Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 34
LAX
LAX!
■**“"LAX!
Það er ekki lítið sem fólk leggur á sig til
þess að klófesta nokkra laxa og er það
ekkert undarlegt þar sem lax er sælkera-
matur. En eftir alla fyrirhöfnina er eins
gott að laxinn bragðist vel. Margir grilla
hann, sem er vissulega mjög gott og minn-
ir á sumarið, en til eru ýmsir aðrir mögu-
leikar. Það er jú ekkert spennandi að gera
alltaf það sama. Laxinn getur maður nýtt
algjörlega frá haus og aftur á sporð. Hægt
er að búa til góða súpu ur beinum og
haus. Einnig er hægt að búa til pottrétt úr
þeim stykkjum sem ekki eru nýtanleg í
annað. Fyrir þá sem ekki nenna að standa
úti í ám og þegja, er lax fáanlegur í öllum
fiskbúðum á ótrúlega góðu verði.
'■» bakaður
fflAmeð
paprikusósu
500 g laxaflak, roðflett og beinhreinsað
2 plötur smjördeig (fæst frosið)
250 gferskt spínat (má vera frosið)
sítróna, salt og pipar
egg til að pensla með
Aðferð: Þýðið smjördeigið og fletjið það að-
eins út. Léttsjóðið spínatið og síið það vel frá
soðinu. Grófsaxið spínatið og leggið á aðra
snrjördeigsplötuna. Leggið því næst laxaflakið
ofan á spínatið. Látið smá sítrónusafa drjúpa
yfir. Kryddið með salti og pipar. Pennslið
kantana með egginu. Leggið hina smjördeigs-
plötuna yfir og lokið hliðunum vel með gaffli.
Pennslið yfir allt saman með egginu. Gott er
að setja smá vatn eða mjólk út í eggið. Bakið
laxinn við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til
deigið er orðið fallega brúnt.
Paprikusósa:
1 fínsaxaður laukur
2 msk. smjör
2 dl hvítvín
1 niðursneidd gulrót
2 stilkar sellerí, niðurskornir
1 dl fisksoð (vatn og fiskikraftur)
2 msk. tómatmauk
1 dl sýrður rjómi
1 msk. paprikuduft
salt og pipar
Aðferð: Látið smjörið bráðna í potti og lauk-
inn aðeins mýkjast í því. Bætið hvítvíninu
ásamt gulrótinni og selleríinu saman við. Látið
sjóða í 10 -15 mínútur. Síið soðið frá grænmet-
inu og hellið því aftur í pottinn. Bætið fisksoð-
inu og tómatmaukinu saman við soðið. Látið
sjóða aðeins. Að lokum er sýrða rjómanum
bætt út í og sósan bragðbætt með salti, pipar og
paprikudufti. Kryddið að vild. Með þessum
rétti er gott að bera fram nýjar kartöflur.