Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 34

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 34
NÓI SÍRÍUS Uppskrift Vikunnar er tvöföld að þessu sinni. Annars vegar er um að ræða sveskjutertu sem hent- ar vel með kaffinu eða sem eftirréttur og hins vegar heslihnetubombur sem eru fljótgerðar og ljúffengar smákökur. Það var Birna Jóhanncs- dóttir, Bergþórugötu 33, Reykjavík sem sendi okkur uppskriftirnar og hún fær að launum veglegan konfekt- kassa frá Nóa Síríus. Sveskjuterta, meðlæti á kaffiborð eða eftirréttur. Undirlag: 350 g steinlausar sveskjur (skornar í 3-4 bita hver) 250 g epli (skorin í bita) 1 dl púðursykur 1/2 msk. kanill 1/4 msk. brúnkökukrydd 1/2 tsk. negull 6-8 plötur After eight sútkkulaði (skornar í 4 bita hver) Öllu hráefninu í undirlag- inu, nema súkkulaðiplötun- um, er hrært lauslega saman. Þetta er sett í eldfast mót og niður- skornum After eight plötunum dreift yfir. Sett inn í 200°c heitan ofn og bakað í 12-15 mínútur. A meðan þetta bakast er yfirlagið búið til. Yfirlag: 3 egg 1 1/2 dl púðursykur 11/2 dl hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1 dl kornflögur 1 dl kókósmjöl 1 dl hesli- hnetuflögur (8-io Aft- er eight plötur skornar í tvennt horn í horn). Egg og púðursykur er hrært þar til það er orðið létt og ljóst. Síðan er öllu hinu bætt varlega úti. Þá er undirlagið tekið úr ofninum og yfirlaginu hellt yfir og þetta bakað áfram þar til yf irlagið er gegnbakað (u.þ.b. 25-30 mínútur). Raðið súkkulaðiplötunum ofan á um leið og þið takið sveskjutertuna út úr ofnin- um. Ef vill má setja After eight plöturnar ofan á þegar ca. 10 mínútur eru eftir af bökunartímanum. Kakan getur fallið ef þetta er gert, en hún verður ekkert bragðverri fyrir það. Kakan er borin fram með þreyttum rjóma. Hún er góð bæði heit og köld. í stað þess að nota sveskur og epli má t.d. nota epli eingöngu 2) epli, banana og appel- sínur 3) jarðarber og/eða bláber 4) perur. í stað Af- ter eight er hægt að nota appel- sínusúkkulaði eða þá bara venju- legt suðusúkkulaði. Heslihnetubombur 1 bolli heslihnetuflögur 3/4 bolli haframjöl 1 3/4 bolli hveiti 175 g smátt brytjað súkkulaði 2 egg 125 g smjörlíki 3/4 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 1/2 dl vatn efþarf Deigið er hnoðað saman og mótaðar úr því litlar kúl- ur, sem settar eru á smjör- pappír á bökunarplötu. Þrýst lítillega ofan á þær. Kökurnar eru síðan bakað- ar í u.þ.b. 15 mínútur við 200°c. Til hátíðabrigða má dýfa köldum kökunum í brætt súkkulaði og strá rifnum heslihnetum yfir. Uppskrift- in dugir í u.þ.b. 40 kökur. 34 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.