Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 12
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Sumarfrí á erlendri
grund heillar marga.
Að geta gengið að því
vísu að flatmaga í sól
og hita er fyrirheit
um afslöppun svo
framarlega sem GSM-
síminn er skilinn efti
heima. Væntanlegir
ferðalangar þurfa að
huga að mörgu áður
en þeir leggja land
undir fót.
Ferðataskan
Ferðalagið er að hefjast.
Rykugar ferðatöskur eru
dregnar fram og hætt við að
hamagangurinn verði mikill
þegar á að byrja að pakka
niður.
I hefðbundnum sólar-
landaferðum er hámarks-
þyngd á farþega 25 kg og
það á jafnt við um börn eldri
en tveggja ára og fullorðna.
Ferðatöskur eru misjafnlega
stórar og því þarf að fylgjasl
vel með þyngdinni á þeim.
Sannir Islendingar gera nú
líka ráð fyrir smá aukaplássi
fyrir heimferðina. Það er
einfaldlega skylda að taskan
sé þyngri í bakaleiðinni.
Gæta þarf þess að taka
ekki með of mikið af fötum
á börnin því í flestum tilfell-
um geta þau verið á sund-
fötunum einum saman allan
tímann.
• Sundföt á fjölskylduna
ættu að vera efst í tösk-
unni. Ef til eru aukasund-
föt til skiptanna ættu þau
að fá að fara með.
• Stuttbuxur, bolir og
sandalar eru algjört
þarfaþing á ströndinni.
• Ein til tvenn spariföt ættu
að nægja. Gott er að hafa
þau með til að nota þegar
farið er út að borða og
eins eru stundum sameig-
inlegar skemmtanir á
kvöldin í hópferðum.
Sparifötin þurfa að vera
úr þunnu efni og helst að
vera víð. Þegar húðin er
heit eftir mikla útiveru er
gott að vera í víðum föt-
um.
• Nærföt og sokkar fyrir
hvern og einn á tímabil-
inu.
• Derhúfur eða hattar fyrir
fjölskylduna. Við íslend-
ingar eigum það til að
verða of sólarþyrst og
gleyma því að sólin getur
verið varasöm. Litlir koll-
ar þola ekki sólskin í
langan tíma og því getur
gott höfuðfat komið í veg
fyrir sólsting.
• Gott er að hafa með sér
eitt sett af skjólgóðum
fatnaði, t.d. íþróttagalla,
ef veðrið bregst.
• Stór og góð handklæði til
að nota á sólbekkina og
við sundlaugina. Á hótel-
unum eru einungis bað-
handklæði til að nota inn-
andyra.
• Ef sólgleraugu eru til á
heimilinu er gott að hafa
þau með en annars eru
þau í flestum tilfellum
ódýrari á sólarströndinni
en hér heima.
• Fyrir þá sem eru ósyndir
þarf að huga að kútum. í
strandbúðum er reyndar
mikið úrval af kútum en
séu þeir til inni í baðskáp
er upplagt að kippa þeim
með.
• Fyrir börnin er gott að
taka með leikföng bæði
til að hafa í flugvélinni og
svo á áfangastað. Gott er
að kaupa eitthvert lítið
leikfang og gefa það í
flugvélinni. Þá beinist at-
hyglin að nýja hlutnum
og tíminn líður hraðar.
Leikföngin þurfa ekki að
taka mikið pláss, t.d.
púsluspil, litlar dúkkur
eða karlar og kubbar.
Börnin fá leið á að vera
úti í sólinni allan daginn
og því gott að geta farið
inn og leikið sér.
• Myndavél, filmur, vasa-
diskó og allt hitt sem
gleymist oft í stressinu.
Pakkið þessum hlutum
strax niður til að tryggja
að þeir fari örugglega
með.