Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. eru ... Þá kom hún auga á kylfuna. Hvað gengur eigin- lega á? Ósjálfrátt lagði hún hend- urnar á stóran rnagann. Barnið, hvíslaði hún. Ó nei, þú mátt ekki gera barninu mínu mein! Viktoría benti á dyrnar að vínkjallaranum. Inn með þig, skipaði hún. Gena hlýddi. Lokaðu augunum, farðu inn og sestu niður. Gena gekk inn með lokuð augun og seig niður á gólfið. Ég skal gera allt sem þú vilt, sagði hún kjökrandi. Bara ef þú gerir barninu mínu ekki mein! Viktoría togaði hana harkalega að veggnum, læsti handjárnunum utan um úln- liðina á henni, batt fæturna saman og tjóðraði hana við trébekkinn. Því næst tróð hún sokk upp í munninn á henni og límdi plástur yfir varirnar. Nú máttu opna augun, sagði hún og fór. Rae sat í sófanum og horfði á Rusty. Þetta var sjö- unda númerið sem hann hringdi í. Mac, sagði hann. Gott að ég náði í þig. Má ég hringja í þig á eftir? spurði Mac. Ég er að horfa á leik í sjónvarpinu. Slappaðu af, þetta tekur enga stund. Mac andvarpaði. Gott og vel. Hvað viltu? Það er eitthvað undarlegt á seyði sem ég átta mig ekki á. í fyrsta lagi er Bobbý horfinn. Það hefur ekkert sést til hans í tvær vikur. Hvað meinar þú með því að hann sé horfinn? Hvað heldur þú að ég meini? spurði Rusty pirrað- ur. Ég meina að hann er horfinn og enginn hefur séð til hans. Kannski hefur hann farið í ferðalag, sagði Mac óþolin- móður. En frumlegt! Að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug! Guð minn góður, heldur þú að ég sé að hringja að gamni rnínu? Þetta er alvarlegt mál! Gott og vel, slappaðu af! Og nú hefur komið í ljós að Penelope og Millý eru líka horfnar. Og hvað með það? Finnst þér þetta ekkert skrýtið? Vissulega, ef þær eru í raun og veru horfnar af yfir- borði jarðar. En ég trúi því nú ekki. Þær eru fullorðnar konur Rusty, ekki sextán ára unglingar. Sam ætlaði að vinna með mér á mánudaginn. Hann kom ekki og enginn hefur séð hann. Þú veist hversu ábyggilegur hann er. Það er örugglega til ein- hver skynsamleg skýring á þessu, sagði Mac með upp- gjöf í röddinni. Eða heldur þú að einhver sé með hefnd- araðgerðir gegn klíkunni okkar? Kannski það, já. Því á ég bágt með að trúa. Trúðu því sem þú vilt. Ég vildi bara láta þig vita. Er Gena þarna? Kannski að hún viti eitthvað um ... Hún er ekki heima. Hún er á barnabókakynningu. Ég skal biðja hana að hringja í þig þegar hún kemur heim. Gott. Og Mac, gerðu mér einn greiða. Gættu þín. Rusty lagði á og stundi hátt. Trúði hann þér ekki? spurði Rae. Nei. Og ég get svo sem vel skilið hann. Litirnir í lífi þínu Litir hafa mjög sterk áhrif á þann sem býr við þá. Það skiptir því miklu máli að velja liti sem henta í hvert herbergi. Tilfinningar þínar geta beinlínis stjórnast af litunum í kringum þig og þess vegna þarf maður bæði að þekkja sjálfan sig og áhrif litanna áður en maður velur lili í híbýli sín. Rautt Rauði liturinn hefur þau áhrif að fólk á auðveldara með að tjá tilfinningar sínar. í rauðum herbergjum verða oft fjör- legar utnræður. Rault passar vel þar sem á að halda veislur, en varist rautt þar sem á að hvílast, t.d. í svefnherbergjum. Appelsínugult Appelsínugult getur vel gengið í svefnherbcrgjum hjá þeim sem eru daprir og þarfnast svolítillar hressingar. Þetta er hlýlegur og hressandi litur sem gefur yl í hjartað. Hann er tilvalinn í forstofur því hann hefur þau áhrif að fólki finnst það velkomið á staðinn. Gult Gult er litur gleðinnar og hugmyndaauðginnar og hefur mjög góð áhrif á skapið. Gult passar vel í herbergi þar sem fjölskyldan kernur saman og einnig á þá staði þar sem fólk þarf að vinna langtímum saman. Grænt Grænt er litur rósemi og hvíldar. Án efa besti liturinn fyrir stressaða unglinga. Mjög góður í borðstofur og þar sem fólk þarl'að halda ró sinni. Það má oft hressa upp á grænmálað herbergi með rauðurn vösum eða öðru skrauli þannig að fólk lognist ekki alveg út af á staðnum. Blátt Blátt er einnig litur hvíldar en hann er kaldari en sá græni. Hann hefur hressandi áhrif á andann, öfugt við grænt. Ef blár litur er notaður í svefnherbergi eða eldhús ætti að nota gulan lit með til að umhverfið verði ekki of kuldalegt. Hvítt Hvítt er litur hreinleikans en þykir fremur kaldur einn og sér. Hvítt þykir góður litur þar sem margt fólk er saman komið við hátíðleg tækifæri og ekki á að blanda geði of náið. Hvíti liturinn krefst þess að aðrir litir séu notaðir með, t.d. á húsgögnum eða áklæði. Ljós og skuggar 1 iík na ckuoanr bnfn p.innia mikic) að scöia um hvaða áhrií liturinn hefur á þann sem býr við hann. Litirnir fá hlýlegra yfirbragð ef ljósi er beint á veggina og dagsbirta, t.d. gegn- um rimlagluggatjöld, getur varpað ævintýraljóma inn í hí- býlin. Hafið alltaf góða birtu yfir borðum og vinnustöðum og verið óhrædd við að nota kertaljós til að bregða skemmtilegri birtu á litina. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.