Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 16
Samantekt: Margrét V. Helgadóttir *ySSH, aðveru/e/ka Breska millistéttarstúlkan sem varð hertogaynjan af Wessex Sérstakar hefðir fylgja hjónaböndum kóngafólksins. Það þykir við hæfi að tilvonandi makar þess eigi ættir sínar að rekja til annarra tiginna manna. Játvarður prins í Bretlandi hunsaði allar reglur og hefðir þegar hann giftist sinni heittelskuðu 19. júní siðastliðinn. Sú heppna heitir Sophie Helen og er bresk millistéttarstúlka. Breska konungsfjöl- skyldan sér fram á bjartari tíð í hjóna- bandsmálum fjölskyldunnar eftir að Játvarður prins gekk að eiga Sophie sína. Hún þykir vera efni í fyrirmynd- arprinsessu þótt hún eigi að baki skrautlega fortíð á kon- unglegan mælikvarða. Mörgurn brá í brún þegar Játvarður kynnti unnustu sína fyrir alheiminum því hún þykir sláandi lík Díönu heitinni prinsessu, fyrrver- * andi mágkonu Játvarðar. Samband þeirra Játvarðar og Sophie hefur þróast hægt og rólega og þau hafa reynt að forðast fjölmiðla eftir bestu getu. Það var svo hinn 6. janúar á þessu ári að til- kynning barst frá konungs- höllinni að brúðkaup væri í vændum 19. júní 1999. Ástarsaga Játvarðar og Sophie hófst árið 1993. Fljótlega eftir þeirra fyrsta fund fóru þau að vera mikið saman og á undanförnum árum hefur Sophie sést æ oftar í l'ylgd með Játvarði. Samband þeirra hefur staðið yfir í sex ár sem er ólíkt ást- arsamböndum eldri bræðra Játvarðar, þeirra Karls og Andrésar. Þeir bræður gift- ust báðir unnustum sínum eftir fremur stutt kynni. Sag- an um hrakfarir þeirra er öllum kunn. Sophie Helen Rhys-Jones er fædd 20. janúar 1965. Hún er dóttir hjónanna Christophers og Mary Rhys- Jones. Faðir hennar starfar sem sölumaður en móðir hennar er ritari. Sophie ólst upp í rólegu hverfi, í út- hverfi London, ásamt Dav- id, eldri bróður sínum. Hún átti góða barnæsku og naut ástúðar og öryggis á upp- vaxtarárum sínum. Strax í barnaskóla kom fram áhugi hennar á leiklist og hún stundaði ballettnám um tíma. Þegar í framhaldsskóla var komið togaði við- skiptaumhverfið fljótlega í Sophie og hún lauk námi í ritaraskóla eftir að faðir hennar hafði lagt mikla áherslu á að hún gengi menntaveginn. Að útskrift lokinni starfaði hún sem rit- ari hjá útgáfufyrirtæki í London. Árið 1986 fékk hún nýtt starf sem blaðafulltrúi hjá útvarpsstöð og starfaði þar í nokkur ár. Að sögn Sophie voru það skemmti- legustu árin í lífi hennar. Henni líkaði mjög vel í vinn- unni og um helgar skemmti hún sér í góðum félagsskap. Árið 1990 skipti hún um starfsvettvang og fór að starfa fyrir ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í skíðaferð- um. Þar hæfði Amor Sophie og hún varð ástfangin af áströlskum skíðakennara. Hún elti hann til Ástralíu og reyndi að tileinka sér siði þarlendra. Ástin dofnaði og fljótlega slitnaði upp úr sam- bandinu. í staðinn fyrir að fljúga beint heim til pabba og mömmu ákvað Sophie að skoða land og þjóð og ferð- aðist um Ástralíu ásamt vin- konu sinni. Ári síðar flaug hún aftur til Bretlands. Sophie var enn og aftur á byrjunarreit og hóf að starfa við almannatengsl ásamt vini sínum. Fljótlega var hún aftur farin að vinna með gömlum starfsfélögum hjá útgáfufyrirtækinu í London þar sem hún hóf starfsferil sinn sem ritari. Núna var hún komin í draumastarfið, að vinna við almannatengsl. Á svipuðum tíma tók hún að sér verkefni fyrir tennis- klúbb í London og þar hitti hún engan annan en Játvarð prins. Fljótlega fóru þau að draga sig saman en tókst að halda sambandi sínu leyndu fyrir fjölmiðlum í nokkurn tíma. Um leið og til þeirra sást saman var ekki aftur snúið en Játvarður bað þó sérstaklega um að þau fengju frið fyrir ljósmyndur- um á rneðan þau væru að þróa samband sitt. Þau Sophie og Játvarður eru bæði miklir íþróttaá- hugamenn en vatnaíþróttir eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Að auki eru þau bæði mikið áhugafólk um leiklist. Sophie virkar full af sjálfs- trausti og þykir örugg með sig enda hefur hún náð langt á framabrautinni. Væntan- leg prinsessa gæti ekki hafa valið sér betra starf til að vera viðbúin að takast á við ljósmyndara og fréttamenn. Sophie þykir koma vel fyrir og greinilegt er að hún kann á fjölmiðlaliðið, sem fyrrum prinsessur hafa átt í mesta basli með að hemja. Tengdamóðirin sjálf, El- ísabet Bretadrottning, er engin venjuleg tengdamóðir og því eru tengdadætur hennar ekki öfundsverðar. Sophie virðist samt hafa náð góðu sambandi við hana og ber henni vel söguna. Sam- kvæmt hefðum og venjum konungsfjölskyldunnar er ekki viðeigandi að fólk búi 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.