Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 19
ALTARIÐ' gat ekki hugsað mér að bregðast pabba með því að sofa hjá bláókunnugum manni nóttina eftir að ég kynntist honum, jafnvel þótt hann væri eiginmaður minn.“ Næstu nótt eyddu þau á flughóteli í London. Aftur lögðust þau til svefns í tví- breiðu rúmi og aftur sofnaði Carla samstundis. Nóttinni þar á eftir eyddu þau um borð í þotu á leiðinni til Ba- hamaeyja. Og þarnæstu nótt var það Greg sem steinsofn- aði á undan brúðinni. Fjórir dagar voru liðnir frá brúð- kaupinu og enn hafði ekk- ert gerst. A fimmta degi vöknuðu þau snemma, borðuðu morgunmat, fóru á strönd- ina og sóluðu sig við sund- laugarbakkann. Um kvöldið var Greg dasaður eftir alla sólina og fór í háttinn klukkan hálfellefu. Carla fór upp hálftíma seinna. Greg segist feginn því þegar honum tekst að sofna á undan Cörlu. „Hún er ótrúlega fallega vaxin og girnileg. Þegar hún kemur upp í rúm, klædd gegn- sæum náttkjól, fer ímyndunaraflið á fulla ferð. Það er erfitt fyrir mig að berja náttúruna niður, þ.e.a.s. þeg- ar ég get haldið mér vakandi!“ „Mér líkar alls ekki illa við Greg,“ segir Carla. Hann kemur mér til að hlæja og ég kann vel að meta menn sem hafa kímni- gáfuna í lagi. I raun og veru finnst mér hundleiðinlegt að hann skuli alltaf vera sofn- aður þegar ég er búin að bursta tennurnar.“ En nú var kominn laugar- dagur og ekki einu sinni kímnigáfa Gregs hafði kom- ið þeim saman í rúmið. Carla viðurkennir að hún sé svolítið skotin í Greg. „En ég hef mína siðferðiskennd HVORT ANNAÐ EFTIR VIKU KYNNI * Það kynþokkafyllsta í fari hans/hennar: Carla: Hann er góður við mig og veitir mér öryggistilfinningu án þess að sýna mér yfirgang. Greg: Röddin, það er ekki spurning. Hún hefur svo kynþokkafulla rödd að hún ein nægði til þess að ég varð ástfanginn af henni. Það eftirminnilegasta og besta hingað til: Carla: Þegar við Greg dönsuðum saman brúðarvalsinn í veislunni varð mér litið á bróður minn og sá að hann var með tárin í augunum. A því augnabliki gerði ég mér grein fyrir alvöru málsins. Greg: Jafnvel þótt við höfum aðeins þekkst í nokkra daga sakna ég Cörlu ef hún er ekki nálægt mér. Um fataval: Carla: Hann er sætastur í hversdagsfötunum. Greg: Hún kann að klæða sig þannig að vöxturinn njóti sín. Það versta í fari hans/hennar: Carla: Hroturnar. Greg: Hún er hræðileg á morgnana, það er hreint út sagt martröð að fá hana til þess að opna augun. og hann verður að gjöra svo vel að bíða þangað til ég hef áttað mig á því hvort ég elska hann eða ekki.“ Greg segist aftur á móti vera yfir sig ástfanginn. „Eg sé ekki eftir neinu,“ segir hann ákveðinn. Þau njóta þess að ganga eftir ströndinni og kyssast undir stjörnubjörtum himni. Enn sem komið er virðast þau ekkert frábrugðin ást- föngnu fólki í brúðkaups- ferð, nema auðvitað að einu leyti! Þegar þau sitja í garð- inum undir trjánum sem skýla þeim fyrir heitri eftir- miðdagssólinni, borða fisk og suðræna ávexti, kemur matreiðslumaðurinn og spyr hvað þau vilji borða í kvöld- mat. „Það hljómar nú kannski undarlega, en ég hef bara ekki hugmynd um hvað konunni minni þykir gott,“ svarar Greg afsak- andi. Hvernig gengur scinni hluti brúðkaupsfcrðarinnar? Tekst Greg að fá Cörlu með sér í rúmið? Framhald í næsta hlaði! Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.