Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 34

Vikan - 17.05.1999, Side 34
í síðasta blaði grillaði ég, ásamt Helgu Grímsdóttur, sjávarrétti og kjúkling, en nú munum við halda okkur við kjötmeti ýmiskonar. Það finnst jú sumum ekkert var- ið í grillaðan mat nema að kjöt sé uppistaðan. En það er svo ótrúlegt hvað maður getur enda- laust leikið sér með mat á grilli. Hér munum við notast við frekar hefðbundið hráefni á grillið, en reyna að fríska aðeins upp á matreiðsluna. Hawaii pinnar (fyrir 4 - 5) u.þ.b. 400 gsoðin bayonneskinka 1 lítill ananas eða 1 dós ósykraður ananas dijon sinnep Aðferð: Skerið ananasinn í bita, hvort sem hann er ferskur eða niðursoðinn. Munið að afhýða hann ef hann er ferskur. Skerið bayonneskinkuna í hæfilega stóra bita og raðið ananasbitunum og skinku- bitunum til skiptis á trépinna eða stál- pinna. Pennslið matinn með dijonsinnepi áður en pinnarnir eru settir á grillið. Ber- ið t.d. fram með eplasalati og lauk- og eplaspjótum. Lauk- og eplaspjót 150 g perlidaukur 4 grœn epli 50 gsinjör Aðferð: Flysjið perlulaukinn og eplin. Hreinsið kjarnann úr eplunum og skerið þau í bita. Raðið perlulauk og eplabitum til skiptis á grillpinna og penslið með smjöri. Grillið í u.þ.b. 10 mínútur. Eplasalat 4 grœn epli 2 dósir sýrður rjómi (18%) 1/2 dl ferskur graslaukur, grófsaxaður smá sítrónusafi Aðferð: Flysjið eplin, kjarnhreinsið þau og skerið í teninga. Kreistið aðeins sítrónusafa yfir eplabitana svo þeir verði ekki brúnir. Hrærið saman sýrða rjóman- um og saxaða graslauknum. Bætið eplunum út í og blandið vel. Kebab á teini (fyrir 4) 500 g nautahakk 1 egg 4 dl komflögur 440 g rjómapiparostur (2 öskjur, hvor 220 g) Aðferð: Öllu hrært saman. Gott er að láta deigið standa í kæli yfir nótt. Búið til aflangar kjötbollur. Stingið grillpinna í gegn og grillið í u.þ.b. 5 -10 mínútur. Berið fram á tómatsneiðum og lauk- hringjum sem ólífuolíu og balsamikediki hefur verið dreypt yfir. Gott er að bera rauða grænmetissósu fram með réttinum. 34 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.