Vikan


Vikan - 21.12.1999, Qupperneq 59

Vikan - 21.12.1999, Qupperneq 59
Ég hef kynnst nokkrum Stein- geitum um ævina og þekkti eina í fjörtíu ár, á þeim tíma minnir mig að hún hafi tvisvar fengið kvef, einu sinni flensu og nokkrum sinnum brjóstsviða. Þetta segir sitt um Steingeitina og það virðist engu skipta hvernig hún fer með sig, hvort hún klæðir sig illa, vakir mik- ið, sukkar eða þrælar og puðar, henni verður ekki misdægurt. Vissulega verður hún þreytt og þarf á reglulegri hvíld að halda til að hlaða „batteríin", en að hún fái kvef! Nei, gleymdu því. Heimili, listir og menning Þar sem Steingeitin er metnaðar- full vill hún hafa mikið umleikis, heimilið verður því að rúma stór- huga Steinbukk sem heldur flottar veislur og kann listina að veita vel. Húsnæðið er því rúmt en nokk- uð kalt og yfir- borðskennt. Listin sem hún velur sér er vélræn og ópersónuleg, meira til uppfyll- ingar en yndis. Húsgögnin eru praktísk og gegna sínu hlutverki, lit- irnir jarðbundnir, ekkert prjál og punt. Sem list- unnandi er Stein- geitin nokkuð sérstök. Sá frægi málari og Stein- geit, Cézanne, málaði yfirmáta fal- legar myndir en þær voru allar ein- hvern veginn fjarlægar, kaldar og ópersónulegar. Haft var eftir honum að „Ijótt" kvenfólk málaðist betur en frítt og því valdi hann sér ófríðar fyrirsætur. Á vissan hátt er hinn al- menni Steinbukkur líkur Cézanne í afstöðu sinni til listar og neyslu á menningarefni, hann sækir frekar í það frumstæða, hráa og óheflaða í list, flutningi hennar og fram- kvæmd, en að klífa upp í fíla- beinsturna til að melta uppskrúfaða menningu listapostulanna. Foreldrar og börn Að eiga pabba eða mömmu sem er Steingeit getur orðið býsna skemmtileg reynsla, lendi maður ekki á foreldri sem er valdasjúkt. Þá verður barnæskan þrautaganga að sigra þetta og sigra hitt, vera bestur í skólanum, fremstur í fimleikum, dansi og öllu hinu sem boðið er upp á. Hin týpan hvetur barnið en krefst ekki fyrsta sætis. Hún er fyndinn og skemmtilegur félagi sem tekur þá í leikjum barna sinna og sinnir þörf- um þeirra af alúð. Barnið sem fæðist í Steingeitar- merkinu er kraftmikill einstaklingur sem elskar íþróttir og á auðvelt með að starfa í hóp, eins og fim- leikaflokki. Hún/hann þarf stuðning og hvatningu til dáða, þá líður við- komandi vel og finnst gaman að vera til. Tónlist, saga, fornleifafræði og fjallaferðir eru nokkur helstu áhugamál Steingeita og fái þau að sinna áhugamálum sínum gengur þeim vel á öðrum sviðum. Steingcitin rciknar frekar út lilutina en að „finna" þá. Ytri áhrif Steingeitin er fram úr hófi var- færin í peningamálum og lætur því ekki skrum og lokkandi tálbeitur markaðarins tæla sig til eyðslu. Hún er rökhyggin, yfirveguð og köld þannig að ekki þýðir heldur að reyna að höfða til tilfinningasemi eða samúðar. Þú getur reynt að plata hana með glópagulli („sel- semgull") en hún sér strax við þér. Það er helstsmekkurinn... Uetur 1999 Árið í ár hefur verið heilladrjúgt og þú hefur unnið marga sigra. í október gerðist eitthvað sem fékk þig til að staldra við og íhuga þinn gang. Ef þú hefur hlustað á góð ráð annarra, ætti tíminn sem eftir er af öldinni að verða þér gæfuríkur þar sem þú losar þig viö nokkra galla en færð í staðinn útrás fyrir alla þína bestu hæfileika og dansar á gullskóm inn á nýtt árþúsund í glit- hafi miklu. Samantekt Þegar grafið er djúpt í sögu Steingeitarinnar birtist hún í upp- runalegri mynd sinni sem geit að hálfu en hinn helmingurinn er fisk- ur. Sögnin segir að á tímum Babýlóníumanna hafi þetta sjávar- dýr fyrirfundist og verið kallað Kusarikku eða „Antílópa ofanjarðar hafsins" (geimsins). Geitin, sem í reynd er Pan skógarguðinn, endur- speglar hæfileikann til að hafa áhrif á umhverfið með óræðum „mag- ískum" krafti og stefnir ávallt í gerðum sínum fram og upp. Fiskur- inn sýnir lipurðina og hæfileikann til að tala fólk til, ná góðum samning- um og fara milliveginn þegar stál mætir stáli. Þessa og fyrrnefnda hæfileika geta menn hugsað um sem tengjast Steingeitum eða eign- ast litlar Steingeitur á nýju öldinni. Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar: 42. Tölublað (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/300725

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

42. Tölublað (21.12.1999)

Iliuutsit: