Vikan


Vikan - 21.12.1999, Side 8

Vikan - 21.12.1999, Side 8
Það var líf og fjör í félagsmiðstöðinni Miðbergi þegar Vikan kíkti í heimsókn. Hér er Anna Lísa með nokkrum hressum stúlkum úr Breiðholtinu. | WL. j V 0 f Wf Jftt li l'l skemmdarverk á bílum. Ofbeldi er líka mikið meðal barna og unglinga, bæði í skólum og úti á götunni. Það getur komið fram í einelti sem getur ýmist verið andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Mörg þessara mála koma aldrei upp á yfirborðið því börnin þora hreinlega ekki að segja frá. Lögreglan og skólarnir eru að reyna að taka á þessum of- beldismálum en þau eru oft mjög erfið." Meiri vakning meðal foreldra Anna Lísa segir að það sé mjög jákvætt hversu vel foreldr- ar hafi undanfarið vaknað til meðvitundar um vandamál barna og unglinga. „Skilningur foreldra á ábyrgð sinni hefur tvímælalaust aukist og það er geysilega mikilvægt að foreldr- arnir vinni með okkur í þessum málum. Hin mikla umræða um þessi mál hefur gert mjög gott. Þá hafa ýmis foreldrafélaga- samtök eins og Heimili og skóli o.fl. verið í góðu samstarfi við lögregluna og barnaverndaryf- irvöld. Foreidravaktin hefur verið ákaflega virk víða um borgina og í flestum skólum. Þetta eru allt mjög jákvæðir þættir sem hafa breyst mjög til batnaðar. Það er afar mikilvægt að foreldrar virði lög er varða útivistartíma barna og unglinga. Utivistartíminn lengist þegar börn verða 13 ára og þá fyrst ætla margir foreldrar að fara að taka á útivistartímanum. Börn- in hafa kannski fengið að vera lengur úti áður en þau voru 13 ára og þau eru það sniðug að þau láta ekki bjóða sér það þegjandi og hljóðalaust. Það verður að taka á þessum málum miklu fyrr, strax og börnin eru 5 til 6 ára. Ég hef stundum sagt í gríni að gagnlegt væri að fara í leikskólana til að ræða útivist- armál, en kannski er það hrein- lega nauðsynlegt. Það er ekki í 8 Vikan lagi að börn séu að þvælast um borgina seint að kvöldi. Það býður einfaldlega hættunni heim og foreldrum ber að fara eftir lögum. Ef lögreglan kemur að börnum, sem eru að þvælast úti um helgar eftir útivistar- tíma, þá eru þau flutt í athvarf sem rekið er á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, félagsþjónustunnar og lögregl- unnar. Foreldrar eða forráða- menn eru látnir sækja börnin þangað. Samstarf skilar árangri Eru einhver hverfi í borginni sem eru verri en önnur hvað varðar vandamál og afbrot ung- linga? „Það koma auðvitað upp hvort sem þau eru forsprakkar eða fylgjendur, koma frá mjög misjöfnum heimilum. Sumir koma frá heimilum þar sem eru vandmál en önnur frá heimilum sem virðast mjög góð, alla vega á yfirborðinu. Við höfum byggt upp samstarfskerfi í Breiðholti sem hefur gefist mjög vel og skilar árangri að mínu mati. Við reynum að greina vandann áður en hann verður meiri og vinn- um markvisst að úrlausnum. Skólarnir, lögreglan, félagsmið- stöðvarnar og félagsþjónustan taka þátt í þessu samstarfi. Við köllum okkur SLÖFF," segir Anna Lísa. Börnin í hverfinu þekkja hana öll með nafni og kalla hana alltaf Önnu Lísu löggu. „Mér finnst það bara hið besta mál. Ég er líka löngu búin að læra nöfnin á mörgum þeirra og get þannig náð persónulegri tengslum við þau. Þau vita samt að þau komast ekki upp með neitt múður hjá mér og ég hlífi þeim ekkert. Ef ég sé þau brjóta af sér þá vita þau að ég fer með þau í athvarfið eða á stöðina. Annars finnst mér mjög gaman að umgangast ung- „Mér finnst strákarnir í lögreglunni taka okkur al- mennt vel en bað kemur fyrir að við mætum smá for- dómum frá sumum eldri lögreglumönnum. Þeim finnst að konur eigi ekki Iteíma í lögreglunni." vandamál alls staðar en það er ekkert hverfi verra en annað. Það getur skapast tímabundið ástand í einu hverfi sem síðan hverfur og svipað vandamál kemur þá kannski upp í öðru hverfi. Það er erfitt að átta sig á hvað veldur en þetta virðist vera ákveðin hópamyndun og þá alltaf neikvæð hópamyndun. Þá eru kannski nokkur ung- menni sem eru forsprakkarnir og svo er einhver fjöldi sem fylgir þeim. Okkur hefur gengið nokkuð vel að takast á við þetta með samstarfi við for- eldra, skóla og félagsmiðstöðv- ar. Það tekst oft að leysa málin með viðtölum við foreldra. Þau börn sem lenda í svona hópum, mennin. Þau eru mjög skemmtileg og yndisleg, jafnvel þau sem brjóta stundum af sér," segir hún og brosir. Hef oft hugsað mig um Hvað kom til að þú fórst í lögregluna? „Ég var eiginlega búin að ákveða að fara í lögregluna þegar ég var tvítug. Þá varð reyndar ekkert úr því og ég fór í nám í þroskaþjálfun og starf- aði með þroskaheftum í 14 ár. Þá ákvað ég að breyta til og fór í lögregluna. Ég hef gaman af að vinna með börnum og ung- lingum og það hvetur mig áfram að mér finnst ég gera eitthvert gagn. Alla vega er ég ekki í lögreglunni vegna laun- anna," segir hún og brosir. Hún heldur áfram: " Vinkona mín segir að ég hafi svo sterka rétt- lætiskennd. Ætli það sé ekki ein ástæðan. Það hefur reyndar oft komið fyrir að ég hef spurt sjálfa mig hvað ég sé eiginlega að gera í þessu starfi. Ég hef lent í erfiðum útköllum þar sem litlu hefur munað að mikil hætta skapaðist. Þetta getur auðvitað verið hættuiegt starf því það er aldrei að vita hvað lögreglumaður þarf að kljást við í útkalli. Lögrelgumenn sjá mjög margt ljótt þannig að auð- vitað koma upp augnablik þar sem maður hugsar sig um. Ég á fjölskyldu, eiginmann og tvö börn. Ég veit að maðurinn minn hefur oft verið hræddur um mig og ég skil það vel. Þeg- ar ég var að byrja í lögreglunni fannst eldra barninu mínu, sem þá var á unglingsaldri, reyndar lengi fáránlegt að eiga mömmu sem væri lögga." Konur í karlaveldi Hvernig er að vera kona í því karlaveldi sem lögreglan vissu- lega er og hefur verið? „Það er í góðu lagi í dag en það hefur örugglega verið erfið- ara þegar fyrstu konurnar voru í lögreglunni. Nú hefur konum fjölgað mjög í þessu starfi þó við séum enn í miklum minni- hluta. Það eru 57 konur sem starfa í lögreglunni á fslandi í dag sem er um 7 prósent starf- andi lögreglumanna og það eru nokkrar í lögregluskólanum. Við erum með sérstakt hags- munafélag kvenna innan lög- reglunnar sem nefnist Kríurnar en það eru ekki allar lögreglu- konur í því. Ég er reyndar sjálf í stjórn Kríanna. Mér finnst strákarnir taka okkur almennt vel en það kemur fyrir að við mætum svoiitlum fordómum frá sumum eldri lögreglumönnum. Þeim finnst að konur eigi ekki heima í lögreglunni en ég tel nauðsynlegt að konur séu í lög- reglunni. Hún þarf að sinna margvíslegum verkefnum sem konur geta ekkert síður sinnt en karlmenn. Ég vil sjá hærra hlutfall kvenna innan íslensku lögreglunnar í framtíðinni. Hlutfall kvenna innan lögregl- unnar á íslandi í dag er með því lægsta í Evrópu," segir Anna Lísa. Strákarnir voru samniála uni að það væri gott að vera í Miðbergi. Hér eru strákarnir í billiard og ekki annað að sjá en þeir uni sér vel.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.