Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 61

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 61
ILLA VIÐ FARSIMA Sandra Bullock er enn aö leita að stóru ástinni. Hún féll fyrir Matthew McCon- aughey þegar þau léku saman í mynd- inni A Time To Kill fyrir fjórum árum en samband þeirra gekk ekki upp. Þau hættu saman og byrjuðu saman aftur oft og mörgum sinnum. Nú segir Bull- ock að þau séu „bara vinir“. Stúlkan er greinilega enn mjög hrifin af McCon- aughey og er meira að segja hrifin af aðferðum hans til aö slíta sambandinu. Þaö geröist á Valentinusardag, degi elskendanna. Kærastinn haföi skipulagt fullkomið kvöld - ein i fjallakofa, blóm, heimagerður matur og full karfa af brauði og víni - síðan sagði hann henni upp á meöan þau voru að boröa. „Þetta var ekki eins hrikalegt og þaö hljómar. Þetta var falleg stund. Þetta heföi getað verið fullkomiö kvöld. Hann eldaði og það voru blóm út um allt. Síðan sleit hann sambandinu og ég gat ekki sagt neitt annað en okei! En hann bætti það upp á Valentínusardag árið eftir.“ Bull- ock fullyrðir að þó svo hún og McCon- aughey séu ekki par þá muni þau alltaf vera bestu vinir. Laurence Fishburne kallar ekki allt ömmu sína. Þessi skapstóri leikari verður t.d. alveg brjálaður ef ein- hver dirfist að kalla hann Larry. En það er ýmislegt fleira en nafna- styttingar sem fara í taugarnar á leikaranum. í vor var Fishburne að leika í leikritinu The Lion in Winter í Roundabout-leikhúsinu í New York þegar sími byrjaði að hringja. Einhver bjálfinn í áhorfendaskar- anum hafði gleymt að slökkva á farsímanum sínum. Eftir að hafa hlustað á skerandi hringinguna í meira en 20 sekúndur hætti Fishburne að leika í atriði á móti Stockard Chann- ing og öskraði: „Viltu gjöra svo vel að slökkva á þessum djöfulsins síma?“ Sökudólgurinn varð frekar skömmustulegur og læddist í burtu en aðrir leikhúsgest- ir stóðu upp og klöppuðu. Eftir fagnaðarlætin tók Fis- hburne upp þráðinn í leikritinu þar sem frá var horfið SKILNAÐURINN BÆTTI SAMBANDIÐ Ellismellurinn Mick Jagger er búinn að ganga frá skilnaði við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jerry Hail, og þau eru aftur orðin bestu vinir. Jagger og Hall fóru . .--MfW- " á dögunum með börnin sín fjögur í frí til Frakklands. Þau mættu líka saman á kvik- myndafrumsýningu og Jf' • v ^ orðrómur komst á kreik um að f ' '* þau ætluðu að draga skilnað- t ^ inn til baka. Það gerðist þó i ■ ekki og Jagger er enn sami Æ ^* -jfl kvennabósinn. Nýlega náðust W " ) myndir af honum þar sem fty & hann yfirgaf heimili nýjustu \ . v Jt'yi kærustu sinnar, tæplega þrí- ' j’' tugrar Ijósku frá Venesúela. v ' , • ■* Hún heitir Vanessa Neumann t/, y t og er dóttir milljónamærings. 7 % Þau hafa verið saman í sumar !, ■* | en Jagger var ekki sagður \ \ r 1 sáttur viö að hún talaöi viö s /* blaöamenn um sambandið. / Hún greindi m.a. frá því aö • Jagger væri gamall fjölskylduvinur sem hefði fyrst séð hana þegar hún var enn í vöggu. Gamli karlinn viröist vera húinn að fyrirgefa henni og sambandið er komið í góðan gír á ný. Pq£ yj Það er Dagný Björk Pjetursdóttir, sem sendir kveðju með Rós Vikunnar að þessu sinni. Hún skrifar: Mig langar að biðja ykkur að senda Rós Vikunnar á endurhæfingarstööina að Reykjalundi í Mosfellsbæ og sérstakar kveðjur til starfsfólks C-deildar. Ég hef dvalist undanfarnar 11 vikur á Reykjalundi en er nú útskrifuð þaðan sem ,,ný manneskja". Konurnar sem vinna á C-deild eru yndislegar, þær vinna að uppbyggingu einstaklinganna og þær eru svo gefandi. Þær eru alltaf tilbúnar til að veita manni athygli og umhyggju. Oft gleymir maður að þakka það sem vel er gert, en það að senda þeim Rós Vikunar og Guðs blessun er mín tilraun til að sýna þeim þakklæti mitt. Vikunnar Séð yfir Reykjalund Ljósmynd: Jón Karl Snorrason Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavik" og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.