Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 8
FeymtmxtwmmigWhró'íi/ríanch I
o
o
Guðný Berglind
Garðarsdóttir
(175 sm) er 18 ára Akureyrarmær og
er hún nemandi á 2. ári í Verk-
menntaskólanum á Akureyri. Það var
hvatning frá móður hennar sem ýtti
henni út í að taka þátt í fegurðar-
samkeppninni en systir hennar var
þátttakandi í keppninni í fyrra. „Ég
fylgdist að sjálfsögðu með henni og
fannst þetta spennandi en hún fékk
ekki að vita að ég væri að hugsa um
að vera með fyrr en ég var búin að
ákveða mig.“ Guðný segir að það
hafi komið henni á óvart að hún
skyldi vera beðin um að vera með í
keppninni og hún hlær þegar hún er
spurð hvers vegna. „Því mér fannst
og finnst ég bara alls ekki hafa
þetta fegurðardrottningarútlit.
Ætli ég hafi ekki bara þolinmæð- ,
ina sem þarf í þessa keppni.“ j
Hanna Dögg
Maronsdóttir
(171 sm) er 17 ára Ólafsfirðingur. Hún er nem-
andi í Verkmenntaskólanum á Akureyri en fyrst
og fremst ber að nefna að hún er mikil göngu-
skíðakona, enda nýkomin til landsins eftir að
hafa tekið þátt í Ólympíuleikum æskunnar í
Slóvakfu en þess ber að geta að Hanna er
fimmfaldur íslandsmeistari og bikarmeistari.
Skíðadrottningunni þykir skemmtilegt að hafa
mikið að gera og þess vegna segist hún vera
með í þessari keppni. „Ég myndi halda að ég
græddi eitthvað á henni líka. Kannski fæ ég
meira sjálfsálit," segir hún alvarleg og vinkonur
hennar hlæja því þær vita að henni er ekki al-
vara með þessu svari. „Ég hafði aldrei leitt hug-
ann að því að taka þátt í fegurðarsamkeppni,
ég er meiri íþróttamanneskja og hef aldrei verið
að spá mikið í útlitið. En ég er svo sæt og þess
vegna ætla ég að vinna,“ bætir hún
við og ekki er meiri
~ i alvara í þessu
o símava,Seð'
Br u„Z'Zn t>ö
,nf,krift
svari en hinu.
Linda Rós
Magnúsdóttir
(174 sm) er æskuvinkona Svönu frá
Dalvík. Hún verður 18 ára í septem-
ber og er á 2. ári í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri. Linda er ekki form-
lega búsett á Akureyri, eins og aðrir
þátttakendur í keppninni, heldur læt-
ur sig hafa það að keyra á milli Akur-
eyrar og Dalvíkur á hverjum degi til
að fara í skólann. Hún nefnir hund-
inn sinn sem sitt helsta áhugamál,
English Springer, því hann sé svo
góður og æðislegur, ...“auðvitað er
kærastinn í þeim flokki líka,“ bætir
hún við. Linda segist vera óþægilega
feimin og þess vegna hafi hún
ákveðið að drífa sig í keppnina, það
sem henni fylgir geti ekki annað en
ýtt undir sjálfstraustið. Þegar hún er
spurð að því hvað hún hafi til að
bera til að sigra keppnina fer hún að
hlæja og segir: „Þessa svakalega
löngu fótleggi."
8 Vikan