Vikan


Vikan - 21.12.1999, Page 53

Vikan - 21.12.1999, Page 53
„Mér (annst beinlínis sorgiegt að heyra bað um daginn að bað væri uppselt í öll jóla- hlaðborð í desember og á alla áramótafagnaðina. Ég hugs- aði með mér hvar eru öll börnin sem eiga foreldra á bessum skemmtunum." hjálpar? „Nei, yfirleitt kemur það alltof seint. Það kemur þegar það hefur tekið ákvörðun um að skilja og er ekki tilbúið að gera neitt í sínum málum. Ástæðurnar eru oft er það sam- bland af mikilli vinnu, peninga- vandamálum og þrjósku. Smám saman fara hiutirnir úr böndun- um, eitt leiðir af öðru og allt í einu blasir ekkert við nema skilnaður. Því miður virðist framhjáhald líka vera mjög al- gengt og það fer sífellt vaxandi. Slíkt er erfitt að fyrirgefa og margir skilja vegna þess." Eins og allir þekkja ganga öll sambönd í gegnum ákveðinn öldudal, sambandið blómstrar á tímabili en svo tekur hversdags- leikinn við. Þá getur reynst gott að staldra við og rifja upp „Hvers vegna varð ég ást- fangin(n) af maka mínum? Á undan- förnum árum hefur komið út fjöldi bóka með leiðbeiningum um hvernig bæta megi sam- bandið og gera það ham- ingjuríkara. Lestur slíkra bóka er engin töfralausn en opnar kannski hug fólks til ákveðinna þátta í samskipt- um þess við makann. Leikritið Hellisbúinn sem sló öll aðsókn- armet reyndist líka góð vítamínsprauta fyrir mörg sam- bönd. En hvað ráðleggur Þórhallur fólki að gera til að bæta sam- búðina? „Við þurfum að gefa okkur tíma til að staldra við og leggja rækt við samband okkar við makann. Ef sambandið er gott þá þolir það mótlæti. Ákvarð- anir í kringum jólahaldið verða ekki að vandamáli í heilbrigð- um samböndum. Ástarsamband þarf að rækta allt árið um kring, það er of seint að ætla að gefa sér tíma til þess á aðfangadags- kvöld!"

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.