Vikan


Vikan - 21.12.1999, Side 11

Vikan - 21.12.1999, Side 11
ekki þekkir Rolling Stones. Roll- ingarnir spila enn saman og þykja tónleikar þeirra miklar skrautsýningar. Við íslendingar trúðum um tíma að goðin myndu koma hér við á tónleikaferð um heiminn en af því varð ekki. For- sprakkinn Mick Jagger kom hingað í staðinn og brá sér í stutta ferð um ísafjörð. Sýklalyf Fátt hefur einkennt öldina meira en baráttan við sjúkdóma. Stærsta skrefið í þeirri baráttu varstigið árið 1929 þegarA. Fleming uppgötvaði penisillínið. Menn höfðu uppgötvað að bakter- íur eða sýklar voru valdir að mörg- um hættulegum sjúkdómum en stóðu ráðþrota gagnvart því hvernig ætti að lækna þá. Súlfa- lyf voru fyrst framleidd árið 1932 og voru notuð við sýk- ingum þartil hafin var framleiðsla á sýklalyfjum úr örverum þeim sem Fleming upp- götvaði í myglusvepp. Að fá sjúkdóma á borð við lungna- bólgu, sýfillis og berkla var nán- ast dauðadómur fram að því. Við aldarlok hafa menn hins vegar af því áhyggjur að sýklalyf hafi verið ofnotuð og að ónæmiskerfi manna hafi veikst fyrir vikið. Tæknivæðing heimilanna Um miðja nítjándu öld fann Eli- as Howe frá bænum Spencer í Massachusetts upp saumavélina. Þetta varð upphafið að tækni- væðingu heimilanna. Þvottarull- urnar og handsnúnar þvottavélar fylgdu í kjölfarið en það var ekki fyrr en eftir aldamótin 1900 að rafknúnar þvottavélar litu dagsins Ijós. í fyrstu voru þær án vindu og allan þvott varð því að vinda upp í höndunum, síðar komu hand- snúnar vindur en þegar tókst að finna leið til að vinda þvottinn með hjálp rafmagns án þess að eyðileggja hann var byltingin fullkomnuð. Ryksugan er að slíta barnsskónum á svipuðum tíma og þvottavélin og munaði húsmæður sennilega mestu um þessar tvær stórvirku vélar. Raf- magnseldavélar taka við af kola- vélunum og sparaði það geysi- lega vinnu við kolaburð og þrif. Kolareykurinn var auk þess hættulegur og kolaryk gat orsak- að lungnaþembu. Næst taka við brauðristar, hrærivélar, samloku- grill, grillofnar, kaffivélar, ör- bylgjuofnar, rafmagnshníf- ar, rafmagnspönnur og fleira og fleira. Flest eld- hús nú á dögum líta út líkt og vel útbúnar rann- sóknarstofur vísinda- manna svo vel búin tækjakosti eru þau. Mörg heimilistæki eru nú orðin tölvustýrð og íigtir eru til að mynda að verða svo hárnákvæmar að tæpast skeikar milli- grammi og til eru brauðvélar sem ekki þarf annað en að horfa á til að þær baki dýrindisbrauð. Saumavélar eru einnig flestar tölvustýrðar og nú bíða klaufarnir því að komi vél þar sem efninu er stungið inn í annan end- ann, valið í tölvuborði hvort sauma eigi buxur, pils eða kjól, slegin inn stærð og þá skili saumavélin fullkominni flík út um hinn endann. Sparistellin Postulínsleirtau er tæp- lega hægt að tala um sem einkenni tuttugustu aldar frekar en annarra alda, en íslendingar fóru að rétta úr kútnum upp úrseinni heimsstyrjöld og efnin að aukast. Þá fór að verða al- gengara að ekki væru bara til diskar til að borða af hversdags heldur fóru húsmæður að safna sparistelli. Mávastellið varð vinsælt svo og rósirnar frá Konung- legu postulíns- verksmiðjunni í Dan- mörku. Ein- kenn- andi fyrir öldina varhins vegar samhjálpin sem enn var landlæg og var arfur frá bændasamfé- laginu sem hér hafði ríkt öldum saman. Konur lánuðu því fínu bollana sína í brúðkaup, ferm- ingar og stóraf- mæli. Þá voru þeir gjarnan merktir með naglalakki og hver kona hafði sinn lit. Gerviefnaöld Árið 1938 voru svokölluð fjölamíð eða pólíamíð fyrst framleidd í Bandaríkj- unum. Nælon, pólýest- er og dralon voru þeirra þekktust og þau sem almenningur hafði einna mest not fyrir. Svip- uð efni höfðu þekkst áður en voru helst notuð í fiskinet, reipi og línur sem allt varð að vera sterkt en sveigjanlegt. Tilkoma nælonþráðarins hratt af stað byltingu í fatagerð. Vikan 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.