Vikan


Vikan - 29.03.1999, Síða 34

Vikan - 29.03.1999, Síða 34
NÓI SÍRÍUS Uppskrift Vikunnar er tvöföld að þessu sinni. Annars vegar er um að ræða sveskjutertu sem hent- ar vel með kaffinu eða sem eftirréttur og hins vegar heslihnetubombur sem eru fljótgerðar og ljúffengar smákökur. Það var Birna Jóhanncs- dóttir, Bergþórugötu 33, Reykjavík sem sendi okkur uppskriftirnar og hún fær að launum veglegan konfekt- kassa frá Nóa Síríus. Sveskjuterta, meðlæti á kaffiborð eða eftirréttur. Undirlag: 350 g steinlausar sveskjur (skornar í 3-4 bita hver) 250 g epli (skorin í bita) 1 dl púðursykur 1/2 msk. kanill 1/4 msk. brúnkökukrydd 1/2 tsk. negull 6-8 plötur After eight sútkkulaði (skornar í 4 bita hver) Öllu hráefninu í undirlag- inu, nema súkkulaðiplötun- um, er hrært lauslega saman. Þetta er sett í eldfast mót og niður- skornum After eight plötunum dreift yfir. Sett inn í 200°c heitan ofn og bakað í 12-15 mínútur. A meðan þetta bakast er yfirlagið búið til. Yfirlag: 3 egg 1 1/2 dl púðursykur 11/2 dl hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1 dl kornflögur 1 dl kókósmjöl 1 dl hesli- hnetuflögur (8-io Aft- er eight plötur skornar í tvennt horn í horn). Egg og púðursykur er hrært þar til það er orðið létt og ljóst. Síðan er öllu hinu bætt varlega úti. Þá er undirlagið tekið úr ofninum og yfirlaginu hellt yfir og þetta bakað áfram þar til yf irlagið er gegnbakað (u.þ.b. 25-30 mínútur). Raðið súkkulaðiplötunum ofan á um leið og þið takið sveskjutertuna út úr ofnin- um. Ef vill má setja After eight plöturnar ofan á þegar ca. 10 mínútur eru eftir af bökunartímanum. Kakan getur fallið ef þetta er gert, en hún verður ekkert bragðverri fyrir það. Kakan er borin fram með þreyttum rjóma. Hún er góð bæði heit og köld. í stað þess að nota sveskur og epli má t.d. nota epli eingöngu 2) epli, banana og appel- sínur 3) jarðarber og/eða bláber 4) perur. í stað Af- ter eight er hægt að nota appel- sínusúkkulaði eða þá bara venju- legt suðusúkkulaði. Heslihnetubombur 1 bolli heslihnetuflögur 3/4 bolli haframjöl 1 3/4 bolli hveiti 175 g smátt brytjað súkkulaði 2 egg 125 g smjörlíki 3/4 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 1/2 dl vatn efþarf Deigið er hnoðað saman og mótaðar úr því litlar kúl- ur, sem settar eru á smjör- pappír á bökunarplötu. Þrýst lítillega ofan á þær. Kökurnar eru síðan bakað- ar í u.þ.b. 15 mínútur við 200°c. Til hátíðabrigða má dýfa köldum kökunum í brætt súkkulaði og strá rifnum heslihnetum yfir. Uppskrift- in dugir í u.þ.b. 40 kökur. 34 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.