Vikan


Vikan - 08.08.2000, Qupperneq 2

Vikan - 08.08.2000, Qupperneq 2
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r Sumar bækur eru svo fal- legar að bað er einstök ánægja f olgín í Dví að fletta beim. Það er ekki bara að textinn sem bær innihalda sé áhugaverður og góður heltíur eru bær einfaldlega Kápan er hvít með nokkrum rauðum jarðarberjum líkt og fáein ber hafi af handhófi dottið úr körfu og lent þarna. Gyllt rönd er efst á kil- inum sem gefur bókinni sérlega virðulegt yfirbragð og minnir mann strax á listaverkabækur eða heildarútgáfur snilldar- jafnan hafa verið vinsæl til að auka og bæta bragð mat- ar. Hnetur, margar tegundir sveppa og þurrkaða ávexti má auðveldlegaþekkja úr í grænmetis- borðum stórmark- aðanna eftir að hafa skoðað skýrar og fallegar myndir af þeim í Matarást. Matarást er upp- lýsinga- og heim- ildarit um mat og matargerð. Raðað er í stafrófsróð heit- um á hráefni sem gjarnan er notað til matargerðar og al- gengum réttum sem margir þekkja. Upplýsingar um uppruna, notkun og sögu réttanna og hráefnisins, auk ýmislegs annars sem tengja má beint þar við, er einnig að finna á síðunum. Hver blaðsíða er þannig uppsett að hún skiptistíþrjá dálka, sá stærsti rúmar upplýsingar, sá næststærsti er notaður undir uppskriftir en sá þriðji og minnsti vísar til skyldra uppflettiorða þar sem frekari upplýsingar tengdar uppiflettiorðinu kann að vera að finna. Það er varla hægt að hugsa sér þægilegra og aðgengi- legra fræðirit um mat. í bókinni er auk þess að finna töflur sem Lystileg Matarást sérlega vel unnar og blað- síðurnar svo vel uppsettar að bær eru listaverk út af fyrir sig. Ein slíkra béka er bókin Matarást sem Iðunn gaf út fyrir nokkrum árum. verka helstu rithöfunda og hug- suða fyrri tíma. Utan um bók- ina er sérstakur kassi sem ver hana en er auk þess sérlega fal- legur. Bókin byrjar á því að birt- ar eru myndir af ótal tegund- um ávaxta og grænmetis og hver tegund nefnd. Þá koma kryddjurtir, rætur og fræ sem skýra ýmsar mælieiningar og hvernig breyta má frá einni ein- ingu til annarrar. í bókinni eru einnig töflur um hversu lengi nauðsynlegt er að sjóða eða steikja ákveðið hráefni, áætl- aða matarþörf í veislum eftir því hversu margra gesta er von og heiti ýmissa matartegunda á erlendum tungumálum. Aft- ast í bókinni er ítarleg atriðis- orðaskrá sem er ómetanleg í riti sem þessu. Full bék af skemmtilegum fréðleik Bókin er auk þess virkilega skemmtileg. Víða í bókinni er að finna urmul af skemmtileg- um en næsta haldlitlum fróðleik það sem enskumælandi menn kalla „tidbits of knowledge". Þetta er gersamlega ómótstæði- legt fyrir þá sem þjást af fróð- leiksfýsn, eins og undirrituð, og þyrstir stöðugt í þekkingu, hversu óhagnýt sem hún annars kann að vera. Er það til að mynda ekki dásamlegt að vita að þegar breskir skinnakaup- menn efndu til veislu fyrir Hin- rik 8 og Önnu Boleyn árið 1533 í tilefni að krýningu Önnu var á borðum ein sítróna og sú kost- aði sex silfurpenní. Sítrónan er auk þess upprunnin í Kasmír og barst þaðan til Kína fyrir fjög- ur þúsund árum. Zabaglione er ítölsk ábætissósa sem oft er bor- in fram með kexi eða ausið yfir ávexti. Sósan kann að vera þannig tilkomin að yfirmat- sveinn Karls Emanúels 1. af Savoy hellti styrktu víni af mis- gáningi út í eggjabúðing. Búð- ingurinn þótti hinn besti matur eftir að vínið bættist við hann og var þá tileinkaður verndardýr- lingi bakara sem á ítölsku heit- ir San Giovanni Baylon og mun það hafa runnið saman í za- baglione. En hvort sem það er rétt eða ekki er búðingurinn gjarnan gefinn brúðgumum til að styrkj a sig á fy rir brúðkaups- nóttina. Sá sem getur staðist það að búa til og smakka þenn- an rétt eftir að hafa lesið þenn- an kafla hefur meiri viljastyrk en honum er hollt. Matarást er ekki bara góð bók og fræðandi héldur svo ótrúlega vel unnin að hún er ómetanleg eign. Til þess að hafa ánægju af að fletta henni þarf ekki endilega að hafa sérstakan áhuga á matargerð en nauðsyn- legt er að vera haldin mikilli ást á góðum mat og vera tilbúinn til að njóta hans hvenær sem færi gefst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.