Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 2
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Mynd: Björn Blöndal Stolt fólk sem ber höfuðið hátt þrátt fyrir S(lTO Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fyrrum fegurðardrottn- ing er á forsíðu þessarar Viku. Nú býr Hrafnhild- ur og vinnur í umhverfi sem fáir myndu tengja við íinynd glæsikonunnar sem krýnd var Fegurðar- drottning Islands árið 1995. Hún er flugfreyja hjá Atlanta og flýgur með pflagríma um þessar mundir til ýmissa landa Vestur-Afríku. Á ferðum sínum hefur Hrafnhildur m.a. kom- ið til Nígeríu, Malaví, Fílabeinsstrandarinnar og hún býr í Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir að hún hafi ferðast víða segir hún vesturströnd Afríku gerólíka því sem hún hafi áður séð og upp- lifað. „Vestur-Afríka er gerólíkur menning- arheimur. Ég er vön því sem Evrópubúi að vera velkomin hvar sem ég kem en hér er andúðin á hvíta manninum svo mikil að stundum þori ég ekki að borða rnatinn minn af ótta við að þjón- arnir hafi skyrpt í hann. Fátæktin er mik- il og hótelin óhrein og óhrjáleg. Þeir sem verst eru settir klæðast föt- um sem varla hanga saman, eru óhreinir, illa lykt- andi og lýsnar stökkva af þeim. Samt er þetta stolt fólk sem ber höfuðið hátt en það er mestu kynþáttahatarar sem ég hef kynnst.“ En hvers vegna fer ung kona, sem allir vegir eru færir, í starf sem þetta? „Ég var óráðin í hvað ég vildi læra og langaði að sjá heiminn. Frá því ég byrjaði hjá Atlanta hef ég flogið víða; til Falklandseyja með þot- unni sem leigð er auðkýf- ingum, með Breta til sólar- landa frá Englandi, til Asíu, m.a. til Kuala Lumpur og til Kúbu. Þetta er góð leið til að skoða sig um í heimin- um og hafi maður áhuga á mannfræði og menningu þjóða er þetta einstakt tækifæri til að kynnast fólki, kjörurn þess og lífi.“ Hrafnhildur býr í Sádi-Arabíu milli ferða. Hvernig kann hún við sig í Arabaríki, innan um múslima sem sjaldnast hafa sömu viðhorf til kvenfrelsis og við Vesturlandabúar? „Vissulega er margt öðruvísi. Við búum í litlu afmörkuðu þorpi úti í eyðimörkinni og innan girðingar þar getum við verið eins og við viljum. Á ferðum utan þorpsins klæðumst við að hætti Arabakvenna, annað væri eingöngu til þess fallið að bjóða hætt- unni heim. Hér er margt mjög strangt og meðal annars má ekki koma með áfengi inn í landið. Eitt sinn hafði einn íslendinganna með sér Nóa-konfekt að heiman og tollverð- irnir smökkuðu á molunum. Einn varð fyrir því að bíta í flösku og þar með var konfektið gert upptækt og litið á þetta sem tilraun til að smygla áfengi inn í landið. Ég hef mjög gaman af að kaupa minjagripi á ferðum mín- um og færa fólkinu heima. Ég kaupi gjarnan eitthvað sem er lýsandi fyrir handverk í land- inu en þeir trúa því hér að illir andar búi í grímum og styttum af mönnum og dýrum. Finnist slíkt er það gert upptækt og því fargað.“ Útþrá og löngun til að skoða framandi lönd hef- ur jafnan fylgt íslendingum en ekki er víst að allir þori að láta undan ævintýraþránni og hætti sér til svört- ustu Afríku eins og Hrafnhildur hefur gert. Við heimtum fegurðardrottninguna okkar vafalaust aftur ríkari af reynslu og mannskilningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.