Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 34

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 34
LAX LAX! ■**“"LAX! Það er ekki lítið sem fólk leggur á sig til þess að klófesta nokkra laxa og er það ekkert undarlegt þar sem lax er sælkera- matur. En eftir alla fyrirhöfnina er eins gott að laxinn bragðist vel. Margir grilla hann, sem er vissulega mjög gott og minn- ir á sumarið, en til eru ýmsir aðrir mögu- leikar. Það er jú ekkert spennandi að gera alltaf það sama. Laxinn getur maður nýtt algjörlega frá haus og aftur á sporð. Hægt er að búa til góða súpu ur beinum og haus. Einnig er hægt að búa til pottrétt úr þeim stykkjum sem ekki eru nýtanleg í annað. Fyrir þá sem ekki nenna að standa úti í ám og þegja, er lax fáanlegur í öllum fiskbúðum á ótrúlega góðu verði. '■» bakaður fflAmeð paprikusósu 500 g laxaflak, roðflett og beinhreinsað 2 plötur smjördeig (fæst frosið) 250 gferskt spínat (má vera frosið) sítróna, salt og pipar egg til að pensla með Aðferð: Þýðið smjördeigið og fletjið það að- eins út. Léttsjóðið spínatið og síið það vel frá soðinu. Grófsaxið spínatið og leggið á aðra snrjördeigsplötuna. Leggið því næst laxaflakið ofan á spínatið. Látið smá sítrónusafa drjúpa yfir. Kryddið með salti og pipar. Pennslið kantana með egginu. Leggið hina smjördeigs- plötuna yfir og lokið hliðunum vel með gaffli. Pennslið yfir allt saman með egginu. Gott er að setja smá vatn eða mjólk út í eggið. Bakið laxinn við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til deigið er orðið fallega brúnt. Paprikusósa: 1 fínsaxaður laukur 2 msk. smjör 2 dl hvítvín 1 niðursneidd gulrót 2 stilkar sellerí, niðurskornir 1 dl fisksoð (vatn og fiskikraftur) 2 msk. tómatmauk 1 dl sýrður rjómi 1 msk. paprikuduft salt og pipar Aðferð: Látið smjörið bráðna í potti og lauk- inn aðeins mýkjast í því. Bætið hvítvíninu ásamt gulrótinni og selleríinu saman við. Látið sjóða í 10 -15 mínútur. Síið soðið frá grænmet- inu og hellið því aftur í pottinn. Bætið fisksoð- inu og tómatmaukinu saman við soðið. Látið sjóða aðeins. Að lokum er sýrða rjómanum bætt út í og sósan bragðbætt með salti, pipar og paprikudufti. Kryddið að vild. Með þessum rétti er gott að bera fram nýjar kartöflur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.