Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 55
WtKinmxxL lesandi segir ast nær að þegja þegar hann var nálægur. Eg reyndi líka að forðast að fara með hon- um út. Hann sakaði mig þá um að vera ófélagslynd og að ég væri að eyðileggja öll hans vináttusambönd með fýlu og leiðindum. Ef gestir komu, setti hann út á hvern- ig ég lagði á borð, matinn sem ég bar fram, klæðaburð minn eða bara hvað sem honum hugkvæmdist. Fólki þótti þetta óþægilegt og því leið illa í návist okkar. Þótt ég hefði vit á því að svara honum aldrei þá var fram- koma hans svo yfirgengileg að fæstir heimsóttu okkur oftar en einu sinni. Allir mínir vinir voru að hans mati leiðinlegir, heimskir og ókurteisir þannig að þeim var aldrei boðið heim. Smátt og smátt missti ég samband við flesta vini mína. Nokkrar vinkon- ur héldu þó alla tíð sam- bandi við mig en þær hringdu eða komu þegar þær vissu að hann var að heiman. Eftir að drengurinn okkar fæddist fór ég að gera upp- reisn gegn honum. Ég hætti að láta draga mig að lax- veiðiám til að láta mér leið- ast og ég fór að kaupa mín föt sjálf án þess að hlusta á hans álit á þeim. Hann reyndi allar gömlu aðferð- irnar fyrst en þegar þær ekki dugðu, tók hann upp á því að fleygja í mig hlutum. Það fór þá eftir því hvað varð fyrir valinu hversu mikið ég meiddist. Einu sinni fleygði hann í mig skó og ég var lengi illa marin en eitt sinn fleygði hann í mig bók. Hornið á henni kom í gagn- augað á mér og hjó húðina í sundur. Þrjú spor þurfti tii Heiiuilisi'an^ið er: Vikan - „Lífsreynslusaga‘% Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@frodi.is að loka sárinu. Hann fleygði stundum brothættum hlut- um líka og eyðilagði marga innanstokksmuni. Að sjálf- sögðu var þetta mér að kenna. Ég æsti hann svo upp með frekjunni að hann missti alla stjórn á sér. Það undarlega var að þrátt fyrir að hann hefði misst alla stjórn þegar hann tók að fleygja hlutum gerðist það samt aldrei þegar aðrir sáu til. í fjögur ár þoldi ég þetta ástand en ég taldi sjálfri mér trú um að ég byggi ekki við ofbeldi. Aðrar konur væru bláar og marðar eftir eigin- menn sína, blóðugar og beinbrotnar, það væru bara konur sem byggju við slíkt sem leituðu til Kvennaat- hvarfsins. Fyrir tilviljun heyrði ég svo viðtal við fé- lagsráðgjafa í útvarpinu. Hún átti að flytja erindi á ráðstefnu og hún talaði um að ofbeldi gæti einnig verið andlegt og oft eingöngu andlegt. Ég fór og hlustaði á erindi hennar og þá fyrst rann það upp fyrir mér að ég bjó við heimilisofbeldi. Fleiri fluttu tölu á þessari ráðstefnu og þar var rnikið rætt um hversu djúpstæð áhrif ofbeldi á heimili hefði á börn. Ég fór þá að velta því fyrir mér hvernig hug- myndir sonur minn fengi um samskipti kynjanna við það horfa á mig og pabba sinn. Þegar ég kom heim týndi ég saman það nauðsynlegasta í tösku og fór í Kvennaat- hvarfið. Þar fékk ég hjálp og stuðning til að koma undir Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni , meö okkur? Er eitthvað ' ' sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið að j skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. ■*— Myndin er sviðsett af hugleik Mynd: Gísli Egill Hrafnsson mig fótunum og kjark til að halda mínu til streitu og skilja. Hann jós yfir mig svívirð- ingum í hvert skipti sem við hittumst og sagði mig hafa eyðilagt mannorð sitt. Allir vissu að ég hefði leitað til Kvennaathvarfsins og nú væri hann brennimerktur of- beldismaður. Margir vina hans hafa hins vegar stöðv- að mig á götu og óskað mér tii hamingju með að hafa loksins haft kjark til að fara. Þeir segja allir að þeim hafi blöskrað framkoma hans en enginn kunnað við að skipta sér af. Fólk gerir það ein- hvern veginn ekki. Kannski hefði það hins vegar opnað augu mannsins míns fyrir því að ekki væri alveg eðli- legt að hegða sér eins og hann gerði ef einhver hefði verið nægilega hreinskilinn til að segja honum skoðun sína umbúðalaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.