Vikan


Vikan - 21.12.1999, Page 24

Vikan - 21.12.1999, Page 24
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Tískuheimurinn á netinu internetið hefur opn- að mönnum nýjar víddir í verslunar- háttum. í gegnum netið er meðal ann- ars hægt að kaupa flugmiða, bækur og fatnað. Fyrir skömmu opnaði ung íslensk kona fyrstu íslensku tískuverslunina á Internetinu, tiska.is. Það harf kiark, hor og bekkingu til að leggja út í slíkt ævin- týri og Eva Dögg Sig- urgeírsdottir er ein heirra sem hefur allt sem til harf. Hugmyndin að versluninni kviknaði fyr- ir löngu síð- an en undir- búningurinn hófst þó ekki fyrr en dóttir Evu fæddist í febrúar síðastliðnum. Þegar Eva Dögg var komin í barn- eignafrí gat hún fyrst gefið sér tíma til að skipuleggja draumaverslunina. Verslunarstjórinn er ekki ókunnur heimi tískunnar. Hún starfaði í tískuverslun samhliða menntaskólanámi og þegar kom að því að auka við menntunina valdi hún sérhæft viðskiptafræði- nám sem einblíndi á rekstur tískuverslana. Skólann fann hún í Kaliforníu og þar kynntist hún líka töfrum Internetsins. „Maðurinn minn byrjaði í markaðsfræðinámi og ég kom út til hans hálfu ári síð- ar. Ég hóf nám í ljósmyndun en slíkt nám er ekki mjög hagnýtt. Ég datt niður á skóla sem kenndi sérhæfða viðskiptafræði, námið kall- ast „fashion merchandis- ing". Þetta var mjög mark- visst og hagnýtt nám sem hefur komið sér vel. Á meðan við vorum úti feng- um við okkur nettengingu, enda netið að ryðja sér til rúms á þessum slóðum. Við vorum með tölvupóst og spurðum gjarnan vini og ættingja hérna heima hvort þeir væru með slíkt. Oftast var nú bara hlegið að okkur, við áttum einn vin sem var með tölvupóst og það þótti hið mesta tækniundur að við gætum sent póst á milli landa með þessum hætti. Foreldrar okkar gáfu okkur faxtæki til að auðvelda sam- skiptin." Lærði margt í Hagkaup Var unga parið ekki spennt fyrir því að prófa að starfa ytra? „Jú, jú. Við gátum bæði hugsað okkur að vera áfram úti að útskrift lokinni en við fengum góð atvinnutilboð hérna heima svo að við fluttum heim í ársbyrjun 1996. Ég fór að starfa fyrir Hagkaup,varinnkaupa- stjóri í ungbarnafatnaði til að byrja með og síðar var ég með allan barnafatnaðinn. Ég lærði mikið í starfi mínu hjá Hagkaup. Þetta var besta reynsla sem ég gat Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue: 42. Tölublað (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/300725

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

42. Tölublað (21.12.1999)

Actions: