Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 13

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 13
anna Kristín segist hafa verið í sjálf- stæðum atvinnu- rekstri síðan hún var barn. „Eg var mjög sjálfstætt barn og byrjaði ung að vinna. Ég átti heima í Hafnarfirði en mamma vann í Kirkjustræti í Reykjavík þannig að við fórum öll í Landakotsskóla. Afi minn átti skóbúð og þegar ég var ekki í skólan- um vildi ég bara komast niður í búð og selja skó. Mamma sagði að það væri ekki hægt og sagði að ég gæti farið að selja Dagblað- ið. 6 ára gömul stóð ég því á Lækjartorgi og seldi Dag- blaðið. Pegar ég var 10 ára fór ég að vinna í skóbúðinni um sumarið. Það leið ekki á löngu þar til ég var farin að slaga upp í að vera sölu- hæst, held ég, ég var svo viljug. Auðvitað voru kon- urnar hissa þegar þetta barn kom hlaupandi á móti þeim til að selja þeim skó,“ segir Hanna Kristín og hlær. Hún segir að snyrtifræðin hafi alltaf verið ástríða hjá sér. „Frá því að ég var lítil þá vissi ég að þetta væri það sem mig langaði til að gera. Þegar ég var tólf til fimmtán ára görnul þá var ég með allt hverfið í klippingu og strípum, litun, plokkun og förðun. Það leið ekki sú helgi að einhver kæmi ekki til mín eða ég væri úti í bæ að vinna mér inn peninga og æfa mig. Ég sá í þessu nokkra gróðavon, svo ég sagði bara öllum að ég væri á samningi og ég gæti nú hreint alveg eins klippt eins og konurnar á hárgreiðslu- stofunum. Það gekk bara svona frábærlega vel og áður en ég vissi af þá var ég komin með flesta ungling- ana í skólanum og jafnvel foreldrana líka,“ segir Hanna Kristín. Hanna Kristín byrjaði í snyrtistofurekstri árið 1990, þá 22 ára. Hún segist hafa byrjað smátt, vann hjá meistara á snyrtistofu á dag- inn og leigði aðstöðu í World Class á kvöldin. „Launin á snyrtistofunni dugðu bara ekki til, ég var að kaupa mér íbúð, borga af lánum og svona. Mig vant- aði aukavinnu og draumur- inn var alltaf að vinna sjálf- stætt. Ég talaði við Bjössa, eiganda World Class, og leigði eitt herbergi af hon- um. Eftir að hafa verið full- bókuð næstum öll kvöld og helgar í eitt ár þá sá ég að möguleikarnir á að hefja minn eigin rekstur væru til staðar. Ég taldi að 4-5 við- skiptavinir á dag myndu halda mér sæmilega á floti svo ég fór á fund Bjössa og lagði fram hugmyndir mínar um snyrtistofu og smám saman fór draumurinn að verða að veruleika. Það var mikil stöðnun á snyrtimark- aðnum á þessum tíma, það voru litlar sem engar nýj- ungar, tækjakostur var mjög takmarkaður og snyrtifræð- in í heild sinni var alls ekk- ert markaðssett. Mér fannst verkefnin ekki nægilega spennandi, vinnan var ekk- ert lík þeirri hugmynd sem ég hafði gert mér af snyrti- fræðinni. A þessum tíma var ég aðallega í fótaað- gerðum og nuddi og sá ekki fram á að ég fengi mikið út úr mínu starfi, hvorki sem einstaklingur né sem fag- maður og var ósátt við það. Ég hugsaði því með mér að ég hefði um tvennt að velja, annaðhvort að breyta al- gjörlega um starfsgrein, læra bara eitthvað annað, eða fara út í sjálfstætt og búa til mína eigin mögu- leika. Mig langaði að opna stóra snyrtistofu þar sem viðskiptavinurinn gæti kom- ið inn og fengið allt sem hugur hans girntist í sam- bandi við snyrtingu og fegr- un, snyrtistofu þar sem tækjakostur væri góður og boðið væri upp á allar þær nýjungar á markaðnum sem mér fannst svo spennandi. Á STOFUNNI! Það er nóg að gera hjá Hönnu Kristínu á snyrtistofunni á Laugaveginum. Hér er hún að dekra við Elísabetu Þórisdótt- ur, forstöðumann Gerðubergs, sem er einn af mörgum fastakúnnum á snyrtistofunni. Hanna Kristín hefur innréttað húsnæðið á Laugaveginum mjög glæsilega. tá Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.