Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 56
íg hel öðlast hjarh tii að lifa / Eg er fædd og uppalin í talsvert stórum (á ís- lenskan mælikvarða) bæ úti á landi. Mamma mín dó þegar ég var mjög ung og við systurnar urðum að bjargast sem best við gátum með pabba. Systir mín var nokk- rum árum eldri en ég og hún gekk mér nánast í móður stað. Pabbi drakk og ég man fyrst eftir honum fullum og illa lyktandi sofandi á sófanum heima. Pað voru konur í lífi í hans af og til en engin stopp- aði lengi. María hét sú sem lengst entist og hún var yndis- leg. María drakk allar helgar með pabba en hún sá alltaf til þess að við hefðum hrein föt til að fara í og mat að borða. A því varð hins vegar oft mis- 56 Vikan brestur þegar pabbi var einn. Nágrannarnir höfðu skömm á okkur og við fengum að heyra að við værum sóðalegar og ekki til neinnar fyrirmynd- ar. Við vorum sjaldan boðnar til annarra barna og kæmi eitt- hvað upp á var okkur gjarnan kennt um. Við systurnar vor- um sagðar eiga upptök að öll- um rifrildum og slagsmálum sem áttu sér stað meðal stelpnanna og hyrfi einhver hlutur var eina skýringin á hvarfinu sú að við hefðum tekið hann. Reyndi að vera góð og dugleg Mín viðbrögð við þessu, meðan ég var lítil, voru að reyna eftir megni að vera góð og dugleg. Þegar ég var tíu ára þvoði ég alla þvotta af mér sjálf og sá alfarið um að þrífa heimilið. Systir mín sá um matseld og við hjálpuðumst að við að strauja og nostra við hárið hvor á annarri. Systir mín var óvenju lagin við hár- greiðslu og hafði ótrúlega næmt auga fyrir því sem klæddi aðra. Hún klippti alltaf hárið á mér og ég reyndi að klippa hana að aftan. Pegar hún varð unglingur voru hinar stelpurnar fljótar að finna að þarna væru hæfileikar á ferð og þær hikuðu ekki við að notfæra sér það. Oft var eld- húsið heima eins og snyrti- stofa en þrátt fyrir þetta var grunnt á því góða. Systir mín mátti þola það að vera einn daginn hluti af hópnum og allra vinur en næsta dag var henni útskúfað. Þetta tók hún óskaplega nærri sér og ég var sennilega eina vitnið að því þegar hún hágrét klukku- tímunum saman ofan í kodd- ann sinn á kvöldin. Eg var öðruvísi. Eg leitaði ekki eftir félagsskap hinna heldur fór einförum. Ég hafði engan hæfileika sem nýttist hinum svo þær sóttust ekkert eftir því að umgangast mig. Ég hafði gaman af að læra og reyndi eftir megni að standa mig vel í skólanum og það gerði ég allan grunnskólann. Ég var með þeim hæstu á grunnskólaprófi í mínum ár- gangi en þá var systir mín far- in suður til að læra hár- greiðslu. Ég fór á eftir henni og pabbi lofaði að senda okk- ur peninga til að gera henni kleift að klára sitt nám og mér að fara í menntaskóla. Við systurnar leigðum sam- an litla íbúð og allt gekk okk- ur í haginn. Systir mín drakk mikið og það fór ekkert fram hjá mér að hún var komin í slæman félagsskap. Samt kláraði hún sveinsprófið og komst á samning. Peninga- sendingar frá pabba voru stopular og ég tók að mér hlutastarf í verslun til að drýgja heimilistekjurnar. Mik- ið var ég hreykin og glöð þeg- ar systir mín kláraði námið og við skáluðum saman fyrir ár- angri hennar. Ég hló og mas- aði við alla vini hennar sem mættir voru í hóf heim til okk- ar og ég var allt önnur en ég var vön, kát, málglöð og orð- heppin. Petta var í fyrsta skipti sem ég smakkaði vín og hefði átt að vera það síðasta en þegar áfengið byrjaði að hafa áhrif fannst mér ég vera stórkostleg. Feimnin rann af mér og mér fannst ég geta tek- ið þátt í gamninu og leyft mér að vera til. Drakk sífellt meira Ég varð dauðadrukkin og man ekki eftir nema broti af kvöldinu. Við byrjuðum heima hjá okkur með nokkrum góðum vinum systur minnar en síðan var haldið niður í bæ á skemmtistað. Ég man að ég dansaði við nokkra kunningja systur minnar en síðan er allt hulið myrkri þangað til ég vaknaði daginn eftir í rúminu mínu, alklædd og illa þunn. En þótt mér liði illa var minningin um það hversu gaman var kvöldið áður það björt að ég vissi að þetta myndi ég gera aftur. Næstu árin endurtóku fylliríin sig, fyrst bara um helgar en svo fór ég að drekka í miðri viku líka. Systir mín var löngu farin að drekka eða taka lyf á hverjum degi. Ég hafði lengi vitað að hún not- aði hass og ýmsar töflur og meðan drykkja mín fór stig- vaxandi hélt hún áfram í stöðugt harðari efnum. Við misstum íbúðina sem við Hún missti fóstur og það varð okkur til- efni til að hugga okkur með vímugjöfum. Ég var farin að hágráta, hljóp eftir götunni í örvæntingu bað alla um hjálp sem ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.