Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 57
næstu vikum bauðst hann til að leggja Valgerði aftur inn í fimm nætur og þá fyrst feng- um við foreldrarnir lang- þráðan nætursvefn.“ Við þessa seinni innlögn breyttist svefnmunstur Val- gerðar aðeins til batnaðar. Hún vaknaði ekki eins oft og áður, tvisvar til sjö sinn- um á nóttu, og það þótti Sif og Haraldi mikill munur. Breyttist á þremur dögum Það er þegar Valgerður er orðin ellefu mánaða að Sif er að tala við vinkonu sína í Þýskalandi og segja henni frá svefnvandamálunum dóttur sinnar. „Vinkona mín átti stelpu sem hafði átt við svipuð vandamál að stríða og Valgerður og sagðist því kannast við þetta. Hún hafði notast við bók eftir tvo þýska höfunda um aðferðir gegn svefnvandamálum, bókina „Öll börn geta lært að sofa“. Sú aðferð sem hún beitti er eftir mann að nafni Richard Ferber og gengur hún fyrir öll börn eldri en sex mánaða. Bókin hafði al- gjörlega bjargað hennar lífi.“ Sif viðurkennir að hún hafi verið treg til að trúa þessu eftir allt sem hún og Haraldur voru búin að reyna fyrir Valgerði. Hún hafi þó ákveðið að slá til, þiggja bókina hjá vinkonu sinni og reyna aðferðina. „Það ótrúlega gerðist. Það liðu ekki nema þrír dagar og þá var Valgerður farin að sofa miklu betur og án þess að vakna oft yfir nóttina." Samkvæmt þýsku aðferð- inni á að leggja barnið niður í rúmið og láta það sofna sjálft. Sif segir hins vegar að þau fari ekki eftir því þar sem það virki ekki á þeirra Það var vinkona Sifj- ar í Þýskalandi sem benti henni á bókina „Öll börn geta lært að sofa“. I henni er að finna aðferð eftir Richard nokkurn Farber en sú aðferð hefur virkað börn eldri mánaða við að stelpu heldur kúri þau með Valgerði þar til hún sofni. „Annars byggir aðferðin á því að hafa fasta reglu á hlutunum. Að barnið fari að sofa á sama tíma og fái að borða á sama tíma. Það á að leggja það niður í rúmið og ekki að taka það upp fari það að gráta. Bara strjúka því og róa það niður, alls ekki að gefa því neitt að drekka eða borða. Ef það dugar ekki til og barnið fer að gráta er farið reglulega inn til barnsins í tvær mínút- ur í einu. Svona gengur það.“ Aðferðin í bókinni, og með þeirri aðferð sem Sif og Haraldur beyttu, fylgir tafla sem fara á eftir og sýnir á hve margra mínútna fresti fara á inn til barnsins þegar það grætur. Á fyrsta degi er barnið látið gráta lengst í sjö mínút- ur. Maður fer fyrst inn til barnsins um leið og það fer að gráta og er inni hjá því því í tvær mínútur. Fer þá út og lætur það gráta í þrjár mínútur. Fer þá aftur inn í tvær mínútur og út í fimm mínútur. Þá inn í tvær mín- útur og út í sjö mínútur. Ef maður sér að barnið espast upp þá fer maður strax aftur út. Á öðrum degi grætur barnið lengst í níu mínútur. Það er látið gráta í fimm mínútur til að byrja með. Þá er farið inn til þess í tvær mínútur og út í sjö mínútur, inn í tvær mínútur og út í níu mínútur. Á þriðja degi græt- ur það lengst í tíu mínútur. Fyrst er far- ið inn eftir sjö mín- útna grát, þá eftir níu mínútur og loks eftir tíu mínútur. Frá fjórða degi er barnið látið gráta í tíu mínútur í einu og eingöngu má vera inni hjá því í mesta lagi tvær mínútur Valgerður í rúminu sínu sem hún er loksins farin að sofa vel í. þess á milli. „Valgerður fór að geta sofið rúmlega ellefu mánaða gömul og við héldum ná- kvæmri reglu til að byrja með, föstum matar og svefn- tímum,“ talar Sif um. Hún segir að það sé tekið fram í bókinni að þegar frá líði megi hliðra tímunum aðeins til en mælt sé með þremur mánuðum í föstu horfi. „Þó aðferðin sé keimlík mörgum þeim sem maður hefur lesið um, og ekki ólík því sem Arna Skúladóttir benti á, þá var það bara þessi aðferð sem hentaði Valgerði. Nú er svefnmynstrið orðið eðlilegt og okkur líður öllum miklu betur,“ segir Sif að lokum ánægð með árangurinn. Vikan 5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.