Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssagan Carol leil undrandi á hann. Heldur þú að einhver sem var með þér í mennta- skóla gangi um og ræni fólki? Þú varst búinn að lofa því, Mac! Mac kveikti á sjónvarpinu og kom sér vel fyrir í uppá- haldsstólnum sínum. Það gerði ég aldrei, ég var bara hættur að andmæla þér. Mikið getur þú verið leið- inlegur. Vertu nú sanngjörn Gena. Eg er búinn að hlakka til þess í margar vikur að horfa á þennan leik. Þú getur ekki ætlast til þess að ég sleppi honum til þess að glápa á einhverjar barnabækur! En við komum til með að fá fullt af ókeypis bókum! Gerðu það Mac, mig langar svo til þess að fara. Konan sem hringdi lagði áherslu á það að við kæmum bæði. Mac leit á klukkuna. Hvað tekur þetta langan tíma? Þetta er búið klukkan hálftíu. Er í lagi að ég keyri þig þangað og sæki þig svo eftir einn og hálfan tíma? Þá er ekki hægt að segja að ég hafi ekki sýnt mig og ég get hald- ið fyrir þig á bókunum út í bíl. Heldur þú að það sé ekki í lagi? Auðvitað er það í lagi. Ég skal kíkja á bækurnar um leið og ég kem. Kannski ég panti einhverjar bækur handa Mac yngri. Blessuð konan hlýtur að verða ánægð með það. Þau voru búin að skoða nafnalistann og myndina af útskriftarbekknum. Hvað heitir hún? Rae benti á stelpu í öftustu röðinni. Rósalía Salino, sagði Rusty. Stelpan sem ég sagði þér frá. Ég man vel eftir henni, ég mundi bara ekki nafnið hennar. Rae hnyklaði brýrn- ar. Ég gat aldrei þolað hana, viðurkenndi hún. Hvers vegna ekki? Hún var alltaf snuðrandi út um allt. Ég hafði það á tilfinningunni að hún skrif- aði niður allt sem sagt var. Ég talaði aldrei við hana. Nokkrum sinnum reyndi ég að heilsa henni en hún heils- aði mér aldrei á móti. Það var eins og hún hefði bara áhuga á krökkunum sem voru vinsælir. Klíkan okkar var boðin í afmæli til hennar, sagði Rusty. Það var alveg hræði- legt. Einhver stakk upp á því að gjafirnar frá okkur ættu að vera sem andstyggi- legastar. Við höfðum haft þann háttinn á áður og gjaf- irnar vöktu alltaf hlátur og mikla lukku. En í þetta sinn fór það öðruvísi. Og ef satt skal segja voru sumar gjaf- irnar alveg hræðilegar. Hvað keyptir þú? Pakka af kláðadufti, en ég kom langsíðastur og hafði sem betur fer vit á því að stinga honum í vasann áður en hún kom auga á hann. Þau hin tóku ekki eftir neinu, þau höfðu haft með sér vín og voru orðin vel full þegar ég kom. Svo trylltisl Rósalía og bað okkur að koma okkur í burtu, sagðist hata okkur, og fór að há- gráta. Aumingja stelpan, sagði Rae. Jafnvel þótt ég hafi ekki þolað hana get ég ekki annað en vorkennt henni. Mac stoppaði bílinn og brosti til Genu. Út með þig! Þú þarft nú ekki að vera svona æstur í að losna við mig! Hann leit á klukkuna. Ég hef ekki tíma fyrir rómantík. Leikurinn er byrjaður. Gena horfði á húsið. Ég hef komið hingað áður, sagði hún allt í einu. Ég fæ gæsahúð þegar ég sé þetta hús. Heldur þú að ... Gena! Leikurinn er byrj- aður. Hún steig þunglamalega út úr bílnum. Það eina sem þú hefur áhyggjur af er körfubolti. Það er ekki satt! Hann benti á húsið. Farðu varlega í tröppunum. Heyra þetta, þú hefur áhyggjur af mér og leikurinn er byrjaður! Ekki af þér, heldur litla körfuboltakappanum sem þú gengur með í maganum! Þú ert nú meiri maðurinn! Gena skellti bílhurðinni og Mac brosti breitt til hennar áður en hann gaf bensínið í botn. Viktoría stóð við stofu- gluggann, sá Mac aka í burtu og Genu koma eina upp tröppurnar. Hún leit á púnsskálina, allt var klappað og klárt. Nei annars, hún ætlaði ekki að nota púnsið fyrst Gena kom einsömul. Hún beið þar til hún heyrði í dyrabjöllunni og gekk fram til þess að opna. Sæl, ég heiti Gena McDermott. Mér var boðið hingað á bókakynningu. Viktoría kinkaði kolli. Ég hélt að maðurinn þinn kæmi með þér, sagði hún kulda- lega. Við viljurn frekar að báðir foreldrarnir korni, það er satt að segja skilyrðið fyr- ir því að fá gjafaeintök. Hann kemur seinna, flýtti Gena sér að segja. Hún leit inn í stofuna. Eru ekki fleiri komnir? Hinir eru niðri í kjallara. Viktoría gekk á undan henni að kjallaratröppunum og sagði svo: Gjörðu svo vel, það er best að þú farir á undan. Gena gekk hægt niður tröppurnar og talaði af ákafa um barnið sem hún átti von á og hvað hún hlakkaði til þess að skoða bækurnar. Hún sneri sér við þegar hún var komin alla leið og sagði brosandi: Hvar 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.