostar kr. 66.50,-. Á úrslitakvöldinu í Sjall- anum verður tilkynnt hver var fallegust að mati lesenda blaðsins. Vikustúlkan prýðir svo forsíðu blaðsins á næst- Myndirnar tala sínu máli. Veljið fallegustu stúlkuna. Þeim er raðað eftir staf- rófsröð til að auðvelda val- ið í símanum. Þeir sem hringja inn komast í pott og 3 heppnir verða dregnir út og fá 6 mánaða áskrift að Vikunni í verðlaun: 6 Anna Berglind Pálmadóttir (171 sm) er Akureyringur. Hún verðurtvítug í júní og er á lokasprettinum í Verkmenntaskól- anum. Anna Berglind stundar þolfimi og aðra líkamsrækt af kappi og það að prófa eitthvað nýtt og spennandi dró hana í fegurðarsam- keppni Norðurlands. „Ég viðurkenni þó að ég sagði ekki strax já þegar ég var beðin um að vera með,“ segir hún. „Ég þurfti að hugsa mig um, bæði hvort ég hefði áhuga á að taka þátt og eins hugsaði ég um gagnrýnina sem maður fær á sig. En maður lætur hana ekkert á sig fá, enda lærir maður heilmikið á þessu. Það er staðreynd.“ Anna Berglind er hógvær og tekur því létt þegar hún er spurð að því hvað hún hafi til að bera til að sigra. „Á ég virkilega að svara þessu?...“ Bjarney Þóra Hafþórsdóttir (173 sm) er 19 ára Vopnfirðingur og hún er á 3. ári í Menntaskólanum á Akureyri. Áhugamál Bjarneyjar tengj- ast skólanum en hún segist einnig vera mikið fyrir börn og stefna á það að vinna með börnum í framtíðinni. Þegar Bjarney er spurð að því hvað hafi dregið hana í keppnina segir hún: „Ætli það sé ekki ágætt að reyna að vinna aðeins á feimninni. Það háir mér hvað ég er feimin. Annars lærum við einnig heilmikið á þessu, aðallega þó að bera okkur vel. Æfingarnar miða náttúrlega að því.“ Bjarney viðurkennir að auðvitað hafi hún hugsað út í það hvort hún ætti möguleika á að sigra þegar hún ákvað að vera með en hún segist ekkert hugsa út í það þessa dagana, bara gera sitt besta. En því skyldi Bjarney eiga að vinna keppnina? „Ætli það séu ekki Pamelu brjóstin sem gera gæfumuninn," segir hún án þess að meina neitt með því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.