Vikan


Vikan - 21.12.1999, Page 31

Vikan - 21.12.1999, Page 31
glaðari en áður úr eldskírn- inni. Captain Hook eða Kapteinn Krókur er fram- hald af sögunni um Pétur Pan. I þetta sinn hefur Pétur ákveðið að fullorðnast og á nú börn með Vöndu sinni. Börnin hans ferðast til Einskislands og lenda þar í klónum á sjóræningja- kapteininum vonda, Krók. Þá reynir á að Péti. hafi ekki gleymt öllu sem nann kunni sem barn. Söngvamyndir Söngleikir eiga vel við á jólum og þeir eru margir sem hafa verið kvikmyndað- ir. Hvít jól með Bing Crosby og Frank Sinatra er sígild söngvamynd, þar var fallega jólalagið Hvít jól sungið í fyrsta sinn. Oklahoma er gömul söngvamynd en stendur alveg fyrir sínu enn þann dag í dag. Technicolor litirnir sem gjarnan voru notaðir í fyrstu litmyndun- um eru svo skemmtilega skærir og fallegir. My Fair Lady er söngvamynd sem menn ættu ekki að missa af að sjá þótt ekki væri nema fyrir það hvað leikur Rex Harrisons er óborganlegur og Audrey Hepburn ofboðs- lega falleg. Oliver Twist er snilldarvel leikin söngva- mynd og mörg lögin frábær. Sound of Music og Mary Poppins eru kvikmyndir sem munu halda nafni Julie Andrews á lofti langt fram á næstu öld þótt ekki komi annað til. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sjá þessar myndir um jólin og syngja með af hjartans lyst, „Just a spoonful of sug- ar helps the medicine go down" og „The hills are ali- ve with the sound of music". Vasaklútamyndir Um jól er gott að minnast þess hve gott maður hefur það og fagna hverjum degi sem sæmilegur friður ríkir í heiminum. Fátt er betur til þess fallið en að horfa á myndir sem hafa friðarboð- skap að færa. Italska mynd- in Tvær konur með Sophiu Loren í aðalhlutverki er yndisleg mynd og ef hægt er að fá hana á leigu er sjálf- sagt að taka hana. Sophia fékk óskarsverðUn-: fyrir leik sinn og var vel að því komin. Dagbók Önnu Frank er til í nokkrum útgáfum og eru margar þeirra góðar. Sagan er sígild og einlægni ungu stúlkunnar sem neyð- ist til að lifa í einangrun til að bjarga lífi sínu er alltaf jafn áhrifamikil. Schindler's List er ein góð og þeir Ralph Fiennes og Liam Neeson láta engan ósnort- inn. Eldri en ekki síður átakamikil mynd er Sophie's Choice með Meryl Streep og Kevin Kline. Meryl Streep fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og þótti engum mikið. Killing Fields og My Year of Living Dangerously eru ósk- arsverðlaunamyndir og standa alltaf fyrir sínu. My Year of Living Dangerously er ein magnaðasta ádeila á Víetnamstríðið sem gerð hefur verið. Nýjustu mynd- irnar eru svo Saving Private Ryan, Thin Red Line og Life is Beautiful. Rómantískar myndir Jól eru kjörinn tími til að fá eiginmennina til að sýna eiginkonunum eftirlátsemi og taka allar stelpumyndirn- ar sem annars hafa fengið að sitja á hakanum. Skemmtilega gamansamar eru m.a. Some like it Hot, Four Weddings and a Funeral, Forget Paris, French Kiss, There is Something About Mary og Notting Hill. The Mirror has Two Faces, How to make an American Quilt, Sleepless in Seattle og You’ve Got Mail eru rómantískar og mann- legar. Nokkrar sem lýsa heitum og djúpum tilfinn- ingum á fallegan og hjart- næman hátt eru: Love Story, II Postino, Cinema Paradiso, Prince of Udes, Shawst-anK Redemption, rhiiadelphia og A River Runs Trough It. Barnamyndir Margir fullorðnir hafa ekkert síður gaman af barnamyndum en börn. Á sumum heimilum sitja for- eldrarnir oft með börnunum tímunum saman og horfa á Bamba, Mjallhvíti, Litlu hafmeyjuna, Ljónakonung- inn, Öskubusku og fleiri sí- gildar teiknimyndir Disney samsteypunnar. Aðrar góð ar teiknimyndir sem óhætt er að mæla með eru Pöddulíf, Tommi og Jenni. Prinsessan og durtarnir og Maurar. Disney fyrirtækið hefur einnig framleitt mjög margar frábærar barna- myndir, Tómasína og Það búa litlir dvergar eru hvorl tveggja einstaklega góðar sögur og vel gerðar myndir. Sá er hins vegar gallinn á gjöf Njarðar að ólíklegt er að hægt sé að fá þær á myndbandaleigum. Fólk verður þá bara að hugga sig við Jingle All The Way, Kindergarten Cop, Stikkfrí, Nornirnar og Matildu, sem gerðar eru eftir sögum Roalds Dahl og Pappírs- pésa. Litla prinsessan er óskaplega falleg saga um litlu, góðu stúlkuna sem vondi skólastjórinn gerir að vinnukonu eftir að hún missir föður sinn en hinum góðu leggst alltaf eitthvað til og þeir sigra að lokum. La wita e Bella - sem er Ijúfsár óður til lífsins. Fyndin, tregafull og frábær. Brief Encounter - ógleymanleg ástarsaga, afar vel leikin. All about Eve - verulega snjallt leikhúsdrama þar sem þekktir leikarar fara á kostum. Casablanca - það er hægt að horfa á hana aftur og aftur því í henni gengur allt uþp. Á hverfanda hveli - beinlínis skylda fyrir allar rómantískar sálir sem láta sér ekki nægja að horfa á hana einu sinni. The Third Man - ótrúlega góð mynd, spennandi og vel leikin og tónlistin er frábær. Sound of Music - það er sama hvað kaldrifjað fólk segir, Sound of Music gerir manni alltaf jafnglatt í geði. North by Northwest - ein besta Hitchcock myndin, fyndin, hugmyndarík og spennandi og Cary Grant var aldrei myndarlegri. 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.