Vikan - 08.08.2000, Page 8
Ragnhildur og
dóttir hennar
Hólmfríónr
hralla niargt
saman enda
sú litla nijög
hngmyndarík
þrátt fyrir
ungan aldur.
kominn fyrr heim til sín á daginn,
þá vaknar oft sú spurning hvern-
ig eigi að borga þennan tíma frá
sex til átta. Er þetta dagvinna eða
yfirvinna? Stéttarfélögin eru því
einnig oft Þrándur í Götu því þau
óttast að verið sé að brjóta rétt-
indi starfsmanns. Það er því ým-
islegt sem flækir málin. Ef fyrir-
tæki vill gera vinnustaðinn fjöl-
skylduvænni þá er mjög mikil-
vægt að stjórnendur gefi góðan
tíma fyrir umræður um það inn-
an fyrirtækisins og marki stefn-
una í samvinnu við starfsfólkið."
Vinnudvrkun á íslandi
Ragnhildur bjó í Svíþjóð í tvö
ár þegar hún gegndi starfi ís-
lensks lektors við Nordens fol-
kliga akademi. Þar kynntist hún
vinnuumhverfi og anda sem hún
segir að sé mjög frábrugðinn því
sem hér er. „Vinnudagurinn í Sví-
þjóð er mun styttri en hér, þar er
vinnuvikan um 38 klukkustund-
ir og þykir alls ekki sjálfsagt að
við þá tíma bætist alltaf yfirvinna.
Þar er ekki þessi ríka hefð fyrir
löngum vinnudegi eins og hér.
Það er t.d. algengt mjög víða, að
ef þú vinnur yfirvinnu þá færð
þú hana greidda í fríi á móti og
getur tekið það þegar það hent-
ar aðstæðum þínum og fjölskyldu
þinnar. Hér á landi er alveg rosa-
leg vinnudýrkun og þú ert bara
álitinn skrýtinn ef þú ferð heim
til þín eftir 8 tíma vinnudag. Eg
held líka að íslendingar slugsi
stundum svolítið í vinnunni og
sumir tala um að það sé ekkert
næði í vinnunni fyrr en eftir
klukkan fjögur. Það er eins og
fólk hafi ekki stjórn á aðstæðum
í vinnunni. Svíar hafa betri fé-
lagsleg réttindi, þar er t.d. lengra
fæðingarorlof og fleiri veikinda-
dagar vegna barna. Veikindarétt-
urinn miðast við hvert barn en
ekki öll börnin sem þú átt eins
og hér á landi. I Svíþjóð eru
einnig svokallaðir foreldradagar
sem þú getur tekið þar til barnið
þitt er 8 ára. Félagsleg réttindi
eru því meiri í Svíþjóð en hér og
vinnulöggjöfin fjölskylduvænni,"
segir Ragnhildur og fær sér sopa
af tei.
Hún segir að fjölskyldan og
það sem henni tengist hafi lengi
verið einkamál hvers og eins en
það sé nú að breytast. „Við ger-
um kröfur til þess að bæði hið op-
inbera og atvinnurekendur axli
sína ábyrgð. Ríki og sveitarfélög
hafa komið til móts við fjölskyld-
ur til dæmis með því að bjóða öll-
um foreldrum, giftum jafnt sem
ógiftum, upp á leikskóla allan
daginn, en fyrir nokkrum árum
höfðu giftir foreldrar ekki rétt á
hafa börn sín allan daginn á leik-
skóla. Skóladagurinn hefur ver-
ið lengdur og er í mörgum tilfell-
um samfelldur. Nú viljum við líka
að atvinnurekendur á hinum
frjálsa vinnumarkaði axli ábyrgð
með því að móta fjölskylduvænni
vinnustaði. Við viljum að at-
vinnurekendur líti á fólk sem
manneskjur, ekki bara vinnudýr
sem hægt sé að mjólka í ákveðinn
tíma þar til það brenni út og fari
eitthvað annað. Atvinnurekend-
ur eiga að stefna að því að starfs-
menn þeirra séu glaðir og ham-
ingjusamir og lifi glöðu og góðu
lífi og hafi þar af leiðandi meira
að gefa. Það er það sem alltaf er
verið að tala um. Ef starfsmanni
tekst að ná þessu jafnvægi á milli
starfs og einkalífs þá skilar hann
tvímælalaust meiri afköstum í
vinnunni og t.d. veikindadögum
fækkar,“ segir Ragnhildur ákveð-
in á svip.
Kæra vegna
launamisréttis
Ragnhildur hefur undanfarin
misseri staðið í ströngu frammi
fyrir dómstólum landsins. Þegar
talið berst að því skellihlær hún.
„Þetta hefur verið athyglisverð
lífsreynsla og ég hef lært heilmik-
ið á þessu. Verst að ég kem lík-
lega ekki til með að nota þá
þekkingu." Þegar Ragnhildur
gegndi starfi jafnréttis- og
fræðslufulltrúa fyrir Akureyrar-
bæ komst hún að því að karl sem
gegndi sambærilegu starfi hafði
töluvert hærri laun en hún. „Það
gat ég auðvitað ekki látið bjóða
mér. Ef ég hefði gert það hefði ég
ekki verið að vinna vinnuna mína
því ef brotið er á sjálfum jafnrétt-
isfulltrúanum við hverju má þá
búast af sveitarfélaginu gagnvart
öðrum konum? Og ef jafnréttis-
fulltrúinn leitar ekki allra leiða til
að leiðrétta slíkt, hvernig á hann
þá að geta hvatt aðrar konur til
að leita réttar síns?“
Þegar Ragnhidur kom til starfa
hjá Akureyrarbæ var verið að
vinna samanburðarmat á þrem-
ur störfum sem konur sinntu og
þremur störfum sem karlar
sinntu. I ljós kom að störfin voru
öll mjög sambærileg og áttu þau
sem þeim gegndu því að vera
með svipuð kjör. „Við konurnar
fengum ekkert að vita um laun
karlanna og skilaboðin sem ég
fékk voru mjög skýr, það var eng-
inn áhugi á því að leiðrétta mín
kjör. Eg leitaði því tii kærunefnd-
ar jafnréttismála sem komst að
þeirri niðurstöðu að sá mismun-
ur sem var á kjörum mínum og
karlsins væri ekki hægt að skýra
með neinu öðru en kynferði. Ak-
ureyrarbær braut því lög á mér.
Bæjarstjórinn sagðist ætla að
semja við mig, en náði ekki að
gera það áður en skipt var um
bæjarstjórn og hafði sú nýja orð
bæjarstjórans að engu,“ segir
hún.
Kærunefnd jafnréttismála fór
því með mál Ragnhildar fyrir
héraðsdóm sem dæmdi henni í
vil. „Akureyrarbær vísaði þá
málinu til hæstaréttar sem stað-
festi dóm hérðaðsdóms í öllum
aðalatriðum og þessa dagana er
lögmaður minn að reyna að fá
Akureyrarbæ til að gera upp við
mig vangoldin laun. Vonandi
þurfum við ekki að fara í enn eitt
málið til að fá þá til að greiða mér
það sem mér ber,“ segir hún.
En eru ekki margar konur
hræddar við að kæra launamis-
rétti af ótta við að fá á sig ein-
hvern vesenisstimpil? „Jú, og ég
skil það vel. Auðvitað hugleiddi
ég hvaða áhrif þetta hefði á mig
og starfsframa minn. Og það er
auðvitað ekki útséð um það enn.
En ef ég hefði ekki kært hefði ég
aldrei verið sátt við
sjálfa mig. Ég var ráð-
in til Akureyrarbæjar
til að vinna að fram-
gangi jafnréttismála í
bæjarkerfinu og í bæn-
um. Ég hafði mikinn
metnað í starfi og ég
hefði ekki sinnt starfi
mínu sem skyldi ef ég
hefði ekki leitað allra
leiða til að fá réttlætinu
fullnægt. Ég vona að
mál mitt hafi víðtæk
áhrif, því ég lagði þetta satt að
segjaekkiámigaðeins fyrir sj álfa
mig. Með þessu vildi ég leggja
mitt af mörkum í baráttunni fyr-
ir jöfnum launum karla og
kvenna," segir Ragnhildur að
lokum, ákveðin í rómnum og
brosir.
„Hér á landi er alveg rosaleg
vinnudýrkun og liu ert bara álitinn
skrýtinn ef bú ferð heim til Uín
eftir 8 tíma vinnudag. Ég held líka
að íslendingar slugsi stundum
svolítið í vinnunni og sumir tala
um að bað sé ekkert næði í vinn-
unní fyrr en eftír klukkan fjögur.
Það er eins og fólk hafi ekki
stjórn á aðstæðum í vinnunní."
8
Vikan