Vikan - 21.12.1999, Page 29
því að bíða svolitla stund
skal ég hjálpa þér, það á að
loka eftir 10 mínútur." Mér
fannst ég hafa himin hönd-
um tekið, sótti lyfin hennar
ömmu og beið þar til þessi
jólaengill var búinn að læsa
og kom til mín.
Það er skemmst frá því að
segja að hún leysti öll mín
vandamál. Hún hjálpaði
mér að velja fallega snyrti-
tösku handa eldri systur
minni og ofan í hana setti
hún hárburstasett. Yngri
systir mín fékk líka hár-
burstasett, en í staðinn fyrir
snyrtitöskuna valdi hún
handa henni lítinn, tvöfald-
an spegil sem gat staðið á
borði. Hún pakkaði þessu
fallega inn í jólapappír og
setti í poka. „Var það eitt-
hvað fleira?" spurði hún. Ég
viðurkenndi að ég ætti enn
eftir að kaupa gjöf handa
mömmu og hún skildi strax
að ég var að leggja fram
beiðni um aðstoð.
Við gengum saman um
snyrtivörudeildina og eftir
margar spurningar um útlit
og hagi mömmu valdi stúlk-
an ilmvatn og sápu í stíl,
pakkaði því fallega inn í
þvottaklút og lokaði með
rauðum borða. Utan um allt
setti stúlkan svo glæran
pappír til að verja þvotta-
klútinn þótt hann sæist í
gegnum umbúðirnar. Allan
tímann meðan hún pakkaði
inn gjöfunum stóð ég og
horfði á hendurnar á henni
og mér fannst ég aldrei hafa
séð svona fimar hendur
áður.
Sjaldan hef ég borgað með
eins glöðu geði eins og
þennan aðfangadag og ég
sveif út úr apótekinu með
lyfin hennar ömmu og gjaf-
irnar. Jólin mín voru byrjuð.
Amma kemur enn til
hjálpar
Ég beið spenntur eftir að sjá
andlitin á stelpunum á að-
fangadagskvöld og ég varð
ekki fyrir vonbrigðum. Þær
urðu báðar himinlifandi yfir
gjöfunum frá mér. En mest
var samt gaman þegar
mamma las utan á pakkann
sinn. Hana hafði greinilega
ekki grunað að hann væri
frá mér og hún sá strax að
ég hafði fengið hjálp. Hún
spurði mig hver hefði hjálp-
að mér, en ég gat auðvitað
litlu svarað. Ég vissi ekki
einu sinni hvað hún hét og
ég vissi ekkert um hana.
Mamma hætti að spyrja því
hún hélt að þetta væri eitt-
hvað viðkvæmt mál, en
sagði þó að lokum: „Ég fæ
kannski að sjá hana seinna."
Ég gat svo sannarlega tekið
undir þessa hugsun mömmu
og stúlkan í apótekinu hvarf
ekki frá mér þetta aðfanga-
dagskvöld. Ég var algerlega
með hana á heilanum og
hún var það fyrsta sem mér
datt í hug þegar ég vaknaði
á jóladagsmorgun. Hún sveif
um í huga mér allan daginn
og á annan í jólum gerðist
það sama.
Amma kom í bæinn á annan
í jólum og hún var mér af-
skaplega þakklát fyrir að
sækja lyfin sín. Hún sagði
mér þó að hún hefði gleymt
að biðja mig að kaupa fyrir
sig exemkrem, en það gerði
ekkert til, hún mundi kaupa
það á Selfossi þegar hún
kæmi heim.
Ég hélt nú síður! Ég lofaði
að fara í apótekið strax í bít-
ið morguninn eftir til að
kaupa kremið. Ég hafði
einmitt verið að reyna að
finna mér góða afsökun til
að fara þangað aftur.
Ég var mættur kortér yfir
níu í apótekið og jólaengill-
inn mundi svo sannarlega
eftir mér. Hún spurði hvort
ég hefði haft það gott um
jólin og hvernig mæðgunum
hefði líkað jólagjafirnar frá
mér.
Ég hafði búist við að verða
feiminn við stúlkuna þegar
ég sæi hana aftur, en svo var
ekki. Mér fannst eins og ég
hefði alltaf þekkt hana og
mér fannst ekkert eðlilegra
en að spyrja hana hvort ég
mætti ekki sækja hana og
skutla henni heim eftir
vinnu og hún þáði það.
Ég kom klukkan sex að
sækja hana og stóð við dyrn-
ar þegar hún kom út. Hún
rétti mér höndina, kynnti sig
og spurði mig hvað ég héti.
Það var ekki fyrr en þá að
ég gerði mér grein fyrir því
að þessi dásamlega stúlka og
ég vissum ekki neitt um
hvort annað. Hún sagði mér
að hún væri á bíl, en hún
myndi þiggja að koma með
mér í ísbúð þar sem væri
hægt að setjast niður. Mér
fannst þetta mjög skemmti-
leg uppástunga því ég þekkti
engan nema sjálfan mig sem
fór í ísbúð um hávetur!
Við sátum og horfðumst í
augu í ísbúðinni í meira en
klukkutíma og ég leiddi
hana út. Ég var ástfanginn
upp fyrir haus og ég komst
að því þarna um kvöldið að
hún var það líka. Eftir þetta
notuðum við hvert tækifæri
til að hittast og á þrettánda-
kvöld fékk mamma að hitta
stúlkuna sem hafði valið
jólagjöfina hennar. Þær urðu
strax mjög góðar vinkonur
og eru það enn.
Nákvæmlega ári eftir að við
hittumst í fyrsta skipti gift-
um við okkur. Við eignuð-
umst litla dóttur nokkrum
mánuðum síðar, en hún var
skírð í höfðuðið á ömmu
minni sem var örlagavaldur-
inn í lífi okkar. Við eigum
von á öðru langþráðu barni í
vor.
Jólin eru alltaf mikil hátíð á
litla heimilinu okkar, þau
eru ekki bara venjuleg jól
heldur líka brúðkaupsaf-
mælið okkar. í þau ár sem
við höfum verið gift höfum
við á hverjum jólum rifjað
upp þessa skemmtilegu
sögu.
Ég hefði ekki viljað missa af
þessu jólahreti á Hellisheið-
inni hvað sem það kostaði.
Lesandi segir
Jóhönnu
Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lifi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Ht‘imiíist.m”ih rr: Vikan
- „Lífsrcynslnsaj’a", Scljavcgur 2,
101 Kcvkjavik.
Nctfang: \ ikan@fnicli.is