Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 4
Kæri lesandi...
Lesendur geta tekið þátt í
vali á fegurðardrottningu
Vikan er tímarit með langa sögu og hér á árum áður voru fegurðardrottn-
ingar og tískusýningardömur oft á forsíðu Vikunnar. Keppendur í fegurð-
arsamkeppninni voru líka um tíma kynntir í Vikunni og þótti lesendum
mjög spennandi að spá og spekúlera í hver vœri föngulegasta stúlkan.
Nú býður Vikan upp á þá nýjung að lesendur blaðsins geti valið falleg-
ustu stúlkuna af keppendum í Fegurðarsamkeppni Norðurlands, og svo í
næsta blaði, Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Myndir af þessum
glœsilegu stúlkum eru á síðum 6-9 og þið getið greitt þeirri
stúlku sem ykkur þykir fallegust, atkvæði með
því að hringja í síma: 905-25OO.
Sú sem fœr flest atkvœði les-
enda verður kosin Vikustúlkan
og verða úrslit tilkynnt við
krýningu á Fegurðardrottningu Norðurlands 9. apríl og við krýningu á Fegurð-
ardrottningu Reykjavíkur 15. apríl.
Sumar stúlknanna sem sigrað hafa í fegurðarsamkeppni hafa orðið áberandi og
þekktar sem fegurðardrottningar en minna hefur borið á öðrum. Sem dæmi um
konur sem urðu þekktar fegurðardrottningar má nefna Bryndísi Schram og Rögnu
Ragnars og hér á síðunni má sjá þœr í fríðum hópi á forsíðu Vikunnar árið 1962.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir var kjörin Fegurðardrottning Islands 1995 og er hún
dœmi um fegurðardís sem fólk man eftir. Hún prýðir forsíðu Vikunnar að þessu
sinni og í viðtali á bls. 2 segir hún frá störfum sínum sem flugfreyja Itjá Atlanta í Afr-
íku.
Við óskum eftir samstarfi við ykkur; ágœtu lesendur, með því bjóða ykkur að taka þátt
ísímavali í tengslum við fegurðarsamkeppni Norðurlands og fegurðarsamkeppni
Reykjavíkur og í keppninni „Þvígleymi ég aldrei“, þar sem eru há verðlaun í boði fyrir
áhugaverðustu frásögnina (bls. 55).
En margt annað forvitnilegt er íþessari Viku. T.d. bá benda á grein um streitu og leiðir til
úrbóta á bls. 20 og greinina I form fyrir vorið á bls. 26. Lífsreynslusögurnar sívinsælu eru
tvær ogfjalla um ólík mál. Karlmaður segir frá því að hafa uppgötvað að „sonur hans“ var
ekki sonur hans og kona segir frá ótta sínum um að maðurinn hennar haldi við vinkonu
hennar. Og ekki má gleyma einni þekktustu lífsreynslusögu samtímans, frásögn Monicu Lewinsky af ástarsambandi sínu
við Bandaríkjaforseta, en umfjöllun um nýju bókina hennar er á bls. 52.
Hafið svo endilega samband efykkur liggur eitthvað á hjarta.
Njótið Vikunnar
Sigríður Arnardóttir ritstjóri
I—»
Jóhanna Þórunn Steingerður Kristín
Harðardóttir Stefánsdóttir Steinars- Guðmunds
rítstjóra- blaðamaður dóttir dóttir
fulltrúi blaðamaður auglýsínga
stjóri
Guðmundur
Ragnar
Steingrimsson
Grafískur
hönnuður
Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Flreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J.
Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Flalldóra
Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími:
515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Jóhanna Flarðardóttir
Sími: 515 5637 Blaðamenn Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515
5653 Thorunn@frodi.is og Steingerður Steinarsdóttir Sími: 515
5569 Auglýsingastjóri Kristin Guðmundsdóttir Sími: 515 5628
Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill
Flrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson
Flreinn Flreinsson Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar
Steingrímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt
er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með
gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf.
Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Askriftarsími:
515 5555