Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 22
HVERNIG HELDURÐU STREITUNNI NIÐRI? HALTU STREITUDAGBÓK ANDAÐU RÉTT GRÍPTU DAGINN Hvernig bregstu við streitu? Miss- irðu stjórn á skapi þínu, ræðstu á ís- skápinn eða dregurðu þig inn í skel þína? Haltu streitudagbók í tvær vikur og skrifaðu hjá þér hvar og hvenær streitan hellist yfir þig. Er það eitt- hvað sérstakt sem hleypir henni af stað? Hvernig líður þér? Ertu reiður eða bugaður? Og hvernig bregstu við? Með því að kynnast streitupersónu- leika þínum og læra að þekkja hvað það er sem spennir þig upp, geturðu kæft streitukast í fæðingunni. Róleg öndun er oft eitt það fyrsta sem fer forgörðum þegar streitan tek ur völdin. Öndun verður gjarnan stirð eða grunn þegar fólk er spennt og séum við í kvíðakasti gætum við farið að ofanda. Svona ferðu að: Dragðu djúpt að þér andann. Haltu niðri í þér andanum í 20 sekúndur. Settu næst stút á munn- inn eins og þú ætlir að flauta (ekki blása út kinnarnar), og and- aðu örlitlu lofti út af miklum krafti. Bíddu and- artak, andaðu svo út aftur og haltu áfram þar til þú hefur andað öllu loftinu frá þér. Rannsóknir leiða í ljós að fólk sem skýtur skyldustörfum og vandamál- um á frest þjáist af meiri streitu en þeir sem halda settan tíma- frest. Þeir fyrrnefndu eru einnig líklegri til að þjást af sektar- kennd, reiði og lágri sjálfs- virðingu og af höfuðverkj- um, magaverkjum og kvef- pestum. Reyndu að taka á \ J skilaboðum og reikning- um um leið og þeir koma. Ef þú ert að drukkna í heim- ilisstörfum, skaltu leita hjálpar hjá fjölskyldumeðlim- um eða fagfólki. HVAÐA STARFSSTÉTTIR ERU I MESTRI STREITUHÆTTU? 1. Fangaverðir 17. Þeir sem starfa 2. Lögregla við hótelstörf 3. Félagsráðgjafar 18. Þeir sem aka 4. Kennarar almenningsfarar- 5. Sjúkrabílstjórar tækjum 6. Hjúkrunarkonur 7. Læknar 8. Slökkvilið 9. Tannlæknar 10. Byggingar- vinnumenn 11. Forstjórar 12. Leikarar 13. Blaðamenn 14. Tungumálasér- fræðingar 15. Kvikmynda- framleiðendur 16. Fagfólk í íþróttum 22 Vikan MÆLDU DAGLEGA STREITU í VINNUNNI Dragðu hring um þá tölu sem best segir til um þær aðstæður sem geta verið streituvaldar í starfi. lítil strcita streita mikil streita Erfiður viðskiptavinur 0 1 2 3 4 5 Eftirvinna 0 1 2 3 4 5 Stöðugar truflanir fólks 0 1 2 3 4 5 Erfiður yfirmaður 0 1 2 3 4 5 Tímapressa 0 1 2 3 4 5 Skrifræði innan starfs 0 1 2 3 4 5 Tölvan bilar 0 1 2 3 4 5 Rifrildi við samstarfsfólk 0 1 2 3 4 5 Of mikið að gera í einu 0 1 2 3 4 5 Símatruflanir 0 1 2 3 4 5 Ferðir í og úr vinnu 0 1 2 3 4 5 Ferðir tengdar starfinu 0 1 2 3 4 5 Eigin mistök 0 1 2 3 4 5 Starf truflar fj ölsky ldulif 0 1 2 3 4 5 Ræð ekki við verkefnamagn 0 1 2 3 4 5 Get ekki sagt nei 0 1 2 3 4 5 Ekki næg hvetjandi verkefni 0 1 2 3 4 5 Of margir fundir Þurfa að segja erfiða hluti 0 1 2 3 4 5 við samstarfsfólk Samhæfa verkefni við 0 1 2 3 4 5 yfirmann eða samstarfsfólk 0 1 2 3 4 5 Teldu saman og sjáðu við hvaða streitumörk þú býrð á vinnustað: 80-100 Það er mikil streita á mörgum sviðum í starfinu. Leitaðu þér hjálpar. 50-79 Það er töluverð streita hjá þér. Hún liggur í sumum en ekki öllum þáttum starfsins. 20-49 Það eru einstaka streituvaldar í starfinu. 0-19 Þér líkar vel í vinnunni og þú býrð við litla eða enga streitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.