Vikan


Vikan - 21.12.1999, Side 14

Vikan - 21.12.1999, Side 14
Texti og myndir: Kristján Már Hauksson Flogið í fang jólasveinsins Fyrr í desember fóru 400 langveik, munaðarlaus og/eða dauðvona börn í ferð lífs síns í risabotu Atlanta til að hitta „aluöru" jólasvein, bann eina sanna í Lapplandi. Sá sem stendur fyr- ir þessu heitir Con Murphie og er hann í forsvari fyr- ir „Children to Lappland Appeal.“ Hann hafði sín fyrstu kynni af langveikum börnum þegar systursonur hans fékk krabbamein í nýru. Innblás- inn af þeim styrk sem veik börn búa yfir ákvað hann að reyna að gera þeim lífið létt- ara. Árið 1992 fór hann fyrstu ferðina með nokkra tugi af börnum til jólasveins- ins í Lapplandi. Boeing 747 þota íslenska flugfélagsins Atlanta er fyrsta risaþotan sem lendir á flugvellinum í Rovanhiemi í Lapplandi svo fjölgunin á þessum litlu gest- um jólasveinsins er gífurleg. Lagt af stað Ferðin hófst klukkan 4.30 á því að blaðamaður var vakinn og sóttur, ásamt áhöfn flugvélarinnar, á hótel í miðbæ Dublinar. Strax og komið var út á völlinn hófst undirbúningur á vélinni. Starfsfólk Atlanta, sem greinilega er starfi sínu vax- ið, fór hamförum og skreytti vélina með klassísku ís- lensku jólaskrauti. Klukkan 7.30 var síðan byrjað að taka á móti börnunum sem voru á leiðinni til Finnlands að hitta jólasveininn, þann eina og sanna sem býr í Jóla- sveinalandinu og er nú líka orðinn jólasveinn írskra barna. Börnin sem fóru í ferðina til jólasveinsins eru frá ýmsum spítölum og stofnunum vítt og breitt um írland og mörg þeirra eru við dauðans dyr. Sum komu í fylgd lækna og hjúkrunar- fólks, sem fylgdu þeim hvert fótspor. Mörg þessara barna eiga aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Allt gleymt En þennan dag voru öll veikindi gleymd og hjartað sló í takt við jólalögin sem hljómuðu í hátalarakerfi há- tíðlega skreyttrar risaþot- unnar. Þótt flugið sé farið í samvinnu við ýmis félög og góðgerðarstofnanir má að mestu þakka Con Murhpie og útvarpsstöðinni FM 98 í Dublin þessa framkvæmd, en þessir aðilar hafa safnað áheitum og styrkjum til að gera ferðina mögulega sjö- unda árið í röð. Það er mik- ið fyrirtæki að flytja 400 börn milli landa og skipulag- ið verður að vera óaðfinnan- legt, sérstaklega í ljósi þess að mörg barnanna eru mjög mikið veik. Það var greinilegt að börnin voru mjög spennt, það sást í augunum og heyrðist á röddinni. Rætt við börnin Stacy Ogrady, sem er tæp- lega 5 ára gömul hnáta, átti engin orð yfir því að vera á leiðinni að hitta „alvöru“ jólasvein, þennan eina sanna, og andlitið á henni ljómaði eins og sólin þegar ég brá fyrir mig „ástkæra, yl- hlýra“ og sagði að tungumál jólasveinsins væri ekkert ósvipað. Shane Ward, 11 ára strák- ur, sagðist ekkert trúa á jóla- sveininn, en ef þessi væri með skegg og væri góður þá myndi sú skoðun breytast og sú varð raunin. Hann var eitt sælubros á heimleiðinni. Hvernig lendir maður jumboþotu á jóla- sveinaflugvelliP Þegar á staðinn var komið eftir 3 tíma flug og dyrnar opnuðust biðu eftir okkur rútur. Úti var rúmlega 20 stiga frost. Bara það að horfa yfir vetrarríki Lapp- lands var ævintýri líkast, fal- legur jafnfallinn snjór lá yfir öllu og þar mátti sjá Sama, hreindýr og allskyns furðu- verur og dýr. Þetta var mót- tökunefndin og til að auka á ævintýrablæinn þá breyttist andardráttur minn við út- öndun í silfurlitaða kristalla sem að svifu á braut í kuld- anum. Nú voru börnin kölluð hvert út í sína rútu og brátt héldu þær á brott fullar af ungu fólki. Fyrst var börn- unum boðið í hreindýra- 14 Vikan

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar: 42. Tölublað (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/300725

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

42. Tölublað (21.12.1999)

Handlinger: