Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 50
Lífsreynslusaga
Ég var ranglega kenndur faðir barns í fimm ár
„Barnið mitt“ og ég
Ég var nítján ára og C hljómsveit þegar ég
kynntist mömmu hans. Hún bjó úti á landi,
á stað þar sem oft eru haldin sveitaböll og
víð komum þangað kannski tvisvar eða
þrisvar sinnum á sumri.
íg varð skotinn f þessari fallegu og
skemmtilegu stelpu með svart hárið niður í
mitti og geislandí brún augu. Ég var með
henni tvisvar sinnum í júlí árið sem „son-
ur minn“ varð til.
ln ég verð að viðurkenna að mér brá rosa-
iega þegar hún hringdi í mig og sagði mér
að hún vairí ófrísk og ég væri pabbinn. Ég
trúði því ekki.
Samband okkar leystist
einhvern veginn upp
strax í ágúst og um
haustið hóf ég framhalds-
nám sem ég hafði frestað
alltof lengi. Fjögurra ára
skólaganga var hafin og ein-
hvern veginn var það
þannig, þrátt fyrir erfiða
vinnu og spilamennsku í
nokkur ár, að ég var staur-
blankur og lífið brosti ekki
beinlínis við mér. Ég trúði
ekki mínum eigin eyrum
þegar hún hringdi í október
og sagði mér að hún væri
komin þrjá mánuði á leið og
að ég væri pabbinn. Mér
fannst þetta mjög skrýtið
því ég hafði notað verjur og
þótt ég hefði að vísu heyrt
sögur af því að þær hefðu
„klikkað“ þá fannst mér
þetta alveg ótrúlegt.
Tilfinningarnar flæddu
yfir mig, ég varð hræddur,
reiður og tortrygginn.
Einmitt þegar ég ætlaði að
taka mig á í lífinu, lendi ég í
þessari stöðu og ég vissi
ekki hvernig ég ætti að
bregðast við henni. Mig
langaði svo sannarlega ekki
til að hætta í skólanum og
fara að vinna fyrir mér aftur
í þessurn hljómsveitarbransa
sem var alveg að drepa mig
þótt það væri gaman stund-
um.
Ég sagði henni að mér
finndist þetta skrítið og
spurði hana hvort hún væri
viss. Hún hafði farið til
læknis og það væri engin
spurning að hún ætti von á
barni í apríl.
Við ákváðum að hittast
og þar spurði ég hana hvort
hún væri viss um að ég ætti
barnið. Hún varð fokill og
öskraði á mig að ég væri
aumingi og hvort ég ætlaði
virkilega að þræta fyrir
þetta! Ég vissi upp á mig
sökina og skammaðist mín.
Enginn orðaði fóstureyð-
ingu, ég vissi að hún vildi
það ekki og ég er sjálfur á
móti fóstureyðingum.
Við hjónaleysin skildum
með litlum kærleik, hún
grét og ég var niðurbrotinn
af samviskubiti og sjálfs-
meðaumkun. Ég gat líka
aldrei varist þeirri hugsun
að þetta gæti ekki staðist.
En tíminn leið og við
sættumst að vissu marki.
Mér tókst með hjálp for-
eldra minna að halda áfram
í skólanum og þau tóku
fréttunum ekki eins illa og
ég. Ég undirbjó mig undir
að verða pabbi því ég var
alltaf staðráðinn í því að
reyna að standa mig í hlut-
verkinu þrátt fyrir allt. Hin
tilvonandi móðir varð
greinilega fegin að ég tók
sönsum og við komum okk-
ur saman um að ég fengi að
kynnast barninu og hafa
það eins mikið og ég vildi
en það var ekkert sjálfsagt í
þá daga.
Og svo fæddist „sonur
minn“ á tilsettum tíma og
ég fór norður í land að
heimsækja þau. Það var
ekki laust við að ég væri
svolítið montinn þegar ég
var búinn að skoða hann,
feitan og pattaralegan. Mér
fannst öll lítil börn eins á
þessum tíma og var ekkert
að pæla í því hverjum hann
væri líkur, mér fannst hann
bara alveg frábær! Ég
keypti dökkbláan barna-
vagn handa honum og fór
heim sem stoltur faðir.
Ég sá hann ekki oft fyrstu
tvö árin. Mamma hans kom
nokkrum sinnum með hann
suður og þá kom hún með
hann í heimsókn til mín. Ég
sendi honum oft eitthvert
dót og fékk nokkrum sinn-
um sendar myndir af hon-
um. Hann var staðreynd í
lífi rnínu og fjölskyldunnar.
Og svo borgaði ég auðvitað
meðlagið.
En þegar hann var orðinn
þriggja ára fór ég að sjá
hann oftar því mamma hans
flutti með hann á Reykja-
víkursvæðið. Hún vann úti
og ég fór að taka hann heim
með mér um helgar. Af því
að ég var í skóla passaði ég
hann stundum í miðri viku
þegar dagmamman var veik
eða eitthvað annað kom
upp á.
Mér fór að þykja mjög
vænt um þessa litlu mann-
eskju sem var mikill indælis-
drengur og bráðskemmti-
legur að auki. Það mynduð-
ust strax mjög sterk tengsl á
milli okkar, ég kenndi hon-
um, lék við hann og
hjúkraði honum. Móðir mín
var líka mjög hrifin af hon-
um og hann var mikið upp-
áhald á heimilinu.
En það var alveg sama
hversu vænt mér þótti um
hann, alltaf átti ég jafn erfitt
með að trúa að ég væri
pabbi hans. Ég get eiginlega
ekki lýst því hvernig það
var,- einhvern veginn bara
trúði ég því ekki. Svo bætt-
ist við að drengurinn var
ekkert líkur mér í útliti.
Hann var Ijós á húð og hár,
bláeygður og miklu stærri
en flestir krakkar í minni
ætt. Við systkinin erum öll
brúneygð, frekar smágerð
og með dökkt eða skolleitt
hár og það sama má segja
urn flest frændsystkini mín
bæði í móður- og föðurætt.
Þessi hugsun sótti stund-
um að mér þótt ég reyndi
að hrinda henni frá mér og
ég talaði ekki um þetta við
nokkurn mann.
Ég fór svo að læra erfða-
fræði. Mér fannst þetta
mjög spennandi nám og
sökkti mér niður í það
vegna þess að ég vildi geta
notað mér þessa þekkingu í
hestamennskunni. Eftir því
sem ég lærði meira varð ég
enn tortryggnari á faðerni
50 Vikan