Vikan


Vikan - 29.03.1999, Side 22

Vikan - 29.03.1999, Side 22
HVERNIG HELDURÐU STREITUNNI NIÐRI? HALTU STREITUDAGBÓK ANDAÐU RÉTT GRÍPTU DAGINN Hvernig bregstu við streitu? Miss- irðu stjórn á skapi þínu, ræðstu á ís- skápinn eða dregurðu þig inn í skel þína? Haltu streitudagbók í tvær vikur og skrifaðu hjá þér hvar og hvenær streitan hellist yfir þig. Er það eitt- hvað sérstakt sem hleypir henni af stað? Hvernig líður þér? Ertu reiður eða bugaður? Og hvernig bregstu við? Með því að kynnast streitupersónu- leika þínum og læra að þekkja hvað það er sem spennir þig upp, geturðu kæft streitukast í fæðingunni. Róleg öndun er oft eitt það fyrsta sem fer forgörðum þegar streitan tek ur völdin. Öndun verður gjarnan stirð eða grunn þegar fólk er spennt og séum við í kvíðakasti gætum við farið að ofanda. Svona ferðu að: Dragðu djúpt að þér andann. Haltu niðri í þér andanum í 20 sekúndur. Settu næst stút á munn- inn eins og þú ætlir að flauta (ekki blása út kinnarnar), og and- aðu örlitlu lofti út af miklum krafti. Bíddu and- artak, andaðu svo út aftur og haltu áfram þar til þú hefur andað öllu loftinu frá þér. Rannsóknir leiða í ljós að fólk sem skýtur skyldustörfum og vandamál- um á frest þjáist af meiri streitu en þeir sem halda settan tíma- frest. Þeir fyrrnefndu eru einnig líklegri til að þjást af sektar- kennd, reiði og lágri sjálfs- virðingu og af höfuðverkj- um, magaverkjum og kvef- pestum. Reyndu að taka á \ J skilaboðum og reikning- um um leið og þeir koma. Ef þú ert að drukkna í heim- ilisstörfum, skaltu leita hjálpar hjá fjölskyldumeðlim- um eða fagfólki. HVAÐA STARFSSTÉTTIR ERU I MESTRI STREITUHÆTTU? 1. Fangaverðir 17. Þeir sem starfa 2. Lögregla við hótelstörf 3. Félagsráðgjafar 18. Þeir sem aka 4. Kennarar almenningsfarar- 5. Sjúkrabílstjórar tækjum 6. Hjúkrunarkonur 7. Læknar 8. Slökkvilið 9. Tannlæknar 10. Byggingar- vinnumenn 11. Forstjórar 12. Leikarar 13. Blaðamenn 14. Tungumálasér- fræðingar 15. Kvikmynda- framleiðendur 16. Fagfólk í íþróttum 22 Vikan MÆLDU DAGLEGA STREITU í VINNUNNI Dragðu hring um þá tölu sem best segir til um þær aðstæður sem geta verið streituvaldar í starfi. lítil strcita streita mikil streita Erfiður viðskiptavinur 0 1 2 3 4 5 Eftirvinna 0 1 2 3 4 5 Stöðugar truflanir fólks 0 1 2 3 4 5 Erfiður yfirmaður 0 1 2 3 4 5 Tímapressa 0 1 2 3 4 5 Skrifræði innan starfs 0 1 2 3 4 5 Tölvan bilar 0 1 2 3 4 5 Rifrildi við samstarfsfólk 0 1 2 3 4 5 Of mikið að gera í einu 0 1 2 3 4 5 Símatruflanir 0 1 2 3 4 5 Ferðir í og úr vinnu 0 1 2 3 4 5 Ferðir tengdar starfinu 0 1 2 3 4 5 Eigin mistök 0 1 2 3 4 5 Starf truflar fj ölsky ldulif 0 1 2 3 4 5 Ræð ekki við verkefnamagn 0 1 2 3 4 5 Get ekki sagt nei 0 1 2 3 4 5 Ekki næg hvetjandi verkefni 0 1 2 3 4 5 Of margir fundir Þurfa að segja erfiða hluti 0 1 2 3 4 5 við samstarfsfólk Samhæfa verkefni við 0 1 2 3 4 5 yfirmann eða samstarfsfólk 0 1 2 3 4 5 Teldu saman og sjáðu við hvaða streitumörk þú býrð á vinnustað: 80-100 Það er mikil streita á mörgum sviðum í starfinu. Leitaðu þér hjálpar. 50-79 Það er töluverð streita hjá þér. Hún liggur í sumum en ekki öllum þáttum starfsins. 20-49 Það eru einstaka streituvaldar í starfinu. 0-19 Þér líkar vel í vinnunni og þú býrð við litla eða enga streitu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.