Vikan - 08.08.2000, Qupperneq 7
fjölskyldumeðlimi sem þarf að
sinna,“ segir Ragnhildur.
Engar patentlausnir til
En hvernig geta vinnustaðir
komið til móts við mismunandi
þarfir fjölskyldna? Ragnhildur
segir að í öllum verkefnum og
könnunum sem hún hafi kynnt
sér sé niðurstaðan sú að það sé
ekki til nein ein leið sem allir
vinnustaðir geti farið. „Vinnu-
staðir eru ólíkir og hafa mismun-
andi þarfir rétt eins og fjölskyld-
an. Það verður því hver vinnu-
staður að skoða sínar þarfir,
starfsmannahópinn og vinnu-
staðamenninguna og hvernig
hægt sé að móta fjölskylduvæna
starfsmannastefnu. Það fer auð-
vitað mjög eftir vinnustaðnum og
eðli þess starfs sem um er að ræða
en helstu óskir starfsmanna eru
yfirleitt að fá að hafa meira að
segja um vinnutímann, að vinn-
an sé betur skipulögð og að
möguleiki sé á að vinna heima
þegar þess sé kostur og þurfi
með. Vinnustaðamenning er
einnig misfjölskylduvæn. Sums
staðar þykir ekkert tiltökumál þó
starfsmaður sé heima t.d. vegna
veikinda barna en annars staðar
er það litið hornauga, sérstaklega
ef karlmenn eiga í hlut, þó að
þessi réttindi séu bundin í kjara-
samningum. Fólk nefnir því
gjarnan að vinnustaðamenning-
in og viðhorfin á vinnustað
mættu vera fjölskylduvænni.
Sum fyrirtæki halda t.d. reglu-
lega fundi utan dagvinnutíma og
það getur skapað streitu og álag
á starfsmann sem er með barn
eða börn því hann getur þurft að
útvega pössun eftir að leikskóla
lýkur. Atvinnurekendur hugsa ef
til vill ekki út í þetta og reikna
bara með að hver og einn starfs-
maður leysi þetta vandamál
heima fyrir en fjölskylduvænn
vinnustaður myndi finna leið til
þess að halda fundi á dagvinnu-
tíma,“ segir Ragnhildur. Nú er
yngsta heimasætan, Hólmfríður
vöknuð af hádegisblundi sínum
og vill ólm taka þátt í þessari um-
ræðu sem snertir hana rétt eins
og öll önnur börn. Hún babblar
heilmikið, tekur oft orðið af
mömmu sinni og brosir sínu blíð-
asta.
Ýmis Ijon í veginum
Getur ný tækni eins og netið
skapað möguleika á sveigjanlegri
vinnutíma? „Tæknin hefur auð-
vitað gert það að miklu leyti,“
segir Ragnhildur, „en maður sér
Jafnrcttismál hafa
ávallt vcrið Ragnhildi
hnglcikin og hún hef-
ur lagt sitt af niörkum
í þeirri baráttu.
Ragnhildur hcfur að iindanförnu
staðið í striingu frainini fyrir dóni
stóluin landsins og scgir aö það
hafi veriö athyglisverð lífsrcynsla.
að á þeim vinnustöðum þar sem
fólk fær tölvu með sér heim þá
eru jafnframt að aukast kröfur á
starfsmenn. Þeir losna aldrei við
vinnuna. Þú átt jafnvel að vinna
heima þó að þú sért með barnið
þitt veikt og svo framvegis. Það
er ekki endilega það sem átt er
við þegar rætt er um fjölskyldu-
væna vinnustaði. Þegar gera á
vinnustaðinn fjölskylduvænni
verða stjórnendur fyrirtækja í
fyrsta lagi að vilja það, því næst
að setjast niður með starfsmönn-
um sínum og skoða hvernig stað-
an er hjá þeim og spyrja sig
spurninga eins og hvaða þarfir
starfsmannahópurinn hafi,
hvernig hægt sé að koma til móts
við þessar þarfir og hvernig and-
inn sé á vinnustaðnum.
Það eru ýmis ljón í veginum,"
segir hún.“Stundum eru yfir-
menn ekki tilbúnir að koma til
móts við þessar þarfir en oft eru
hinir starfsmennirnir það ekki
heldur. Sem dæmi má nefna mið-
aldra starfsmenn sem unnu í
þessu vinnuumhverfi þegar þeir
voru með lítil börn og þurftu að
leggja ýmislegt á sig og finnst að
ungu starfsmennirnir geti alveg
gert það líka. Það sér ef til vill
enginn í fljótu bragði hvernig
fjölskylduvæn stefna getur gagn-
ast þeim því eins og ég var að tala
um áðan þá hefur fjölskyldan
verið skilgreind svo þröngt. All-
ar fjölskyldur hafa auðvitað þarf-
ir, þær eru aðeins ólíkar eftir
tímabilum í lífi fólks. Með fjöl-
skylduvænum vinnustöðum er
verið að tala um að fólk eigi sér
líf eftir vinnu, að það komi ekki
svo úrvinda heim að það geti ekki
annað gert en hent sér upp í sófa
og glápt á sjónvarpið."
Ragnhildur segir að sér finn-
ist sem hér á landi ríki það við-
horf að fólk eigi ekki að koma
með vandamál sín í vinnuna.
„Andinn á vinnustaðnum skipt-
ir auðvitað miklu máli. Mörgum
finnst að fólk eigi bara að vinna
vinnuna sína og að það komi eng-
um við hvernig málin séu leyst
heima fyrir. Þess eru dæmi að
fólk nýti sér ekki lögbundin rétt-
indi í kjarasamningum eins og
veikindarétt og veikindadaga
vegna barna þar sem viðhorfin á
vinnustaðnum séu því svo fjand-
samleg. Hjá stéttarfélögum ríkir
einnig svolítil hræðsla hvað varð-
ar tilhliðranir á vinnutíma. Sem
dæmi má nefna að ef starfsmað-
urermorgunhaniogkýs aðhefja
sinn átta stunda vinnudag klukk-
an sex að morgni og vera þannig