Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 20

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 20
Edda Björgvinsdóttir leikkona segir að æsku- ástin hafi svo sannar- lega haft veruleg áhrif á líf sitt. „Æskuástin mín var fyrri mað- urinn minn og ég átti með honum tvö börn svo hann hafði svo sannarlega afgerandi áhrif á líf mitt. Við kynntumst þegar ég var fimmtán ára og ég féll svo kylliflöt fyrir hon- um að ég fékk kúlu á ennið og gat ekki látið hann sjá mig. Ég ýki þetta að vísu aðeins með kúluna, en við vor- um saman í gagn- fræðaskóla. Ég var á leið niður stigann og horfði svo stíft á þennan fagra mann að ég hras- aði og datt. Þetta var ofsalega pínlegt því mér var svo mikið í mun að honum litist vel á mig. Við eigum saman tvær stúlkur sem nú eru orðnar eldri en ég var þá þannig að æskuástin hafði veruleg áhrif á líf mitt.“ gera, kann ekki neitt og er að drepast úr feimni. Ég taldi mér trú um að ég væri dauðskotin í mínum fyrsta en í rauninni var ég ástfang- in af ástinni. Drengræfilinn þekkti ég lítið enda var maður ekki að hugsa um persónuleikann. Utlitið var allt. Mesti „töffarinn" í bekknum var æskilegasta fórnarlambið og gæti maður sagt að maður hefði náð í hann var sannað að maður hefði kynþokka. Við vorum búin að vera saman í tvær vikur þegar við sváfum sam- an en að mati vinkvennanna var lágmark að láta þá dingla á önglinum í tvær vik- ur áður en þeir fengu það sem þeir vildu. Ef það var 20 Vikan ekki virt var maður algjör gæs og gat átt von á að fá á sig stimpilinn lauslát. Þetta var fyrsta kynlífs- reynsla okkar beggja og við vissum hvorugt hvað við vorum að gera. Við fálmuð- um okkur áfram grafalvar- leg og skíthrædd. Flæktumst í rúmfötunum, þorðum varla að snerta hvort annað og flýttum okkur að koma þessu af. Eftir á gældum við lengi hvort við annað og vorum nánari þá en meðan á mökunum stóð. Ég held að ástæðan hafi aðallega verið sú að við vorum svo glöð og fegin að hafa kom- ist í gegnum þetta ósködd- uð. Þessi strákur var ágæt- isnáungi en hann á engan sérstakan stað í hjarta mér umfram aðra. Ég var líka dauðskotin í manninum mínum þegar við byrjuðum saman en ég lærði að elska hann eftir því sem árin liðu og elska heitar með hverjum deginum sem líður. Ást er nefnilega, eins og annað, eitthvað sem lærist og skerp- ist við nánari kynni.“ Rennsveittur og skjálf- andi af ótta Geiri var fimmtán ára þegar hann varð yfir sig hrif- inn af þrjátíu og tveggja ára ráðskonu á heimili föður síns. „Hún var stórglæsileg kona, enda fyrrum módel,“ segir hann. „Hávaxin, leggjalöng, tágrönn og með ótrúlega laglegt andlit. Hún var ljóshærð og bláeyg og ég hef alltaf verið svolítið veik- K: ur fyrir ljóskum síðan. Hún réð sig í ráðskonustöðuna í kjölfar erfiðs skilnaðar. Pabbi þekkti eitthvað til foreldra hennar og hún var eig- inlega á flótta með börnin sín tvö undan erfið- um eiginmanni. Pabbi var búinn að vera ekkill í nokkur ár og gat í sjálfu sér al- veg séð um sig og okkur krakkana upp á eigin spýtur. Auðvitað er alltaf erfitt fyrir einstæða foreldra að sinna öllu og fyrst svona stóð á var pabbi alveg til í að spara sér erfiði. Ég man enn þegar pabbi renndi í hlaðið eftir að hafa sótt hana á flugvöllinn. Þetta var að vori til og mjög hlýtt úti. Hún steig út úr bflnum eins og kvik- myndadísirnar í Hollywood. Fyrst komu langir, glæsilegir fætur, svart, stutt pilsið hafði dregist upp eftir lærunum og ég starði á pilsfaldinn og vonaði auðvitað að hann færðist enn ofar. Þetta var ótrúlega eggjandi. Að ofan var hún í svörtum jakka við pilsið og hvítri blússu. Mér þykir enn dragt og blússa eitt það kynþokkafyllsta sem kona getur klæðst. Það þarf sennilega ekki að taka það fram að allt sumar- ið gerði ég henni allt til þægðar sem ég gat. Snerist í kringum hana eins og Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhúss- ins, man vel eftir fyrstu ástinni. Hún hlær glaðlega og segir: „Ef ást skyldi kalla. Ég held ekki að fyrsta ástin hafi haft nein sterk áhrif á líf mitt síðar. „Fýrsta ást- in“ er eitthvað sem maður hugsar til með sælubros á vör en hafði engar afgerandi af- leiðingar á annan hátt.“ ormákur Geirharðsson, stór- kaupmaður í fataverslun Kor- ^máks og Skjaldar, segist tæp- lega geta talað um einhverja ákveðna æskuást. „Ég varð svo seint verulega ástfanginn. í gegnum all- an barnaskólann var ein- hver ákveðin stelpa sem maður var mest hrifinn af og maður hugsaði alls konar hluti í kringum það. En það hafði ekkert með ást að gera. Það var svo löngu seinna á ferlin- um að ég varð ástfanginn á þann hátt að hægt sé að nefna það því nafni.“ skopparakringla og reyndi eftir megni að aðstoða. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á lestri og við töluðum oft saman á kvöldin um það sem við vor- um að lesa. Pabbi hefur sjálfsagt séð hvernig mér leið en hann skipti sér ekk- ert af þessu. Undir haust dró svo til tíðinda milli okkar. Ég kom að henni hágrátandi eftir erfitt símtal við mann- inn sinn. Við vorum ein í húsinu og ég tók hana í fangið og reyndi að hugga hana. Áður en ég vissi af hafði ég kysst hana aftur og aftur. Um kvöldið kom hún svo inn í herbergi til mín og við vorum saman í rúminu mínu. Ég var svo hræddur um að standast ekki vænt- ingar þessarar þroskuðu, fal- legu konu að ég rennsvitn- aði og skalf af hræðslu. Hún hikaði ekkert við að leið- beina mér og í minningunni er þetta með betri kynlífs- reynslu sem ég hef upp- lifað. Hún var ekki hjá okkur í marga mán- uði eftir þetta en við áttum nokkra yndis- lega ástarfundi áður en hún fór.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.