Vikan


Vikan - 21.12.1999, Síða 47

Vikan - 21.12.1999, Síða 47
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. við komum á leiðarenda. Nú ætla ég að tala svolítið við lafði Deborah. Jarlinn yrði líklega ekki betri tengdafaðir! Hann yrði dýrkeyptur tengdafaðir, sagði hertoginn. Hann er skuldum vafinn, ef trúa má orðum Perry vinar míns. Er það virkilega? spurði hertogaynjan. Já, skuldasnaran hangir um hálsinn á honum, segir Perry. Hertogaynjan stundi. Það lítur út fyrir að allt gangi á afturfótunum, sagði hún. En við skulum ekki örvænta! Ennþá eru þrír dagar þar til þú þarft að taka ákvörðun. Ég geri ráð fyrir því að ég eigi engra annarra kosta völ sagði hertoginn með vonar- hreim í röddinni. Hinn kosturinn er að heyja einvígi við George Wallington. Hertoginn vissi að um þetta leyti væri George Wallington á leiðinni til Lundúna. Líklega sæti Hermione grátandi og kviði því að þurfa að standa fyrir máli sínu. Hann hugsaði reiðilega um það að ef að- stæður hans væru aðrar; ef hann hefði ekki svo miklar skyldur gagnvart ætt sinni, léti hann stöðva lestina og snúa aftur til Lundúna. Þau Hermione myndu bjóða Wallington byrginn og gera honum Ijóst að þeim væri al- veg sama hvaða skoðun hann hefði á sambandi þeirra. En auðvitað var það ómögulegt. Slík hegðun myndi bitna á móður hans og allri ættinni. Ættin varð að ganga fyrir. Sem æðsti maður hennar bar hann ábyrgð sem Englendingar áttu erfitt með að skilja. Æðsti maður skoskrar ættar var eins konar faðir og for- ingi. Hann naut jafnmikillar virðingar og hann væri kon- ungur þeirra og þess var vænst að hann verndaði og aðstoðaði þegna sína. Hvernig gæti hann falið frænda sínum slíka ábyrgð? Frændi hans var veikgeðja maður og átti auk þess eng- an son til þess að taka við af honum. Hertoginn vissi að samkvæmt skoskum lögum gat dóttir erft stöðu og titil föður síns. Sjálfur titillinn var ekki mikils virði en hann mundi ekki til þess kona hefði nokkru sinni gegnt þessu hlutverki. Satt best að segja fannst honum tilhugs- unin hræðileg! Hann sagði við sjálfan sig að hann ætti ekki annarra kosta völ en að láta tilfinningar sínar sitja á hakanum; hann varð að gera skyldu sína, hversu sárs- aukafull sem sú ákvörðun væri og hversu mikið hún kostaði hann. Ekki í pening- um talið, heldur hvað ham- ingju hans varðaði. Hann fann að móður hans grunaði hvað hann var að hugsa og hann þrýsti hönd hennar. Hann stóð á fætur og bað Hugo að skipta við sig um sæti svo hann gæti spjallað við lafði Deborah. Opinskd ævisaga fyrsta fangaprestsins „Það er þó fyrst og fremst djúp sannfæring Jóns og heiðarleiki sem gera þessa bók eftirminnilega. Hann hefur fró mörgu að segja og tekst ó við líf sitt og reynslu af djúpri alvöru". (ÁrmannJakobssonDV23.nóv. 1999.) SéraJón d að baki óvenju fjölbreyttan feril. Hann var fangaprestur þegar Geirfinnsmólið kom upp og segir hér ó opinskóan hdtt frd ofbeldi sem fangarnirvoru beittir. Hann var fyrsti sjúkrahúspresturinn, þjónaði vestan hafs og í fdmennu sveitaprestakalli fyrir norðan. AF FÖNGUM OG FRJÁLSUM MÖNNUM er einstök ævisaga; í senn hrífandi og nöturleg í snilldarlegri frdsögn höfundar af misjöfnu mannlífi, innan fangelsismúranna sem utan. Sinlæg og berorð dagbók ungrar stúlku Metsölubók um allan heim. Nú í fyrsta skiptið óritskoðuð d Islandi. Allir kaflarnir, sem faðir hennar sleppti, eru hér með. Þar segir Anne frd vaxandi dhuga sínum d hinu kyninu, stríði unglingsins við fullorðna fólkið ogvaxandi einsemd tdningsins í miðjufdri heims- styrjaldarinnar. DAGBÓK ANNE FRANK er þroskasaga venjulegrar ungrar stúlku, einlæg, opinskd og oft skemmtilega hnyttin þrdtt fyrir hinar erfiðu aðstæður sem Anne bjó við. Bókaútgáfan Hólar

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.