Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 11
langa ofurlítið út úr. Áhuginn á íslandi er mikill og alls staðar á Nýfundnalandi er íslendingum tekið með kostum og kynjum. Flestir þekkja orðið talsvert til landshátta á íslandi enda rnarg- ir íslendingar verið þarna á ferð sem þegar eru búnir að svara mörgum spurningum. Nýfundnalandsbúar, eða Newfies eins og þeir eru kaliað- ir í Kanada, eru einnig gæddir skemmtilegu skopskyni. Þeir eru alltaf með gamanyrði á vör- um og gestum er hollast að taka þá ekki of alvarlega þótt and- litið sé grafalvarlegt. Brosið í augunum er hlýtt og vingjarn- legt enda eru íbúar flestir af írskum uppruna og frægt er írska þjóðlagið um hvað gerist þegar írsku augun brosa. Ör- nefni á eynni bera þessu skop- skyni gott vitni. Flvernig líst ykkur á Come by Chance (Komdu við fyrirvaralaust), Jerry’s Nose (Nefið á Jerry), Ha Ha Bay (Ha, ha flói, hann ætti nú ágætlega við heirna á Islandi, ha!), Blow me Down (Blástu mig um koll), Empty Basket (Tóm karfa) og Famish Gut (Hungursneyðargarnir). Þarna eru Iika nokkur staðarnöfn sem halda mætti að smíðuð hefðu verið af óvenju áhugasömum kvensjúkdómalækni, nefnilega: Virgin’s arm (Jómfrúararmur), Conception Bay (Getnaðar- flói), Placentia ( nánast Fylgja), Bare Need (Nakin þörf) og Dildo (Gúmmíreður). Draugur sér um gluggaútstillingar í Brigus höfðu selfangarar aðstöðu á árum áður. Á Ný- fundnalandi háttar gjarnan þannig til að háir klettar ganga beint í sjó fram og ákaflega að- djúpt neðan við þá en litlar og fáar sandfjörur við ströndina. Menn sprengdu sér leið með dínamíti gegnurn hart granítið í klettadrang við Brigusflóann (granít er með hörðustu berg- tegundum sem þekkjast) og nánast handgerðu göng niður að sjónum. Þar var bátunum lagt að og selshræin hífð upp með köðlum og flutt gegnum göngin upp í þorpið til vinnslu. Bob Bartlett landkönnuður fæddist í Brigus en hann skipu- lagði yfir þrjátíu leiðangra á Norðurpólinn og tók þátt í kapphlaupinu um að verða fyrstur til að stíga fæti á pólinn. Hann varð þó eins og Scott að láta í minni pokann fyrir Amundsen. í húsinu sem Bart- lett fæddist í er skemmtilegt safn. Neðar í þorpinu stendur reisulegt, gult timburhús. Þar hafði kona nokkur hattagerð og hattabúð á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hún bjó fyrir ofan verslun sína og hennar síð- asta verk áður en hún gekk til náða á kvöldin var jafnan að stilla nýjunt höttum út í búðar- gluggann. Það brást hins vegar ekki að þegar hún kom niður að morgni hafði uppröðun hatt- anna verið breytt. Ekki var að sjá nein ummerki um manna- ferðir svo að lokum komust menn að þeirri niðurstöðu að draugur, áhugasamur um smekklegar gluggaútstillingar, hefði séð um endurröðun hatt- anna. Konan bjó áfram í húsinu og vandist sambýlinu við draugsa enda virtist hann að öðru leyti meinlaus. Húsið varð sam- stundis vel þekkt sem drauga- húsið í Brigus og fólk kom langt að til að skoða það. Ekki er hins vegar langt síðan að maður á tíræðisaldri lá banaleguna í Brigus-þorpi. Hann kallaði til sín áreiðanlega menn og sagðist verða að létta á samvisku sinni. Árum saman hafði hann lagt það á sig að fara seint á kvöldin upp að hattabúðinni vopnaður vírspotta sem hann þræddi inn um lítið gat á einni rúðunni (glugginn er það sem kallað er franskur gluggi hér) og færa hattana til. Hann gat ekki hugs- að sér að fara með þetta leynd- armál sitt með sér í gröfina og gerði því þessa játningu. Gatið í rúðunni er enn á sínum stað en margir trúa að játning gamla mannsins hafi verið fölsk og yf- irnáttúruleg öfl verið að verki í hattabúðinni f Brigus. Margt sambærilegt á íslandi og Nýfundna- landi Nýfundnaland er hæðótt og skógi vaxið. Litlar tjarnir og vötn eru um allt og í þeim öll- um er silungsveiði. I ánum er lax en ólfkt því sem tíðkast hér á íslandi er stangveiði ekki ríkra manna sport. Menn kaupa veiðileyfi sem gildir alit sumar- ið og nýta það að vild. Við tjarnirnar vaxa villt jarðarber en lággróðurinn er að öðru leyti mjög líkur og hér á landi. Lífshættir á íslandi og Ný- fundnalandi eru um margt sam- bærilegir. Fiskveiðar hafa alla tíð verið mikilvægasti atvinnu- vegurinn og þegar fiskistofnar á Great Banks (Stóru-bönkum) hrundu varð landið nánast gjaldþrota. Landið lét þá af sjálfstæði sínu og gekk inn í Kanadíska-ríkjasambandið árið 1949. Mikil óánægja hefur lengi verið ríkjandi um árangur þess að tengjast Kanada og Núfíar (Newfies) líta svo á að stjórnin í Ottawa hafi ekki sinnt nægilega vel efnahagsuppbyggingu á svæðinu. Efnahagurinn fer þó batnandi aðallega vegna þess að íbúum hefur tekist að byggja upp blómlega ferðamannaþjón- ustu og ferðamannastraumur- Göngin sem gerð voru gegnuin granítklettu inn eykst ár frá ári. Námagröft- ur og skógarhögg eru einnig blómlegur iðnaður og olfa fannst fyrir nokkru úti fyrir ströndinni og verið er að leggja grunninn að vinnslu hennar. Nýfundnaland er áhugavert og einstakt land heim að sækja og fjölmargt fleira mætti nefna sem gaman er að skoða. Eigin- lega er ekki hægt að skilja alveg við landið án þess að nefna að í höfuðborginni St. John’s eru margir fallegir garðar sem gam- an er að ganga um og heimsókn á Signal Hill er ljúf skylda allra gesta. Mörg góð veitingahús eru í borginni og þrjú sem bera af eru North Gale á Torbay Road, Bianca’s í Water Street og The Hungry Fishermen í The Murray Center. Vikari 11\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.