Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 28
I ið kynntumst á dönsku hót- eli þar sem ég vann eitt sum- ar. Ég hafði séð hann áður á hótelinu því hann kom þangað nokkrum sinnum í viðskiptaerind- um. Mér fannst hann æðislegur, hann var svo fallegur og stæltur og svo var hann svo kurteis og smekklega klæddur. Hann var svolítið eldri en ég en samt hinn fullkomni draumaprins. Ég var al- veg sérstaklega lipur við hann og einu sinni þegar hann kom of seint í morgunmatinn sótti ég morgunmat handa honum og færði honum fram á barinn. Hann var mjög elskulegur, þakkaði fyrir og sagðist ekki vilja vera svo Hann var yndislegasti maður sem ég hafði kynnst. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar hann bauð mér út að borða í fyrsta skipti. gerði hann líka og ég las eldheit ástarbréfin frá honum mörgum sinnum á dag. Við hittumst í þriðja sinn þetta sumar og allt fór á sama veg. Við vorum óaðskiljanleg og hann sagði mér frá íbúðinni sinni sem hann bjó einn í, foreldrum sínum og systur og sölumannsstarfinu sem honum þótti mjög gaman að og við byggðum skýjaborgir sam- an. Það kom að því að ég hætti að dekrað stelputrippi, góð stelpa sem engu gegndi og öllum þótti óskaplega vænt um. Hún varð eina vinkona mín þarna í Belgíu. En hann virtist ekki eiga neina vini og umgekkst aðeins fjöl- skyldu sína, viðskiptavini og vinnufélaga. Hann var alltaf heima nema þegar hann skrapp út á bari á kvöldin með einhverjum úr vinnunni. Lífið tók á sig fasta mynd sent ég var bara ánægð með fyrsta þokunni létti. Mér fannst hann fjarlægjast mig smátt og smátt. Hann var alltaf jafnelskulegur og góður við mig en hann hætti alveg að eiga frumkvæðið að ástarleikj- um. Hann bara „var með“ eða færðist alveg undan. Mér fannst ég hafa tapað miklu að hann skyldi ekki girnast mig en gat samt alveg sætt mig við það af þvf að hann var alltaf svo ljúfur. Annað sumarið var ég farin að geta svarað í símann og ég tók eftir því að karlmenn hringdu og spurðu um hann en þeir spurðu einskis frekar ef hann var ekki heima og báðu mig aldrei um að taka Sambýlismaður minn dónalegur að bjóða mér peninga fyrir greiðann en spurði hvort ég ætti frí um kvöldið og hvort ég vildi borða með sér. Ég sagði já, án umhugsunar, en hann spurði hvort ég vildi borða á hótelinu eða hvort ég þyrði að koma með sér á veitingastað í borginni? Mér hafði aldrei dottið í hug að efast um hann og sagðist endilega vilja fara út af hótelinu, þar vildi ég alls ekki borða með neinum. Pannig byrjaði ástarævintýri okkar. Hann brást ekki vænting- um mínum, fór með mig á glæsi- legan veitingastað og dekraði við mig. Hann kyssti mig af ástríðu þegar við komum heim á hótelið en lengra gekk það ekki og hann fór heim til Belgíu um morguninn. Ég var í algerri sæluvímu og hálfgerðri ástarsorg en u.þ.b. viku seinna fékk ég brennheitt ástar- bréf frá honum þar sem hann sagði mér að hann kæmi aftur eft- ir þrjár vikur. Bréfin urðu fleiri og ég var orðin ástfangin upp fyrir haus. Hann kom svo aftur og í það skiptið héldu okkur engin bönd. Ég var alltaf með honum þegar við vorum ekki að vinna og þrátt fyrir að reglur hótelsins bönnuðu það svaf ég hjá honum á næturnar. Ég hefði gert hvað sem var til að fá að vera með honum. Ég grét þegar hann fór og hann lofaði að skrifa í hverri viku. Það vinna á hótelinu og fór heim til ís- lands til að halda áfram í skólan- um. Ástin blómstraði og hann ákvað að koma í heimsókn um haustið. Ég gat ekki beðið og allt líf mitt snérist um hann. Hann kom rétt fyrir jólin og bjó heima hjá mér í 10 daga. Hann færði mér demantstrúlofunarhring og bað mín þegar við skildunt úti á flugvelli. Ég grét af gleði og söknuði alla leiðina heim frá Keflavík. Aðeins eitt skyggði á gleði mína, en það voru viðbrögð ömmu minnar sem ég hafði að mestu alist upp hjá. Hún sagði ekki mikið en ég skynjaði að henni li'kaði ekki við hann. Þegar ég gekk á hana sagði hún bara „ Ég skil hann ekki, það er ekkert að marka þótt mér líki ekki við hann.“ Samt talar amma ensku, en það var tungumálið sem við töluðum saman á. Ég afgreiddi málið þannig að ömmu væri illa við hann af því að hún væri hrædd um að hann tæki mig frá henni. Þannig fór það líka og næsta sumar flutti ég til Belgíu. Hann hafði útvegað mér ágæta vinnu á smurbrauðsstofu, ég flutti beint inn til hans og við vorum ofboðs- lega hamingjusöm. Ég kynnist for- eldrum hans sem voru einstak- lega elskulegar manneskjur og systur hans sem vær dæmigert of- árið. Ég vann vaktavinnu ýmist frá klukkan 6 á morgnanna til 2 á daginn, eða frá 2 á daginn til 10 á kvöldin. Hann vann hins vegar venjulega 9-5 vinnu, en þurfti stundum að fara í söluferðir til Kaupmannahafnar eða Stokk- hólms. Hann var alltaf jafn dá- samlegur og góður við mig, bauð mér oft út að borða og við fórum flestar helgar í heimsókn til for- eldra hans en það tók u.þ.b. klukkutíma að aka til þeirra. Hann minntist einu sinni á gifting- una rétt eftir að ég kom út, en þá var ég ekki tilbúin til þess að gifta mig í Belgíu og hann minntist aldrei á hana aftur. Ég var mjög hamingjusöm og sátt við líf okkar. Hann var alveg sérstaklega yndæll á heimilinu, dekraði við mig og var alltaf að kaupa eitthvað fallegt og elda eitt- hvað gott. Ég var fullkomlega sátt við að vera flutt að heiman og átti aðeins við eitt vandamál að stríða, tungumálið. Ég kunni enga frönsku og átti svolítið erfitt með að komast í samband við fólk, en ég gafst ekki upp og keypti mér frönskukennslu á spólum og byrj- aði að læra. Ég var alveg tilbúin til að búa þarna um alla framtíð. En svo breyttist allt, eða kannski breyttist ekkert, - kannski fór ég bara að skynja hlutina öðruvísi þegar mestu ástar- skilaboð til hans. Mér fannst þetta alveg eðlilegt fyrst, ég var svo léleg í mál- inu. Ég reyndi stundum að tala ensku við þá, en þeir slitu samtalinu strax. Ég minntist á þetta við hann, en hann faðmaði mig bara og sagði mér að hafa ekki áhyggjur; ef ein- hver þyrfti nauðsynlega að ná í hann myndi hann hringja aftur. Hann var líka vanur að fara bara út á kvöldin meðan ég var á seinni vaktinni og koma heim um svipað leyti og ég, en nú fór hann að fara út á morgunvaktinni minni og það kom fyrir að hann kom mjög seint heim. Þetta sumar gerðist það tvisvar að hann hringdi heim og sagðist vera orð- inn fullur og hvort mér væri sama þótt hann gisti hjá einhverjum vinnufélaganum. Ég sagði já þótt mér finndist þetta mjög ieiðinlegt. En svo kom áfallið. Vinkona mín frá íslandi kom ásamt kærst- anum sínum til Belgíu og þau gistu á hóteli nálægt heimili okkar. Við buðum þeim heim í mat eitt kvöldið og við skemmtum okkur öll konunglega. Þetta var eitt af bestu kvöldum sem ég upplifði þarna allan þann tíma sem ég var þar. Við ákváðum að ég myndi fara með henni að versla tveim dögum seinna og við skildum kát og hress. Daginn eftir var ég á síð- 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.