Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 30

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 30
Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Sigurður Ingólfsson HundaulL - undiirmjuk Handverkskonan Rita í Grenigerði spinnur úr ull og vinnur ásamt eiginmanni sínum, Páli, stórkostlega hluti úr íslensku hráefni. Sýnishorn af verkum Ritu og Páls í Grenigerði. Efst til vinstri sjáuin við inniskó og skóleppa úr lambsflóka. Halasnælda, prjónastokkur og steytill úr birki liggja sainan. Nokkur nálhús úr horni halla sér hvert upp að öðru og tóbakshorn úr jurtalituðu hrein- dýrshorni heldur jieim félagsskap. Sokkarnir eru úr handunninni kan- ínuull eða angóru og við sjáum líka al- íslenska bréfahnífa úr hrútshorni. inn, alveg sama á hverju gengur. Þetta kunnum við vel að meta,“ segir Rita. Það er mikill gestagangur á heimili þeirra hjóna og Danir koma þangað í hóp- um á ári hverju til að gista. Sumir koma á hverju ein- asta ári og stoppa lengi. Þau hjónin hafa ekki miklar áhyggjur af því. „Við höfum ekkert fyrir gestunum, þeir eru velkomnir hingað ef þeir bjarga sér bara sjálfir. Þetta er svo gaman. Það er einhvern veginn þannig, að þeir sem koma hingað einu sinni koma aftur.“ Handverk á veturna. Rita og Páll selja trjá- plöntur á sumrin en þau hafa útbúið sælureit í ná- grenni við Borgarnes þar sem gestir fá að spóka sig við tvær heimagerðar tjarnir með fiski og fuglum. Þau starfa svo saman að hand- verkinu á veturna þegar minna er að gera við bú- störfin. „Ég byrjaði á þessu af nauðsyn," segir Rita. „Ég hef alltaf haft gaman af handverki og gerði mikið af því að tálga í tré, en þetta handverk sem við vinnum að núna, kom ekki til sög- unnar fyrr en fyrir fimm „Ég hef spunnið hundaull áður og mér líst Ijómandi vel á þessa ull. Ég spann band úr ullinni af hundun- um okkar í föt á barnabörn- in mín. Ég prófaði þetta bara af gamni, en þessi ull er svo mjúk og hlý að hún er alveg kjörin fyrir lítil börn. Hún er ekkert ólík kanínuull eða angóru að mýkt og hlýleika og miklu sterkari en maður gæti hald- ið. Það þarf bara að þvo hana varlega í höndunum svo hún togni ekki. Ég ætla ekki að kemba þessa ull heldur spinna hana beint, þá verður hún ennþá fallegri," segir Rita þegar blaðamaður kem- ur með troðna poka af hundahári af íslenskum fjár- Handspunnin ull er svolítið misþykk og snúðurinn á henni mun líflegri en á ull sem spunnin er í vélum svo prjónaplöggin verða allt önnur útlits. Tveir Danir kynn- ast á Fimmvörðu- hálsi Rita og Páll eru bæði dönsk að uppruna en flutt- ust hingað til lands til að vinna í landbúnaði. Þau kynntust í gönguferð á Fimmvörðuhálsi árið 1963, urðu kærustupar og hafa búið á íslandi síðan. Og ekki nóg með það, þau eru bæði handverksfólk og vinna frábæra hluti úr kinda- og hreindýrahornum, ull og íslensku birki auk þess sem Rita litar alla ull- ina sjálf með jurtum. „ Ég kom hingað sem fjósamaður, en Páll var að vinna við kartöflurækt. Okkur líkaði svo vel að við ákváðum að setjast hér að. Við vorum bæði alin upp í sveit og það var rniklu betra að vinna sem verkafólk í landbúnaði hér en í Dan- mörku á þessum tíma. Hér á Islandi var ekki nærri því eins mikil vinnuharka og allt annað hugarfar, - á Is- landi gildir það viðhorf að „ allt reddast“ einhvern veg- 30 Vikan hundi til að spinna úr. Það eru ekki margir sem hand- spinna ull nú orðið, og allra síst úr hundahári! Rita sýnir okkur hand- spunna hundsull sem er svo sannarlega þægileg viðkomu og ekki eru vettlingarnir sem prjónaðir eru úr þessari sérstöku ull síðri, lunga- mjúkir og með ólíkindum hlýir. Rita er þekkt fyrir hand- spunnu ullina sína sem er svo falleg að jafnvel sokkar úr henni verða að listaverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.