Vikan


Vikan - 21.12.1999, Síða 28

Vikan - 21.12.1999, Síða 28
Þegar ég var unglingur fór ég alltaf í bæinn með vinum mínum á Þorláksmessu. Við vorum yfirleitt brír eða fjórir saman, keyptum jolagjafirn- ar og slæptumst á beim fáu veitingastöðum og kaffihús- um sem bá voru í miðbæn- um. IVIér fannst ekki skemmtílegt að velja jóla- gjafir bví ég vissi aldrei hvað ég átti að kaupa. Mér gekk ekki vel að kaupa handa pabba, en mamma og systur mínar tvær voru bó enn erfiðari viðfangs og yffír- leitt fannst mér á beim að iélagjafirnar mínar féllu ekki beinlínis í kramið hjá beim. Mér fannst bví gott að vera í félagsskap strákanna. Við æstum hvorn annan upp í alls konar vitleysu á bessum hátíðlega degi, Þorláks- messu, sem var orðin árviss viðburður hjá okkur. ðveður á Hellísheiði En jólin þegar ég var 22ja ára breyttu jólahefðum mín- um til lífstíðar. Stefnan hjá okkur strákun- urn var sú sama og venju- lega. Við ætluðum að hittast um klukkan hálf sex á bíla- stæðinu við gamla útvarps- húsið við Skúlagötu og síðan yrði genginn hinn hefð- bundni rúntur um Lauga- veginn og miðbæinn. Ég hafði engar áhyggjur af inn- kaupunum því ég var búinn að kaupa veiðihjól handa pabba og því voru bara mamma og systurnar eftir. Ég var svo heppinn að eiga frí allan daginn svo ég ákvað að gerast jólasveinn fjöl- skyldunnar og sendast fyrst með pakka austur á Selfoss og taka í staðinn aðra sem þurftu að kornast í bæinn fyrir jólahátíðina. Það skipti engum togum að þegar ég var næstum kom- inn austur fyrir fjall skall á blindbylur. Hellisheiðin tepptist fljótlega og illviðrið hélst, svo ég mátti eyða nóttinni heima hjá ömrnu minni á Selfossi og missti því af innkaupaferð- inni góðu. Nú voru góð ráð dýr og um morguninn lagði ég snemma af stað heim þótt veðrið væri enn slæmt og spáin þannig að við ýmsu mætti búast. Amma ætlaði að koma í bæ- inn á annan í jólum og hún bað mig að taka með mér lyfseðil og reyna að leysa út lyfin fyrir sig í bænum áður en hún kæmi. Það tók mig næstum þrjá tíma að komast í bæinn við illan leik og ég var orðinn vægast sagt stressaður undir hádegið þegar ég renndi bílnum mínum í stæðið framan við glæsilega, nýja apótekið í hverfinu okkar. Ég átti mjög margt ógert fyrir jólahátíðina og það erf- iðasta af því var að kaupa gjafir handa mömmu og systrum mínum, 12 og 16 ára, og pakka þeirn fallega inn. Ég þorði samt ekki ann- að en að byrja í apótekinu því þar átti að loka klukkan tólf á hádegi þótt flestar aðrar búðir væru opnar til klukkan tvö. Jólaengill í apóteki Það var ekki margt fólk í ap- ótekinu, sem betur fer. Flestir, sem þar voru staddir, voru í snyrtivörudeildinni að kaupa jólagjafir. Ég afhenti lyfseðilinn hennar ömmu og settist niður. Ég sá fljótt að það var ekki skynsamlegt að eyða tíma mín- um sitjandi á rassinum við að bíða eftir lyfinu þegar ég gat allt eins vel reynt að finna eitt- hvað í jólagjöf handa mömmu og stelpunum á meðan. Ég ráfaði því inn í víðáttumikla snyrtivöru- deildina og fór að skoða þar alls konar dót sem ég hafði minna en ekkert vit á. Eitthvað hlýt ég að hafa ver- ið vandræðalegur þar sem ég gekk á milli hillanna, því þegar ég var búinn að skoða og káfa á hinu og þessu dóti svolitla stund heyrði ég sagt fyrir aftan mig: „Get ég nokkuð aðstoðað þig?" Ég leit við og sá þar engilbjart og brosandi andlit með glettnisleg, blá augu. Þessi jólaengill stóð beint fyrir aftan mig í hvítum af- greiðsluslopp og jarpt hárið flæddi niður axlirnar og nið- ur á bak. Ég missti algerlega málið svolitla stund en gat svo stunið upp: „Ég er að leita að jólagjöf handa stelpu." Um leið og ég sleppti síðasta orðinu sá ég eftir að hafa sagt þetta. Ég vissi að ég hefði átt að orða þetta öðruvísi. „Ég meina sko stelpum, það eru systur mínar," bætti ég við eins og ég hefði lent í yfirheyrslu. „Hvað varstu að hugsa um?" spurði jólaengillinn og sendi mér enn fallegra bros en það fyrra. „Ég hef bara ekki hugmynd, það er einmitt vandamálið'' sagði ég og skyldi satt að segja ekkert í því af hverju ég var að trúa þessari ókunnugu manneskju fyrir vandamál- um mínum. „Ertu að flýta þér?" spurði stúlkan. „Ef þú mátt vera að 28 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.