Vikan


Vikan - 21.12.1999, Page 38

Vikan - 21.12.1999, Page 38
38 Vikan María Eínarsdóttir frá Akureyri, eig- andi verslunarinnar Hjá Maríu í Amaró: „Það koma ekki jól hjá mér fyrr en búið er að setja upp litla jólasveininn og engilinn í eldhúsið," segir María þegar hún handfjatlar uppáhaldsjólaskrautið sitt, jólasvein sem heldur á kerti og engil sem geymir serví- ettur en hvort tveggja hefur fylgt henni lengi. „Annars er fleira í uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega þessir þrír fuglar sem eru festir á jóla- tréð," bætir hún við. „Fugl- arnir eru fyrsta jólaskrautið sem við hjónin eignuðumst á tréð en þá var einhver fuglatíska í gangi. Þeir fá alltaf að vera með á trénu, þrátt fyrir að nýtt skraut hafi komið í stað þess gamla, og þeir taka sig vel út innan um stórar, gylltar jólakúlur. Ég hef gaman af jóladótinu sem ég hef átt lengi, vil hafa það uppi við og nota það. Ég er mikil jólakona og skreyti heimilið töluvert fyrir barnabörnin." Þráinn Karlsson, leikari hjá Leíkfélagi Akureyrar: „Það var fyrir jólin 1985, þegar ég var að leika í Jóla- ævintýri Charles Dickens, að mig vantaði jólatré. í sýn- ingunni voru notuð spýtu- jólatré sem mér leist vel á, ég fékk eitt til afnota sem ég hef notað síðan og kem ekki til með að breyta því," segir Þráinn um uppáhaldsjóla- skrautið sitt. „Þetta jólatré er hannað af Hlín Gunnars- dóttur leikmyndahönnuði og í leiksýningunni héngu á því kjúklingar. Ég nota þá er þetta jólatré mjög hent- ugt, það fer lítið fyrir því og er sennilega eina jólatréð á íslandi sem er flatt.“ En það er fleira sem er í uppáhaldi hjá Þráni. „Ég hengi alltaf upp jólasveina í stofuglugg- ann en þá bjó ég til fyrir ein- um þrjátíu árum handa dætrum mínum. Þeir eru hafðir fyrir ofan ofn til þess að þeir hreyfist örlítið vegna hitauppstreymis. Þetta, ásamt fleira jólaskrauti, er sett upp á heimilinu á Þor- láksmessu og gefur því til- ætlaðan jólabrag." nú ekki sem skraut heldur set alltaf sama jólaskrautið á tréð og finnst það koma sér- lega vel út þar sem það er látið standa. Fyrir utan það l Ippálialdsjóliiskranl IMar- íii. Þariui er jólasvcinninn sem licldnr á kerlinu, eng- illinn sein geyniir jólaserví- ellnrnar, jólaiiiglarnir og lállegur jólaholli seni not- aónr er yfir liálíóarnar. María nieó jólaiiiglana sína en jieir eru fyrsta skranlió sein linn og cigin- niiiónr liennar, líirkir Skarp- liéðinsson, eignuóust ii jókilréó silt.

x

Vikan

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Sprog:
Årgange:
62
Eksemplarer:
2823
Registrerede artikler:
1
Udgivet:
1938-2000
Tilgængelig indtil :
2000
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Tímarit.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue: 42. Tölublað (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/300725

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

42. Tölublað (21.12.1999)

Actions: