Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 14

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 14
biðtóninn í símanum sé langur. Margir þjófar hringja heim til fólks til að kanna hvort einhver sé heima. Slökkvið því á símsvaranum áður en þið farið í fríið. Þeir hagsýnu ættu að segja upp dagblaðsá- skriftinni í fríinu. Fyrir hina, sem þurfa að fylgj- ast vel með fréttum og tíma ekki að sleppa blað- inu, bíður skemmtileg hrúga af dagblöðum á forstofugólfinu eða í póstkassanum. Það er gott ráð að fá þann sem fylgist með íbúðinni til að ganga frá dagblöðunum. Munið eftir að tæma ruslið og taka allt sem gæti skemmst úr ísskápn- Takið öll rafmagnstæki úr sambandi. Gætið þess að gluggar séu vandlega lokaðir og að sama skapi allar hurðir inn í húsið læstar. Þegar búið er að ganga endanlega frá öllum hlut- um í húsinu athugið hvort hægt sé að sjá langar leið- ir að húsið sé mannlaust. Til að villa um fyrir fólki er hægt að draga gardínur frá til hálfs, blöð og jafn- vel leirtau má liggja á borðum. Fjármál fjölskyldunnar Gott er að ganga frá öll- um pappírum og peninga- málum áður en haldið er af stað. Reyndar eru bankaúti- bú á flestum flugstöðvum þar sem hægt er að sækja sér gjaldeyri. Hinir skipulögðu eru með allt tilbúið þegar út á flugvöllinn er komið. Það er betra að vera með flugfarseðlana og hót- elmiðann á öruggum stað. Innanklæðaveski getur verið góð lausn bæði fyrir farseðla, vega- bréf, peninga og kredit- kort. Vegabréfið er alveg nauð- synlegt. Athugið með góðum fyrirvara hvort gildistíminn sé útrunninn og sækið um nýtt vega- bréf í tíma. Börnin þurfa líka að eiga vegabréf. Það er dýrt að þurfa flýtiaf- greiðslu, það kostar helmingi meira en venju- legt vegabréf. Kreditkort getur komið sér vel á ferðalögum ef eitthvað kemur upp á. Með kortið í farteskinu er auðveldara að taka út fjárhæðir því það getur reynst dýrt að slasast eða veikjast erlendis. Fyrir þá sem vilja ekki nota slík kort getur verið gott að fá sér kreditkort sem er ein- göngu notað í ferðalaginu og lagt inn aftur þegar heim er komið. Gjaldeyrinn er hægt að sækja í banka hér heima, á flugvellinum eða ein- faldlega með því að taka peninga út af kortum. Hraðbanka er hægt að finna á hverju götuhorni á vinsælum sólarströnd- um. Ekki er gott að ganga með of mikla pen- inga á sér og því geta inn- anklæðaveski komið sér vel á leiðinni. Á flestum hótelum er hægt að fá að- gang að læstu öryggishólfi þar sem hægt er að geyma gjaldeyrinn. Það er misjafnt eftir hótelum hvort borga þarf fyrir hólfið en upphæðirnar sem borga þarf fyrir leigu eru ekki háar. • Þeir sem ætla að leigja sér bílaleigubfl þurfa að sjálf- sögðu að muna eftir öku- skírteininu. Það er svolít- ið misjafnt eftir löndum hver er lágmarksaldur ökumanns en á flestum sólarströndum er nóg að vera orðinn 20 ára. Undir pálmatrénu Fyrir Islendinga getur ver- ið ákveðið sjokk að koma í sólina. Hitinn og rakinn er miklu meiri en líkami okkar á að venjast. Til að koma í veg fyrir veikindi er gott að hugsa vel um líkamann á sér og athuga hvað maður lætur ofan í sig. Drekkið mikið vatn. Te eða sódavatn getur líka verið gott. I miklum hita er vatnið nauðsynlegt til að kæla niður líkamann. Drykkjarvatn úr krönum er yfirleitt varasamt. Kaupið vatn á brúsa og passið að umbúðirnar séu innsiglaðar. Til að vera viss um að vatnið sé í lagi er gott að panta vatn með kolsýru á veitingastöðum. Þá er ekki hægt að af- greiða kranavatn yfir bar- borðið. • Salt býr yfir þeim eigin- leika að binda vatnið í líkamanum og kemur þar með í veg fyrir að fólk verði fyrir of miklu vökvatapi. Á flestum sól- arströndum er hægt að nálgast skyndibita sem innihalda mikið salt, t.d. saltflögur. Drekkið nóg af hreinum ávaxtasafa því þá fær líkaminn þau sölt sem eru honum nauðsyn- leg. Forðist að drekka kalda drykki og borða mikinn ís. Það getur orsakað magaóþægindi og niður- gang. • Verið athugul á matinn sem þið látið ofan í ykk- ur. Gætið þess að hann sé gegnumsteiktur. Vara- samar matartegundir eru meðal annars kaldar súp- ur og sósur, alls kyns hlaup og búðingar, hrátt kjöt og dressingar með majónesi. Borðið á veit- ingastöðum sem eru snyrtilegir og í alfaraleið. Ef þið eruð í einhverjum vafa um matinn, skiljið hann þá frekar eftir en að eiga á hættu að veikjast. • Gott er að fara inn á hót- el og hvíla sig yfir heitasta tíma dagsins. • Sólarþyrstir foreldrar gleyma stundum að börn- um finnst ekki gaman að liggja í sólbaði. Sundbolt- ar, vindsængur og annað skemmtilegt vatnadót getur stytt stundirnar. Þótt sólin láti ekki sjá sig í nokkra daga er hægt að gera margt skemmtilegt á meðan. Njótið þess að vera á óþekktum slóðum og skoða það sem verður á vegi ykkar. Það er al- farið undir hverju og ein- um komið hversu gott frí- ið verður. Látið ekki smá- atriði verða að stórmáli og njótið samverunnar. Það er jú hún sem skiptir mestu máli, ekki satt! 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.