Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 48
Texti: Asgeir T. Ingólfsson
Sönggyðjan Sharon
„Seg mér sönggyðja“,
kvað Hómer hér um árið -
en datt einhverjum í hug að
þessi aldna sönggyðja væri
sú sama lostagyðja og menn
muna eftir í Basic Instinct?
Jú, þessi vinkona Hómers
gamla er nú komin til nú-
tímans og minnir ansi mikið
á Sharon Stone. Leikstjóri,
handritshöfundur og aðal-
leikari The Muse er hinn
vanmetni Albert Brooks
sem hér heldur áfram að
gera myndir um konurnar í
lífi sínu. Síðast var það
mamma gamla í Mother, sú
var leikin af Debbie
Reynolds, en aftur á móti
var það hin eina sanna
mamma sem fékk fyrst að
vita að Sharon hefði sagt já
er Brooks bað hana um að
taka að sér hlutverk mús-
unnar. Fyrst var Stone þó
sannfærð um að Brooks væri
að gera at í henni, hver
mundi vilja fá hana í gaman-
mynd? En Brooks sá enga
aðra fyrir sér sem sönggyðj-
una fögru, enda hafði hann
verið að heyra út undan sér
um alla Hollywood hvað
Stone væri fyndin og varð
ekki fyrir vonbrigðum:
„Fædd gamanleikkona sem
varð dauðfegin að komast út
úr þessum alvarlegu hlut-
verkum sem hún hafði verið
föst í,“ var umsögnin og ein-
hvern veginn sér maður fyrir
sér að Stone ætti að geta
verið gamanleikkona á borð
við Kötu Hepburn og Doris
Day - þótt það sé öllu erfið-
ara að sjá þær fyrir sér í
Basic Instinct.
Sagan
Brooks leikur handrits-
höfund nokkurn í drauma-
borginni sem hefur hlotið
óskarstilnefningu og hvað-
eina en er nú algerlega fyrir-
munað að skrifa einn ein-
asta staf. Það er ekki fyrr en
starfsbróðir hans, sem eðal-
leikarinn Jeff Bridges leikur,
bendir honum á músu eina
sem hjólin fara að snúast.
Gallinn er sá að aðferð
Seifsdóttur þessarar til að
veita skríbentinum innblást-
ur er fyrst og fremst sú að
pirra hann - og ekki fer bet-
ur en svo að það fer að
hrikta í stoðum hjónabands
hans, enda kona hans
(Andie McDowell) varla
neitt mjög sátt við að vera
manni sínum sjálf ekki næg-
ur innblástur. Raunar minn-
ir þetta allt saman dálftið á
aðra nýlega gamanmynd,
Shakespeare in Love, þar
sem Gwyneth Paltrow veitti
Villa kallinum innblástur -
og ef velgengnin verður
svipuð er engu að kvíða.
Ekki ætti heldur að saka að
tónlistina sér sjálfur Elton
John um - fyrsta kvik-
myndaskor hans síðan Kon-
ungur ljónanna varð að vin-
sælustu teiknimynd allra
tíma. Svo er bara að vona að
hin raunverulega sönggyðja
Alberts Brooks hafi unnið
sína vinnu.
Molarnir
Brooks sjálfur er ekki eini leikstjórinn sem kemur við
sögu í myndinni. Martin Scorese, seni lék ásamt
Brooks í Taxi Driver, Rob Reiner og James Cameron
eru allir í hlutverkum hér sem ánægðir viðskiptavinir
gyðjunnar. Brooks var sérstaklega ánægður með gam-
anleik Scorese, enda maðurinn að hans mati hraðmælt-
asti maður í heimi. Svo geta menn velt fyrir sér hvort
þetta sé kannski allt sannsögulegt...
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Stone leikur í
gamanmynd, hún þurfti að ganga í fjórða bekk lög-
regluskólans alræmda nokkru áður en hún útskrifaðist
sem stórstjarna. Þó er þetta líklega fyrsta gamanmynd
Stone sem er fyndin - nema þér finnist Basic Instinct
sprenghlægileg - en ef svo er ertu í félagsskap Sharon
sjálfrar, sem er kannski ekki svo galið ef maður hugsar
um yfirheyrsluatriðið fræga.
Albert Brooks er kannski nafn sem aðeins algerir
bíófíklar kannast við. Aftur á móti hljómar raunveru-
legt nafn hans mun kunnuglegar - enda er hann alnafni
ekki minni manns en Alberts Einsteins!
48 Vikan